Innlent

Ísland í dag: Stærsti íshellir í heimi verður mögulega til í Langjökli

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Íshellirinn í Langjökli verður mögulega stærsti manngerði íshellir í heiminum. Lokið verður við að grafa ísgöng í jökulinn á næstu dögum. Þegar göngin verða opnuð í byrjun sumars geta gestir gengið um sex hundruð metra leið inni í jöklinum. 

„Ég held að allir sem munu koma hérna munu náttúrulega fá nýja upplifun því að koma inn í jökul er eitthvað sem að held ég hafi verið ómögulegt hingað til að mestu leyti,“ segir Kjartan Þór Þorbjörnsson hjá Icecave. Hann segir það ekki vera í boði fyrir þá sem grafa göngin að vera með innilokunarkennd. 

Í Íslandi í dag var rætt við starfsmenn sem hafa staðið í ströngu við að grafa göngin í vetur og einstakar myndir sýndar innan úr jöklinum. Þá kannaði Tómas Árnason, einn starfsmannanna, hljómburðinn í göngunum. Allt þetta og meira má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Tengdar fréttir

Sprunga djúpt í Langjökli magnar upp upplifun gesta

Lengstu ísgöng í Evrópu, djúpt í Langjökli, verða opnuð ferðafólki í júní. Mikil sprunga í jöklinum „fannst“ við gröftinn og verður eitt helsta aðdráttarafl ferðafólks. Reiknað er með 20 til 30 þúsund gestum á ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.