Viðskipti innlent

Ávextir og fjör hjá Nýherja á UTmessunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Starfsfólk Nýherja var himinlifandi með djúsinn frá Joe and the Juice.
Starfsfólk Nýherja var himinlifandi með djúsinn frá Joe and the Juice.
Nýherji bauð sýningargestum á upplýsingatækniráðstefnunni UTMessan í sýningarbás fyrirtækisins í Hörpu í dag. Þar spjölluðu messugestir við starfsfólk Nýherja um það nýjasta í upplýsingatækni á meðan boðið var upp á nýkreistan djús frá Joe and the Juice.

Samkvæmt tilkynningu frá Nýherja spiluðu gestirnir svo Tetris og fleiri leiki á banana og appelsínu með hjálp Makey Makey fjarstýringar.

Hér fyrir neðan má sjá myndir úr sýningarbás Nýherja í dag.

Gestir fengu kennslu í notkun á Makey Makey fjarstýringunni.
Strákarnir frá Joe and the Juice buðu upp á nýkreistan djús með bros á vör.
Snæbjörn Ingi, sérfræðingur hjá Nýherja, ræddi við gesti og gangandi um það nýjasta í upplýsingatækni og klæðanlegum tæknilausnum.
..

Bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir fluttu jazz fyrir gesti.
Benedikt hjá Nýherja sýndi réttu handtökin við tónlistarflutning á ávexti og grænmeti.
Bananatetris vakti mikla lukku.
Ský veitti verðlaun fyrir besta sýningarbásinn á UT Messunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×