Stefnt að lagningu sæstrengs næsta sumar Ingvar Haraldsson skrifar 4. mars 2015 17:28 Gísli Hjálmtýsson segir stefnt að lagningu sæstrengs yfir Atlantshafið næsta sumar. vísir/gva Stefnt er að því að hefja lagningu sæstrengs milli New York og London með viðkomu á Írlandi næsta sumar. Lagning strengsins yfir Atlantshafið er forsenda þess að hægt sé að fjármagna legg út frá sæstrengnum til Íslands að sögn Gísla Hjálmtýssonar, framkvæmdastjóra Thule Investments. Gísli segir að nú sé verið er að leggja lokahönd á fjármögnun sæstrengsins milli Ameríku og Evrópu. „Ég er bjartsýnn á að það takist en við eigum von á því að það skýrist fljótlega,“ segir Gísli. Gangi það eftir og er búist við að sæstrengurinn verði tekinn í notkun næsta haust.Fjármögnun það eina sem hindrar lagningu strengsins Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að nýir aðilar hefðu tekið við lagningu sæstrengsins af fyrirtækinu Emerald Networks sem ætlaði að leggja sæstrenginn. Gísli segir ekki aðalatriði hver sjái um lagningu sæstrengsins heldur að hann verði lagður. Þá segir hann lagningu sæstrengsins milli London og New York alltaf hafa verið forsendu fyrir Íslandsleggnum. Fyrst þurfi að tryggja að sæstrengurinn milli Evrópu og Ameríku verði lagður, fyrr sé erfitt að fá fjárfesta til að skuldbinda sig vegna Íslandsleggsins að sögn Gísla. Gísli segir fjármögnun í raun það eina sem hindri að verkefnið komist af stað, búið sé að ljúka bæði tækni og hönnunarvinnu. Náist að ljúka fjármögnun ætti að vera hægt að leggja strenginn til Íslands á fremur skömmum tíma.Segir Ísland illa tengt við umheiminn Hann segir að sæstrengurinn myndi skipta miklu fyrir tengingar Íslands við umheiminn. Í alþjóðlegu skýrslunni Data Center Risk Index endaði Ísland í 29. sæti af 30. þjóðum í gæðum nettenginga til og frá landinu. Gísli telur að Ísland standi að mörgu leyti ágætlega fyrir gagnver. Rafmagn sé til staðar og viðskiptaumhverfið sæmilegt þrátt fyrir að orðspor landsins hefði beðið hnekki í bankahruninu og gjaldeyrishöftin flæki vissulega stöðuna. Íslendingar þurfi að leggja hart að sér til þess að fá gagnver til landsins enda samkeppnin mikil.Sæstrengur stærsta innviðamálið Hann segir fjárfestinguna, sex milljarði, vissulega vera háa upphæð en í samhengi við aðra grunn innviði á borð við jarðgöng sé þetta ekkert sérstaklega mikið. „Þetta er stærsta innviðamálið hjá okkur. Að fá fleiri strengi til að tryggja áreiðanleika og fá beina tengingu til Bandaríkjanna. Þetta er lykilatriði til að fá gagnaiðnað sem selur ekki bara rafmagn til gagnveranna,“ segir Gísli. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Stefnt er að því að hefja lagningu sæstrengs milli New York og London með viðkomu á Írlandi næsta sumar. Lagning strengsins yfir Atlantshafið er forsenda þess að hægt sé að fjármagna legg út frá sæstrengnum til Íslands að sögn Gísla Hjálmtýssonar, framkvæmdastjóra Thule Investments. Gísli segir að nú sé verið er að leggja lokahönd á fjármögnun sæstrengsins milli Ameríku og Evrópu. „Ég er bjartsýnn á að það takist en við eigum von á því að það skýrist fljótlega,“ segir Gísli. Gangi það eftir og er búist við að sæstrengurinn verði tekinn í notkun næsta haust.Fjármögnun það eina sem hindrar lagningu strengsins Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að nýir aðilar hefðu tekið við lagningu sæstrengsins af fyrirtækinu Emerald Networks sem ætlaði að leggja sæstrenginn. Gísli segir ekki aðalatriði hver sjái um lagningu sæstrengsins heldur að hann verði lagður. Þá segir hann lagningu sæstrengsins milli London og New York alltaf hafa verið forsendu fyrir Íslandsleggnum. Fyrst þurfi að tryggja að sæstrengurinn milli Evrópu og Ameríku verði lagður, fyrr sé erfitt að fá fjárfesta til að skuldbinda sig vegna Íslandsleggsins að sögn Gísla. Gísli segir fjármögnun í raun það eina sem hindri að verkefnið komist af stað, búið sé að ljúka bæði tækni og hönnunarvinnu. Náist að ljúka fjármögnun ætti að vera hægt að leggja strenginn til Íslands á fremur skömmum tíma.Segir Ísland illa tengt við umheiminn Hann segir að sæstrengurinn myndi skipta miklu fyrir tengingar Íslands við umheiminn. Í alþjóðlegu skýrslunni Data Center Risk Index endaði Ísland í 29. sæti af 30. þjóðum í gæðum nettenginga til og frá landinu. Gísli telur að Ísland standi að mörgu leyti ágætlega fyrir gagnver. Rafmagn sé til staðar og viðskiptaumhverfið sæmilegt þrátt fyrir að orðspor landsins hefði beðið hnekki í bankahruninu og gjaldeyrishöftin flæki vissulega stöðuna. Íslendingar þurfi að leggja hart að sér til þess að fá gagnver til landsins enda samkeppnin mikil.Sæstrengur stærsta innviðamálið Hann segir fjárfestinguna, sex milljarði, vissulega vera háa upphæð en í samhengi við aðra grunn innviði á borð við jarðgöng sé þetta ekkert sérstaklega mikið. „Þetta er stærsta innviðamálið hjá okkur. Að fá fleiri strengi til að tryggja áreiðanleika og fá beina tengingu til Bandaríkjanna. Þetta er lykilatriði til að fá gagnaiðnað sem selur ekki bara rafmagn til gagnveranna,“ segir Gísli.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira