Takmörk flutningskerfisins torvelda orkusölu Stefán Árni Pálsson skrifar 20. febrúar 2015 14:50 Óli Grétar Blöndal Sveinsson. mynd/samorka Uppbygging flutningskerfis raforku hefur ekki verið í takt við uppbyggingu virkjana og er uppsett afl nú af annarri stærðargráðu en flutningsgeta milli landshluta. Frekari uppbygging virkjanakerfisins mun gera þessa stöðu enn viðkvæmari. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Óla Grétars Blöndal Sveinssonar, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Landsvirkjunar, á aðalfundi Samorku. Óli Grétar sagði að dæmi væru um að samningar um orkusölu hefðu ekki náð fram að ganga vegna takmarkana í flutningskerfinu. Afhending 10 megavatta (MW) eða meiri orku er nú einungis möguleg í tveimur landshlutum, þ.e. Suðvestanlands og á hluta af Norðurlandi vestra. Að sögn Óla Grétars gera þessar takmarkanir nýja samninga um orkusölu erfiða. Þá væru þegar virkjaðar auðlindir ekki nýttar til fulls vegna takmarkana í flutningskerfinu, en að sögn Óla Grétars takmarkar flutningskerfið vinnslugetu Landsvirkjunar um sem nemur um 100 gígavattstundum (GWh) á ári. Loks torveldar þessi staða þróun nýrra virkjunarkosta, enda óvissa um flutning orkunnar frá virkjunum.Stór erlend fjárfesting í óvissu vegna takmarkana í flutningskerfinu „Raforkuþörf Eyjafjarðar er um 100 megavött (MW) í dag og fer vaxandi. Framleidd eru 8 MW á svæðinu og nauðsyn flutnings raforku á svæðið er æpandi,“ sagði Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð, á aðalfundi Samorku í dag. Bjarni greindi m.a. frá erlendum aðila sem óskar eftir 10 MW í atvinnuskapandi fjárfestingu í Dalvíkurbyggð, sem skapa myndi um 120 ný störf og umtalsverðar tekjur fyrir sveitarfélagið og þjóðfélagið í heild. Óvissa er um verkefnið vegna takmarkana í flutningskerfi raforku. Værukærir stjórnmálamenn sofa á verðinum Bjarni sagði öfgahópa ekki mega stöðva uppbyggingu flutningskerfis raforku. Værukærir stjórnmálamenn, sveitarstjórnarfólk og hagsmunaaðilar væru sofandi á verðinum. Eyfirðingar og nærsveitafólk, sveitarstjórnarfólk, alþingismenn, embættisfólk, hagsmunaaðilar og landeigendur yrðu að leysa þetta mál sem þyldi enga bið. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Uppbygging flutningskerfis raforku hefur ekki verið í takt við uppbyggingu virkjana og er uppsett afl nú af annarri stærðargráðu en flutningsgeta milli landshluta. Frekari uppbygging virkjanakerfisins mun gera þessa stöðu enn viðkvæmari. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Óla Grétars Blöndal Sveinssonar, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Landsvirkjunar, á aðalfundi Samorku. Óli Grétar sagði að dæmi væru um að samningar um orkusölu hefðu ekki náð fram að ganga vegna takmarkana í flutningskerfinu. Afhending 10 megavatta (MW) eða meiri orku er nú einungis möguleg í tveimur landshlutum, þ.e. Suðvestanlands og á hluta af Norðurlandi vestra. Að sögn Óla Grétars gera þessar takmarkanir nýja samninga um orkusölu erfiða. Þá væru þegar virkjaðar auðlindir ekki nýttar til fulls vegna takmarkana í flutningskerfinu, en að sögn Óla Grétars takmarkar flutningskerfið vinnslugetu Landsvirkjunar um sem nemur um 100 gígavattstundum (GWh) á ári. Loks torveldar þessi staða þróun nýrra virkjunarkosta, enda óvissa um flutning orkunnar frá virkjunum.Stór erlend fjárfesting í óvissu vegna takmarkana í flutningskerfinu „Raforkuþörf Eyjafjarðar er um 100 megavött (MW) í dag og fer vaxandi. Framleidd eru 8 MW á svæðinu og nauðsyn flutnings raforku á svæðið er æpandi,“ sagði Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð, á aðalfundi Samorku í dag. Bjarni greindi m.a. frá erlendum aðila sem óskar eftir 10 MW í atvinnuskapandi fjárfestingu í Dalvíkurbyggð, sem skapa myndi um 120 ný störf og umtalsverðar tekjur fyrir sveitarfélagið og þjóðfélagið í heild. Óvissa er um verkefnið vegna takmarkana í flutningskerfi raforku. Værukærir stjórnmálamenn sofa á verðinum Bjarni sagði öfgahópa ekki mega stöðva uppbyggingu flutningskerfis raforku. Værukærir stjórnmálamenn, sveitarstjórnarfólk og hagsmunaaðilar væru sofandi á verðinum. Eyfirðingar og nærsveitafólk, sveitarstjórnarfólk, alþingismenn, embættisfólk, hagsmunaaðilar og landeigendur yrðu að leysa þetta mál sem þyldi enga bið.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira