Viðskipti innlent

WOW air kaupir tvær vélar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skúli segir að WOW muni geta boðið lægri flugfargjöld með nýju vélunum.
Skúli segir að WOW muni geta boðið lægri flugfargjöld með nýju vélunum. vísir/vilhelm
Flugfélagið WOW air hefur fest kaup á tveimur glænýjum Airbus A321-211 flugvélum og verða þær afhentar félaginu um miðjan mars. Flugvélarnar verða notaðar í Norður-Ameríkuflug WOW air sem hefst 27. mars til Boston en flugfélagið mun svo einnig hefja flug til Washington, D.C. 8. maí. Flogið verður fimm sinnum í viku til Washington, D.C. og sex sinnum í viku til Boston. Listaverð á slíkum flugvélum frá Airbus eru um 15 milljarðar íslenskra króna hver flugvél.

„Þetta eru tímamót í sögu WOW air og það er sannarlega ánægjulegt að geta boðið farþegum okkar upp á nýjustu flugvélarnar á Íslandi. Nýju Airbus A321 flugvélarnar eru mun sparneytnari og umhverfisvænni heldur en eldri vélar og mun þetta gera okkur kleift að bjóða enn lægri fargjöld í framtíðinni,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×