ASÍ mótmælir "aðför Primera Air að réttindum launafólks“ Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2015 15:58 Alþýðusamböndin á öllum Norðurlöndunum líta þennan rekstur og aðferðafræði lággjaldaflugfélaganna alvarlegum augum og hyggjast hindra brot þeirra með öllum tiltækum ráðum. Vísir/Hörður Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega það sem hún kallar „aðför Primera Air að réttindum launafólks“. ASÍ vísar þar í fréttir af því að íslenska flugfélagið Primera hefði sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sínum í Svíþjóð í kjölfar þess að bækistöðinni á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi hefur verið lokað. Primera boðaði í byrjun janúar til fundar með fulltrúum starfsmanna til að ræða launakjör. Meðal þess sem Primera er sagst hafa krafist af starfsfólkinu var að lækka laun sín til jafns við starfsfólk flugfélagsins í Lettlandi eða um 23 prósent. Þá átti vinnuvikan að lengjast úr 47,5 klukkustundum í 60 klukkustundir. Í ályktun miðstjórnar ASÍ segir að upplýst hafi verið að Primera Air „byggi starfsemi sína og flug héðan frá Íslandi á grófum félagslegum undirboðum gagnvart áhöfnum þeirra flugvélaga sem notaðar eru í rekstri félagsins. Miðstjórn ASÍ áréttar að um kaup og kjör þessara áhafna fer skv. íslenskum lögum og kjarasamningum, hvort heldur litið er til laga um starfsmannaleigur nr. 139/2005 eða laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands nr. 45/2007. Primera Air stundar reglubundið flug frá Íslandi til nokkurra áfangastaða í Evrópu með flugvélum skráðum utan Íslands en á EES-svæðinu sem leigðar eru með áhöfn til þess að sinna þessu flugi. Áhafnir þessara flugvéla, alveg eða að hluta, eiga tímabundið eða varanlega aðalstarfsstöð sína hér á landi þar sem vinna þeirra hefst og endar. Alþýðusamböndin á öllum Norðurlöndunum líta þennan rekstur og aðferðafræði Primera Air, Ryanair og annarra álíka flugfélaga alvarlegum augum og hyggjast hindra brot þeirra með öllum tiltækum ráðum. ASÍ mun ekki liggja á liði sínu í því efni og leitað verður allra leiða til þess að stöðva hina ólögmætu starfsemi. ASÍ skorar á íslensk að stjórnvöld að nýta lögbundnar heimildir sínar til þess að stöðva þessa brotastarfsemi félagsins þegar í stað en til þess eru heimildir bæði í lögum nr. 139/2005 og 45/2007,“ segir í ályktuninni. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera segir upp öllum flugliðum í Svíþjóð Íslenska flugfélagið Primera hefur sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sínum í Svíþjóð í kjölfar þess að bækistöðinni á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi hefur verið lokað. 30. janúar 2015 13:14 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega það sem hún kallar „aðför Primera Air að réttindum launafólks“. ASÍ vísar þar í fréttir af því að íslenska flugfélagið Primera hefði sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sínum í Svíþjóð í kjölfar þess að bækistöðinni á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi hefur verið lokað. Primera boðaði í byrjun janúar til fundar með fulltrúum starfsmanna til að ræða launakjör. Meðal þess sem Primera er sagst hafa krafist af starfsfólkinu var að lækka laun sín til jafns við starfsfólk flugfélagsins í Lettlandi eða um 23 prósent. Þá átti vinnuvikan að lengjast úr 47,5 klukkustundum í 60 klukkustundir. Í ályktun miðstjórnar ASÍ segir að upplýst hafi verið að Primera Air „byggi starfsemi sína og flug héðan frá Íslandi á grófum félagslegum undirboðum gagnvart áhöfnum þeirra flugvélaga sem notaðar eru í rekstri félagsins. Miðstjórn ASÍ áréttar að um kaup og kjör þessara áhafna fer skv. íslenskum lögum og kjarasamningum, hvort heldur litið er til laga um starfsmannaleigur nr. 139/2005 eða laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands nr. 45/2007. Primera Air stundar reglubundið flug frá Íslandi til nokkurra áfangastaða í Evrópu með flugvélum skráðum utan Íslands en á EES-svæðinu sem leigðar eru með áhöfn til þess að sinna þessu flugi. Áhafnir þessara flugvéla, alveg eða að hluta, eiga tímabundið eða varanlega aðalstarfsstöð sína hér á landi þar sem vinna þeirra hefst og endar. Alþýðusamböndin á öllum Norðurlöndunum líta þennan rekstur og aðferðafræði Primera Air, Ryanair og annarra álíka flugfélaga alvarlegum augum og hyggjast hindra brot þeirra með öllum tiltækum ráðum. ASÍ mun ekki liggja á liði sínu í því efni og leitað verður allra leiða til þess að stöðva hina ólögmætu starfsemi. ASÍ skorar á íslensk að stjórnvöld að nýta lögbundnar heimildir sínar til þess að stöðva þessa brotastarfsemi félagsins þegar í stað en til þess eru heimildir bæði í lögum nr. 139/2005 og 45/2007,“ segir í ályktuninni.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera segir upp öllum flugliðum í Svíþjóð Íslenska flugfélagið Primera hefur sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sínum í Svíþjóð í kjölfar þess að bækistöðinni á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi hefur verið lokað. 30. janúar 2015 13:14 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira
Primera segir upp öllum flugliðum í Svíþjóð Íslenska flugfélagið Primera hefur sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sínum í Svíþjóð í kjölfar þess að bækistöðinni á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi hefur verið lokað. 30. janúar 2015 13:14