Enn óvissa um gengislán: „Þessir dómar svara ekki öllum spurningum“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. mars 2015 10:21 Upplýsingafulltrúi Lýsingar segir lögfræðinga félagsins vera að fara yfir dóma Hæstaréttar frá því í gær. „Þessir dómar svara ekki öllum spurningum,“ segir Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, um dóma sem féllu í Hæstarétti í gær. Lýsing tapaði báðum málunum og þarf að endurgreiða tveimur viðskiptavinum sínum ofgreiðslur af lánum. Lögfræðingar Lýsingar vinna nú að því að yfirfara dómana og meta hvaða áhrif þeir hafa á stöðu annarra mála. Hundruð mál bíða afgreiðslu í dómskerfinu vegna gengistryggðra lána en óvissa virðist ríkja um fordæmisgildi dómanna í gær. Sjá einnig: „Þetta hefur gríðarleg áhrif“ „Nú er verið að fara yfir þessa dóma og lesa þá í samræmi við aðra í þeim tilgangi að skoða hvort og að hvaða marki þeir geta haft áhrif á aðra samninga,“ segir Þór. Í gær sagði Jóhannes Stefán Ólafsson, lögmaður sem flutti annað málið, allar varnir Lýsingar vera búnar. „Þetta hefur gríðarleg áhrif,“ sagði hann. Lýsing vann þó hluta málsins, þess sem snéri að íslenskum hluta láns umbjóðanda Jóhanns. Þór segir að ekki megi lesa of mikið í dóminn of fljótt. „Málin eru ekki öll vaxin eins. Þegar dómar byggjast á heildarmati á aðstæðum viðkomandi, þá, eins og dæmin sanna, geta komið mismunandi niðurstöður jafnvel þótt í grunninn liggi sambærilegur löggjörningur,“ segir hann. „Þess vegna er mjög varhugavert að ætla sér að lesa eitthvert mjög víðtækt og almennt gildi úr einstaka dómsmáli,“ segir Þór. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
„Þessir dómar svara ekki öllum spurningum,“ segir Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, um dóma sem féllu í Hæstarétti í gær. Lýsing tapaði báðum málunum og þarf að endurgreiða tveimur viðskiptavinum sínum ofgreiðslur af lánum. Lögfræðingar Lýsingar vinna nú að því að yfirfara dómana og meta hvaða áhrif þeir hafa á stöðu annarra mála. Hundruð mál bíða afgreiðslu í dómskerfinu vegna gengistryggðra lána en óvissa virðist ríkja um fordæmisgildi dómanna í gær. Sjá einnig: „Þetta hefur gríðarleg áhrif“ „Nú er verið að fara yfir þessa dóma og lesa þá í samræmi við aðra í þeim tilgangi að skoða hvort og að hvaða marki þeir geta haft áhrif á aðra samninga,“ segir Þór. Í gær sagði Jóhannes Stefán Ólafsson, lögmaður sem flutti annað málið, allar varnir Lýsingar vera búnar. „Þetta hefur gríðarleg áhrif,“ sagði hann. Lýsing vann þó hluta málsins, þess sem snéri að íslenskum hluta láns umbjóðanda Jóhanns. Þór segir að ekki megi lesa of mikið í dóminn of fljótt. „Málin eru ekki öll vaxin eins. Þegar dómar byggjast á heildarmati á aðstæðum viðkomandi, þá, eins og dæmin sanna, geta komið mismunandi niðurstöður jafnvel þótt í grunninn liggi sambærilegur löggjörningur,“ segir hann. „Þess vegna er mjög varhugavert að ætla sér að lesa eitthvert mjög víðtækt og almennt gildi úr einstaka dómsmáli,“ segir Þór.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira