Vörumerkin Coke Light og Zero tekin af markaði Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2015 15:02 Carlos Cruz forstjóri Vífilfells. mynd/aðsend Vífilfell kynnti í dag breytingar á drykkjum Coca-Cola þar sem öll vörulína Coke hefur verið sameinuð undir einum hatti – þar á meðal eru Coca-Cola, Coke light og Coke Zero. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vífilfelli. Þar segir að fyrirtækið vilji nýta sér styrk Coca-Cola vörumerkisins betur og um leið undirstrika þá fjölbreyttu valmöguleika sem standa neytendum til boða undir þessu heimsþekkta vörumerki. „Allir drykkirnir munu í framtíðinni heita Coca-Cola en verða í mismunandi lituðum umbúðum og með ólíkri innihaldslýsingu. Ákvörðunin var kynnt samtímis um alla Evrópu en neytendur á Íslandi þurfa að bíða fram í maí til að sjá merki um hana í hillum verslana.“ Coca-Cola hefur verið á borðum Íslendinga í yfir 70 ár en þess er nú jafnframt minnst að 100 ár eru liðin frá því að hin þekkta Coca-Cola flaska var fyrst sett á markað, en hér á landi. „Coca-Cola fyrirtækið hefur reglulega þurft að mæta þörfum breyttum þörfum neytenda útfrá bragðskyni, breyttu neyslumynstri og lífstíl. Það hefur fyrirtækið gert með því að bjóða upp á ný vörumerki með mismunandi ásýnd og boðið fólki upp á mismunandi valmöguleika í bragði, kaloríufjölda og koffeinmagni. Í fortíðinni hafa þessir nýju drykkir staðið sér en nú munu þeir allir flokkast sem Coke og áherslan í markaðssetningu og auglýsingum verður á eitt vörumerki,“ segir í tilkynningunni.Bragðið breytist ekki Eftir breytinguna munu þessi mismunandi vörumerki, auk nýrra sem kunna að koma á markað, sem áður segir sameinast undir hatti Coca-Cola vörumerkisins. Ekki verður þó hvikað frá bragðinu sem neytendur þekkja. Í tilkynningunni segir að sessi nýja nálgun sé talin breikka hið heimsþekkta vörumerki þvert yfir vöruframboð fyrirtækisins. Á sama tíma muni umbúðir og auglýsingar undirstrika mismunandi eiginleika hverrar vöru, sem auðveldi neytendum val á vöru við sitt hæfi. „Þetta er gríðarleg framþróun fyrir þetta sterkasta vörumerki okkar og setur val neytenda sem hjartað í stefnumörkun okkar hjá Vífilfelli, líkt og hefur verið gert annars staðar í Evrópu. Hvort sem neytendur velja hið klassíska rauða Coke eða aðra valmöguleika án sykurs, ertu alltaf að drekka Coke, bara það sem hentar þínum þörfum,“ segir Carlos Cruz sem nýverið tók við sem forstjóri Vífilfells. Hann bætti ennfremur við að með „nýju stefnumörkun fyrirtækisins munum við setja innihaldslýsingu og upplýsingar um Coke drykki okkar á meira áberandi stað á vörunni sem mun aðstoða fólk að velja vöru eftir eigin smekk. Við teljum þetta vera spennandi þróun bæði fyrir okkur og fyrir viðskiptavini okkar. Rétt er að taka fram að engin breyting verður á bragðinu. Annað væri náttúrulega óskynsamlegt.“ Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Vífilfell kynnti í dag breytingar á drykkjum Coca-Cola þar sem öll vörulína Coke hefur verið sameinuð undir einum hatti – þar á meðal eru Coca-Cola, Coke light og Coke Zero. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vífilfelli. Þar segir að fyrirtækið vilji nýta sér styrk Coca-Cola vörumerkisins betur og um leið undirstrika þá fjölbreyttu valmöguleika sem standa neytendum til boða undir þessu heimsþekkta vörumerki. „Allir drykkirnir munu í framtíðinni heita Coca-Cola en verða í mismunandi lituðum umbúðum og með ólíkri innihaldslýsingu. Ákvörðunin var kynnt samtímis um alla Evrópu en neytendur á Íslandi þurfa að bíða fram í maí til að sjá merki um hana í hillum verslana.“ Coca-Cola hefur verið á borðum Íslendinga í yfir 70 ár en þess er nú jafnframt minnst að 100 ár eru liðin frá því að hin þekkta Coca-Cola flaska var fyrst sett á markað, en hér á landi. „Coca-Cola fyrirtækið hefur reglulega þurft að mæta þörfum breyttum þörfum neytenda útfrá bragðskyni, breyttu neyslumynstri og lífstíl. Það hefur fyrirtækið gert með því að bjóða upp á ný vörumerki með mismunandi ásýnd og boðið fólki upp á mismunandi valmöguleika í bragði, kaloríufjölda og koffeinmagni. Í fortíðinni hafa þessir nýju drykkir staðið sér en nú munu þeir allir flokkast sem Coke og áherslan í markaðssetningu og auglýsingum verður á eitt vörumerki,“ segir í tilkynningunni.Bragðið breytist ekki Eftir breytinguna munu þessi mismunandi vörumerki, auk nýrra sem kunna að koma á markað, sem áður segir sameinast undir hatti Coca-Cola vörumerkisins. Ekki verður þó hvikað frá bragðinu sem neytendur þekkja. Í tilkynningunni segir að sessi nýja nálgun sé talin breikka hið heimsþekkta vörumerki þvert yfir vöruframboð fyrirtækisins. Á sama tíma muni umbúðir og auglýsingar undirstrika mismunandi eiginleika hverrar vöru, sem auðveldi neytendum val á vöru við sitt hæfi. „Þetta er gríðarleg framþróun fyrir þetta sterkasta vörumerki okkar og setur val neytenda sem hjartað í stefnumörkun okkar hjá Vífilfelli, líkt og hefur verið gert annars staðar í Evrópu. Hvort sem neytendur velja hið klassíska rauða Coke eða aðra valmöguleika án sykurs, ertu alltaf að drekka Coke, bara það sem hentar þínum þörfum,“ segir Carlos Cruz sem nýverið tók við sem forstjóri Vífilfells. Hann bætti ennfremur við að með „nýju stefnumörkun fyrirtækisins munum við setja innihaldslýsingu og upplýsingar um Coke drykki okkar á meira áberandi stað á vörunni sem mun aðstoða fólk að velja vöru eftir eigin smekk. Við teljum þetta vera spennandi þróun bæði fyrir okkur og fyrir viðskiptavini okkar. Rétt er að taka fram að engin breyting verður á bragðinu. Annað væri náttúrulega óskynsamlegt.“
Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira