Viðskipti innlent

Spá 0,6% hækkun vísitölu neysluverðs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ef spá Fjármálaráðgjafar Capacent gengur eftir er verðbólgan þriðja mánuðinn í röð undir neðri mörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabanka og heldur að lækka.
Ef spá Fjármálaráðgjafar Capacent gengur eftir er verðbólgan þriðja mánuðinn í röð undir neðri mörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabanka og heldur að lækka. Vísir/Heiða
Capacent spáir 0,6% hækkun vísitölu neysluverðs í febrúar en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Á sama tíma fyrir ári síðan hækkaði vísitala neysluverðs um 0,7% og lækkar því ársverðbólgan úr 0,8% í 0,7%.

Í tilkynningunni segir að nokkur óvissa sé til staðar sem liggi aðallega í hvernig mæling á verði flugfargjalda verður í mánuðinum.

Lausleg könnun Capacent bendir til að verð flugfargjalda hafi hækkað milli janúar og febrúar enda hefur verð á olíu hækkað um 15% frá lokum janúar.

Hækkun olíuverðs um 15% kemur fram í eldsneytisverði

Hins vegar sé gert ráð fyrir að sú lækkun sem gert var ráð fyrir í síðasta mánuði komi til móts við þá hækkun sem verðkönnun bendir til að hafi orðið milli janúar og febrúar. Gert er því ráð fyrir lækkun flugfargjalda sem nemur 7,5% sem hefur 0,12% áhrif á vísitölu neysluverðs til lækkunar.

Ef spá Fjármálaráðgjafar Capacent gengur eftir er verðbólgan þriðja mánuðinn í röð undir neðri mörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabanka og heldur að lækka.  Ef horft er á vísitölu neysluverðs án húsnæðis var verðhjöðnun sem nam 0,6% í janúar síðastliðnum.

Annar liður sem hækkun olíuverðs hefur áhrif á er eldsneytisverð en það hefur hækkað um 2,5% samfara hækkun olíuverðs en áhrif þess á vísitölu neysluverðs eru 0,1% til hækkunar en ekki er gert ráð fyrir frekari hækkun eldsneytisverðs en olíuverð virðist heldur vera að dala síðustu daga.

Hinum árlegu vetrarútsölum lauk nú um mánaðarmótin. Hækkun á verði fatnaðar, húsgagna raftækja og annarra vara vegna útsöluloka skila sér í um 0,5 til 0,6% hækkun vísitöluneysluverðs.

Aðrir veigamiklir liðir sem hafa áhrif á vísitölu neysluverðs er matvælaverð og húsnæðisliður vísitölu neysluverðs. Ekki er gert ráð fyrir hækkun matvælaverðs. Matvælaverð hækkaði um 2,6% í síðasta mánuði og virðast því áhrif virðisaukaskattsbreytinga að mestu komnar inn í matvælaverð þó ekki sé loku fyrir það skotið að lítilsháttar hækkun verði á matvælaverði sem hefði óveruleg áhrif á vísitölu neysluverðs til hækkunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×