Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2015 11:07 Einn af þeim sex viðskiptavinum sem tengjast Íslandi og afhjúpaðir eru í gögnum HSBC er með íslenskt vegabréf. Vísir/Getty Útibú breska bankans HSBC í Sviss hjálpaði viðskiptavinum sínum að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir skattayfirvöldum að því er fram kemur í leynilegum gögnum bankans sem afhjúpuð voru af evrópskum fjölmiðlum um helgina. Gögnin eru frá árunum 2005-2007 og ný yfir 30.000 bankareikninga með heildarinnistæðu upp á 120 milljarða Bandaríkjadala. Gögnin sýna meðal annars að bankinn vann ásamt viðskiptavinum sínum að því að fela svokallaða „svarta“ reikninga fyrir skattayfirvöldum en á meðal viðskiptavina bankans voru til dæmis glæpamenn og spilltir viðskiptajöfrar. Í gögnunum kemur fram að sex viðskiptavinir bankans tengist Íslandi á einhvern hátt, þar af er einn sem er með íslenskt vegabréf. Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. Kaupa yfirvöld gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum? Mikil umræða hefur farið fram víða um heim varðandi skattaskjól, möguleika yfirvalda á að kaupa gögn um þá sem fært hafa peninga sína þangað og þar með skotið undan skatti í heimalandinu. Ísland er þar engin undantekning og hefur Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagt að ekki standi á sínu ráðuneyti að kaupa gögn úr erlendum skattaskjólum sem leitt gætu í ljós skattaundanskot Íslendinga. Boltinn sé hins vegar alfarið hjá skattrannsóknarstjóra sem Bjarni sakar um að draga lappirnar í málinu. Haft er eftir Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, í Fréttablaðinu í dag að hún efist um að Bjarni vilji kaupa umrædd gögn og segir ráðherrann draga þjóð sína á asnaeyrunum. Þá segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, að Bjarni geti leyst málið með öðrum leiðum en því að senda skattrannsóknarstjóra tóninn í fjölmiðlum sé vilji til þess. Tengdar fréttir Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10 Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira
Útibú breska bankans HSBC í Sviss hjálpaði viðskiptavinum sínum að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir skattayfirvöldum að því er fram kemur í leynilegum gögnum bankans sem afhjúpuð voru af evrópskum fjölmiðlum um helgina. Gögnin eru frá árunum 2005-2007 og ný yfir 30.000 bankareikninga með heildarinnistæðu upp á 120 milljarða Bandaríkjadala. Gögnin sýna meðal annars að bankinn vann ásamt viðskiptavinum sínum að því að fela svokallaða „svarta“ reikninga fyrir skattayfirvöldum en á meðal viðskiptavina bankans voru til dæmis glæpamenn og spilltir viðskiptajöfrar. Í gögnunum kemur fram að sex viðskiptavinir bankans tengist Íslandi á einhvern hátt, þar af er einn sem er með íslenskt vegabréf. Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. Kaupa yfirvöld gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum? Mikil umræða hefur farið fram víða um heim varðandi skattaskjól, möguleika yfirvalda á að kaupa gögn um þá sem fært hafa peninga sína þangað og þar með skotið undan skatti í heimalandinu. Ísland er þar engin undantekning og hefur Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagt að ekki standi á sínu ráðuneyti að kaupa gögn úr erlendum skattaskjólum sem leitt gætu í ljós skattaundanskot Íslendinga. Boltinn sé hins vegar alfarið hjá skattrannsóknarstjóra sem Bjarni sakar um að draga lappirnar í málinu. Haft er eftir Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, í Fréttablaðinu í dag að hún efist um að Bjarni vilji kaupa umrædd gögn og segir ráðherrann draga þjóð sína á asnaeyrunum. Þá segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, að Bjarni geti leyst málið með öðrum leiðum en því að senda skattrannsóknarstjóra tóninn í fjölmiðlum sé vilji til þess.
Tengdar fréttir Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10 Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira
Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10
Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00
Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23