Fyrsti útsigur Hauka síðan í byrjun desember - fóru illa með Þór í seinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2015 20:52 Emil Barja var frábær í kvöld. Vísir/Vilhelm Haukaliðið endar nú langa bið leik eftir leik í Dominos-deildinni. Á mánudagskvöldið unnu þeir sinn fyrsta deildarleik síðan 12. desember og í kvöld unnu þeir sinn fyrsta útisigur síðan 4. desember. Haukarnir fóru þá í Þorlákshöfn og unnu sannfærandi 28 stiga sigur á heimamönnum í Þór í lokaleik 17. umferðar, 99-71, en sigurinn skilaði liðinu upp um fjögur sæti og alla leið í fimmta sætið. Haukar voru tveimur stigum undir í hálfleik en unnu seinni hálfleikinn með 30 stigum og fögnuðu öruggum en jafnframt langþráðum sigri. Haukaliðið vann lokaleikhlutann 30-8. Emil Barja átti annan leikinn í röð sinn besta leik í stigum í vetur og endaði leikinn með 28 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Alex Francis var með 25 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar og Haukur Óskarsson skoraði 19 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Darrin Govens var atkvæðamestur hjá Þórsliðinu með 22 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar en Grétar Ingi Erlendsson var með 17 stig og 9 fráköst. Haukarnir byrjuðu leikinn vel og voru komnir í 9-2 eftir tæpar tvær mínútur. Þórsarar skoruðu þá sjö stig í röð og voru síðan komnir í 17-13 um miðjan leikhlutann. Þórsarar unnu fyrsta leikhlutann 26-23 og voru mest sjö stigum yfir í öðrum leikhlutanum, 32-25. Þá komu níu stig Hauka í röð og sá góði kafli kom þeim aftur yfir í leiknum. Haukarnir voru 42-37 yfir þegar tvær og hálf mínúta var eftir af hálfleiknum en þá kom enn ein sveiflan í leikinn þar sem Þórsliðið vann lokakafla hálfleiksins 11-4 og var í kjölfarið tveimur stigum yfir í hálfleik, 48-46. Haukaliðið skoraði ellefu af fyrstu þrettán stigum seinni hálfleiksins og Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, neyddist til að taka leikhlé eftir tæpar fjórar mínútur þegar Haukarnir voru komnir í 59-52. Haukarnir voru hinsvegar komnir í gírinn og náðu mest fimmtán stiga forystu, 67-52, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir að þriðja leikhlutanum. Þórsliðið gafst þó ekki upp og náði góðum 11-2 spretti í lok leikhlutans sem hélt liðinu inn í leiknum. Haukaliðið vann þriðja leikhlutann á endanum 23-15 sem skilaði liðinu sex stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann, 69-63. Haukarnir skoruðu fjögur fyrstu stig lokaleikhlutann og voru aftur komnir tíu stigum yfir. Þeir unnu síðan fyrstu fimm mínútur fjórða leikhlutans 13-3 og voru með leikinn í öruggum höndum eftir það. Haukaliðið vann fjórða leikhlutann á endanum 30-8 og þar með leikinn með 28 stigum.Þór Þ.-Haukar 71-99 (26-23, 22-23, 15-23, 8-30)Þór Þ.: Darrin Govens 22/13 fráköst/7 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 17/9 fráköst, Nemanja Sovic 10/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst.Haukar: Emil Barja 28/6 fráköst, Alex Francis 25/14 fráköst/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kári Jónsson 12/6 fráköst/6 stolnir, Kristinn Marinósson 9/11 fráköst, Hjálmar Stefánsson 4/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Haukaliðið endar nú langa bið leik eftir leik í Dominos-deildinni. Á mánudagskvöldið unnu þeir sinn fyrsta deildarleik síðan 12. desember og í kvöld unnu þeir sinn fyrsta útisigur síðan 4. desember. Haukarnir fóru þá í Þorlákshöfn og unnu sannfærandi 28 stiga sigur á heimamönnum í Þór í lokaleik 17. umferðar, 99-71, en sigurinn skilaði liðinu upp um fjögur sæti og alla leið í fimmta sætið. Haukar voru tveimur stigum undir í hálfleik en unnu seinni hálfleikinn með 30 stigum og fögnuðu öruggum en jafnframt langþráðum sigri. Haukaliðið vann lokaleikhlutann 30-8. Emil Barja átti annan leikinn í röð sinn besta leik í stigum í vetur og endaði leikinn með 28 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Alex Francis var með 25 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar og Haukur Óskarsson skoraði 19 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Darrin Govens var atkvæðamestur hjá Þórsliðinu með 22 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar en Grétar Ingi Erlendsson var með 17 stig og 9 fráköst. Haukarnir byrjuðu leikinn vel og voru komnir í 9-2 eftir tæpar tvær mínútur. Þórsarar skoruðu þá sjö stig í röð og voru síðan komnir í 17-13 um miðjan leikhlutann. Þórsarar unnu fyrsta leikhlutann 26-23 og voru mest sjö stigum yfir í öðrum leikhlutanum, 32-25. Þá komu níu stig Hauka í röð og sá góði kafli kom þeim aftur yfir í leiknum. Haukarnir voru 42-37 yfir þegar tvær og hálf mínúta var eftir af hálfleiknum en þá kom enn ein sveiflan í leikinn þar sem Þórsliðið vann lokakafla hálfleiksins 11-4 og var í kjölfarið tveimur stigum yfir í hálfleik, 48-46. Haukaliðið skoraði ellefu af fyrstu þrettán stigum seinni hálfleiksins og Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, neyddist til að taka leikhlé eftir tæpar fjórar mínútur þegar Haukarnir voru komnir í 59-52. Haukarnir voru hinsvegar komnir í gírinn og náðu mest fimmtán stiga forystu, 67-52, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir að þriðja leikhlutanum. Þórsliðið gafst þó ekki upp og náði góðum 11-2 spretti í lok leikhlutans sem hélt liðinu inn í leiknum. Haukaliðið vann þriðja leikhlutann á endanum 23-15 sem skilaði liðinu sex stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann, 69-63. Haukarnir skoruðu fjögur fyrstu stig lokaleikhlutann og voru aftur komnir tíu stigum yfir. Þeir unnu síðan fyrstu fimm mínútur fjórða leikhlutans 13-3 og voru með leikinn í öruggum höndum eftir það. Haukaliðið vann fjórða leikhlutann á endanum 30-8 og þar með leikinn með 28 stigum.Þór Þ.-Haukar 71-99 (26-23, 22-23, 15-23, 8-30)Þór Þ.: Darrin Govens 22/13 fráköst/7 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 17/9 fráköst, Nemanja Sovic 10/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst.Haukar: Emil Barja 28/6 fráköst, Alex Francis 25/14 fráköst/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kári Jónsson 12/6 fráköst/6 stolnir, Kristinn Marinósson 9/11 fráköst, Hjálmar Stefánsson 4/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum