Vörumerkin Coke Light og Zero tekin af markaði Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2015 15:02 Carlos Cruz forstjóri Vífilfells. mynd/aðsend Vífilfell kynnti í dag breytingar á drykkjum Coca-Cola þar sem öll vörulína Coke hefur verið sameinuð undir einum hatti – þar á meðal eru Coca-Cola, Coke light og Coke Zero. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vífilfelli. Þar segir að fyrirtækið vilji nýta sér styrk Coca-Cola vörumerkisins betur og um leið undirstrika þá fjölbreyttu valmöguleika sem standa neytendum til boða undir þessu heimsþekkta vörumerki. „Allir drykkirnir munu í framtíðinni heita Coca-Cola en verða í mismunandi lituðum umbúðum og með ólíkri innihaldslýsingu. Ákvörðunin var kynnt samtímis um alla Evrópu en neytendur á Íslandi þurfa að bíða fram í maí til að sjá merki um hana í hillum verslana.“ Coca-Cola hefur verið á borðum Íslendinga í yfir 70 ár en þess er nú jafnframt minnst að 100 ár eru liðin frá því að hin þekkta Coca-Cola flaska var fyrst sett á markað, en hér á landi. „Coca-Cola fyrirtækið hefur reglulega þurft að mæta þörfum breyttum þörfum neytenda útfrá bragðskyni, breyttu neyslumynstri og lífstíl. Það hefur fyrirtækið gert með því að bjóða upp á ný vörumerki með mismunandi ásýnd og boðið fólki upp á mismunandi valmöguleika í bragði, kaloríufjölda og koffeinmagni. Í fortíðinni hafa þessir nýju drykkir staðið sér en nú munu þeir allir flokkast sem Coke og áherslan í markaðssetningu og auglýsingum verður á eitt vörumerki,“ segir í tilkynningunni.Bragðið breytist ekki Eftir breytinguna munu þessi mismunandi vörumerki, auk nýrra sem kunna að koma á markað, sem áður segir sameinast undir hatti Coca-Cola vörumerkisins. Ekki verður þó hvikað frá bragðinu sem neytendur þekkja. Í tilkynningunni segir að sessi nýja nálgun sé talin breikka hið heimsþekkta vörumerki þvert yfir vöruframboð fyrirtækisins. Á sama tíma muni umbúðir og auglýsingar undirstrika mismunandi eiginleika hverrar vöru, sem auðveldi neytendum val á vöru við sitt hæfi. „Þetta er gríðarleg framþróun fyrir þetta sterkasta vörumerki okkar og setur val neytenda sem hjartað í stefnumörkun okkar hjá Vífilfelli, líkt og hefur verið gert annars staðar í Evrópu. Hvort sem neytendur velja hið klassíska rauða Coke eða aðra valmöguleika án sykurs, ertu alltaf að drekka Coke, bara það sem hentar þínum þörfum,“ segir Carlos Cruz sem nýverið tók við sem forstjóri Vífilfells. Hann bætti ennfremur við að með „nýju stefnumörkun fyrirtækisins munum við setja innihaldslýsingu og upplýsingar um Coke drykki okkar á meira áberandi stað á vörunni sem mun aðstoða fólk að velja vöru eftir eigin smekk. Við teljum þetta vera spennandi þróun bæði fyrir okkur og fyrir viðskiptavini okkar. Rétt er að taka fram að engin breyting verður á bragðinu. Annað væri náttúrulega óskynsamlegt.“ Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Vífilfell kynnti í dag breytingar á drykkjum Coca-Cola þar sem öll vörulína Coke hefur verið sameinuð undir einum hatti – þar á meðal eru Coca-Cola, Coke light og Coke Zero. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vífilfelli. Þar segir að fyrirtækið vilji nýta sér styrk Coca-Cola vörumerkisins betur og um leið undirstrika þá fjölbreyttu valmöguleika sem standa neytendum til boða undir þessu heimsþekkta vörumerki. „Allir drykkirnir munu í framtíðinni heita Coca-Cola en verða í mismunandi lituðum umbúðum og með ólíkri innihaldslýsingu. Ákvörðunin var kynnt samtímis um alla Evrópu en neytendur á Íslandi þurfa að bíða fram í maí til að sjá merki um hana í hillum verslana.“ Coca-Cola hefur verið á borðum Íslendinga í yfir 70 ár en þess er nú jafnframt minnst að 100 ár eru liðin frá því að hin þekkta Coca-Cola flaska var fyrst sett á markað, en hér á landi. „Coca-Cola fyrirtækið hefur reglulega þurft að mæta þörfum breyttum þörfum neytenda útfrá bragðskyni, breyttu neyslumynstri og lífstíl. Það hefur fyrirtækið gert með því að bjóða upp á ný vörumerki með mismunandi ásýnd og boðið fólki upp á mismunandi valmöguleika í bragði, kaloríufjölda og koffeinmagni. Í fortíðinni hafa þessir nýju drykkir staðið sér en nú munu þeir allir flokkast sem Coke og áherslan í markaðssetningu og auglýsingum verður á eitt vörumerki,“ segir í tilkynningunni.Bragðið breytist ekki Eftir breytinguna munu þessi mismunandi vörumerki, auk nýrra sem kunna að koma á markað, sem áður segir sameinast undir hatti Coca-Cola vörumerkisins. Ekki verður þó hvikað frá bragðinu sem neytendur þekkja. Í tilkynningunni segir að sessi nýja nálgun sé talin breikka hið heimsþekkta vörumerki þvert yfir vöruframboð fyrirtækisins. Á sama tíma muni umbúðir og auglýsingar undirstrika mismunandi eiginleika hverrar vöru, sem auðveldi neytendum val á vöru við sitt hæfi. „Þetta er gríðarleg framþróun fyrir þetta sterkasta vörumerki okkar og setur val neytenda sem hjartað í stefnumörkun okkar hjá Vífilfelli, líkt og hefur verið gert annars staðar í Evrópu. Hvort sem neytendur velja hið klassíska rauða Coke eða aðra valmöguleika án sykurs, ertu alltaf að drekka Coke, bara það sem hentar þínum þörfum,“ segir Carlos Cruz sem nýverið tók við sem forstjóri Vífilfells. Hann bætti ennfremur við að með „nýju stefnumörkun fyrirtækisins munum við setja innihaldslýsingu og upplýsingar um Coke drykki okkar á meira áberandi stað á vörunni sem mun aðstoða fólk að velja vöru eftir eigin smekk. Við teljum þetta vera spennandi þróun bæði fyrir okkur og fyrir viðskiptavini okkar. Rétt er að taka fram að engin breyting verður á bragðinu. Annað væri náttúrulega óskynsamlegt.“
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira