Handbolti

Sverrir Ingi enn taplaus með Lokeren

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sverrir Ingi nældi sér í gult spjald.
Sverrir Ingi nældi sér í gult spjald. Vísir/Getty
Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn í vörn Lokeren þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Club Brugge í belgísku úrvalsdeildinni.

Mitaj Maric kom Lokeren yfir, en Tom De Sutter jafnaði metin fyrir Club Brugge.

Sverrir Ingi nældi sér í gult spjald rétt áður en jöfnunarmarkið kom, en hann spilaði allan leikinn.

Lokeren er í áttunda sæti deildarinnar, en Club Brugg er á toppnum með fjögurra stiga forskot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×