Toronto varð undir Detroit-vagninum | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. janúar 2015 07:00 Amir Johnson í baráttunni við Andre Drummond. vísir/getty Detroit Pistons heldur áfram á sömu braut og undanfarnar vikur í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann næst efsta lið austurdeildarinnar, Toronto Raptors, 114-111, á útivelli í nótt. Detroit hefur verið á mikilli siglinu síðan liðið lét Josh Smith fara, en það er nú búið að vinna níu leiki af síðustu tíu og er, eftir skelfilega byrjun í deildnini, aðeins tveimur sigrum frá úrslitakeppninni. Brandon Jennings var frábær í liði Detroit í nótt og skoraði 34 stig auk þess sem hann gaf 10 stoðsendingar, en hann var með 50 prósent skotnýtingu jafnt inn í teignum sem utan hans. Greg Monroe bætti við 22 stigum og 10 fráköstum og inn í teignum var Andre Drummond með tvennu upp á 10 stig og 14 fráköst. Hann átti þó í vandræðum með miðherjann Jonas Valanciunas sem skoraði 31 stig og tók 12 fráköst fyrir heimamenn. Brandon Jennings fer á kostum: Orlando vann óvæntan útisigur á Chicago Bulls, 121-114, en fyrir sigurinn í nótt var Orlando búið að tapa sex leikjum í röð. Miðherjinn Nikola Vucevic fór á kostum og skoraði 33 stig og tók 11 fráköst, en hann fór á köflum ansi illa með stóra og sterka stráka Chicago-liðsins. Victor Oladipo skoraði einnig 33 stig. Hjá Chicago var Pau Gasol með 28 stig og 14 fráköst, en Spánverjinn hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá Bulls og verið hreint frábær á leiktíðinni, sérstaklega í undanförnum leikjum. Chicago er í fjórða sæti austurdeildarinnar en Orlando 13. af 15 liðum. Houston Rockets vann útisigur gegn Brooklyn í nótt og styrkti stöðu sína í þriðja sæti vestursins og þá lagði Boston lið New Orleans á heimavelli.Úrslit næturinnar: Boston Celtics - New Orleans Pelicans 108-100 Brooklyn Nets - Houston Rockets 99-113 Toronto Raptors - Detroit Pistons 111-114 Chicago Bulls - Orlando Magic - 114-121Staðan í deildinni.Marcus Smart með dónalega stoðsendingu: Jae Crowder hirðir boltann með tilþrifum: NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Íslenski boltinn Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
Detroit Pistons heldur áfram á sömu braut og undanfarnar vikur í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann næst efsta lið austurdeildarinnar, Toronto Raptors, 114-111, á útivelli í nótt. Detroit hefur verið á mikilli siglinu síðan liðið lét Josh Smith fara, en það er nú búið að vinna níu leiki af síðustu tíu og er, eftir skelfilega byrjun í deildnini, aðeins tveimur sigrum frá úrslitakeppninni. Brandon Jennings var frábær í liði Detroit í nótt og skoraði 34 stig auk þess sem hann gaf 10 stoðsendingar, en hann var með 50 prósent skotnýtingu jafnt inn í teignum sem utan hans. Greg Monroe bætti við 22 stigum og 10 fráköstum og inn í teignum var Andre Drummond með tvennu upp á 10 stig og 14 fráköst. Hann átti þó í vandræðum með miðherjann Jonas Valanciunas sem skoraði 31 stig og tók 12 fráköst fyrir heimamenn. Brandon Jennings fer á kostum: Orlando vann óvæntan útisigur á Chicago Bulls, 121-114, en fyrir sigurinn í nótt var Orlando búið að tapa sex leikjum í röð. Miðherjinn Nikola Vucevic fór á kostum og skoraði 33 stig og tók 11 fráköst, en hann fór á köflum ansi illa með stóra og sterka stráka Chicago-liðsins. Victor Oladipo skoraði einnig 33 stig. Hjá Chicago var Pau Gasol með 28 stig og 14 fráköst, en Spánverjinn hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá Bulls og verið hreint frábær á leiktíðinni, sérstaklega í undanförnum leikjum. Chicago er í fjórða sæti austurdeildarinnar en Orlando 13. af 15 liðum. Houston Rockets vann útisigur gegn Brooklyn í nótt og styrkti stöðu sína í þriðja sæti vestursins og þá lagði Boston lið New Orleans á heimavelli.Úrslit næturinnar: Boston Celtics - New Orleans Pelicans 108-100 Brooklyn Nets - Houston Rockets 99-113 Toronto Raptors - Detroit Pistons 111-114 Chicago Bulls - Orlando Magic - 114-121Staðan í deildinni.Marcus Smart með dónalega stoðsendingu: Jae Crowder hirðir boltann með tilþrifum:
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Íslenski boltinn Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira