Handbolti

Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson og Mikkel Hansen.
Aron Pálmarsson og Mikkel Hansen. Vísir/Eva Björk og Getty
Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær.

Mikkel hefur gefið 20 stoðsendingar á félaga sína í danska landsliðinu í undanförnum tveimur leikjum liðsins og er nú kominn með 27 stoðsendingar eða 6,8 að meðaltali í gær.

Aron Pálmarsson fékk tvær stoðsendingar skráðar á sig í gær en hann er með 20 stoðsendingar í öðru sæti listans. Hann hefur nú aðeins eins stoðsendinga forskot á þá Kim Andersson frá Svíþjóð og Siarhei Rutenka frá Hvíta-Rússlandi sem eru jafnir í 3. til 4. sæti.

Aron spilaði ekkert í seinni hálfleik í leiknum eftir að hafa fengið slæmt högg og það er ekki ljóst hvernig framhaldið verður hjá honum.

Alexander Petersson er næsti Íslendingurinn á listanum en tíu stoðsendingar hans koma Alex í 25. sæti listans.

Mikkel Hansen er jafnframt sá leikmaður sem hefur átt þátt í flestum mörkum á mótinu en hann og Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov hafa báðir komið að 42 mörkum sinna liða. Aron er þar í 6. sæti en hann hefur komið að 37 mörkum íslenska liðsins með því annaðhvort að skora (17 mörk) eða gefa stoðsendingu (20). Alexander Petersson er í 35. sæti á þeim lista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×