Endurkoma LeBrons breytti engu - sex töp í röð | Myndband Tómas skrifar 14. janúar 2015 07:00 LeBron James liggur eftir í teignum. vísir/getty LeBron James sneri aftur í lið Cleveland Cavaliers í nótt eftir meiðsli sem héldu honum frá keppni í sjö leikjum. Það skipti engu máli því Cleveland-liðið tapaði sjötta leiknum í röð, nú getn Phoenix Suns á útivelli, 107-100. LeBron var sjálfur frábær í leiknum og skoraði 33 stig auk þess sem hann tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, en hann hitti úr 11 af 18 skotum í teignum og 3 af 8 þriggja stiga skotum. J.R. Smith, sem kom til Cleveland frá New York á dögunum, bætti við 29 stigum, en hjá heimamönnum var kraftframherjinn Markieff Morris í miklu stuði. Hann skoraði 35 stig og tók 7 fráköst. Cleveland er nú komið undir 50 prósent sigurhlutfall, en liðið er búið að vinna 19 leiki og tapa 20 þegar það styttist í að deildin verði hálfnuð. Tvær tröllatroðslur LeBrons James:Stephen Curry.vísir/gettyEfsta lið vesturdeildarinnar, Golden State Warriors, er á miklum skriði þessa dagana, en það vann sjöunda leikinn í röð í nótt með tíu stigum eða meira. Fórnarlambið að þessu sinni var lánlaust lið Utah Jazz. Lokatölur, 116-105. Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, skoraði 27 stig og tók 11 fráköst, en þetta var í tíunda sinn á leiktíðinni sem hann skorar meira en 20 stig í leik og tekur fleiri en 10 fráköst. Skotnýting þessa frábæra leikmanns var til mikillar fyrirmyndar eins og í allan vetur, en hann hitti úr 10 af 16 skotum í teignum, 4 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna og öllum þremur vítaskotum sínum. Golden State er búið að vinna 30 leiki og tapa aðeins fimm, og er 1,5 sigurleik á undan Portland sem er í öðru sæti vestursins. Houston og Memphis koma þar á eftir en meistarar San Antonio eru í sjöunda sæti eftir tap gegn Washington í nótt. Frammistaða næturinnar átti þó Mo Willams, bakvörður Minnesota Timberwolves, en hann skoraði 52 stig í sigri á Indiana Pacers. Með honum bundu úlfarnir endi á níu leikja taphrinu.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 101-110 Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 87-105 Washington Wizards - San Antonio Spurs 101-93 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 107-100 Utah Jazz - Golden State Warriors 105-116 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 104-108 L.A. Lakers - Miami Heat 75-78Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
LeBron James sneri aftur í lið Cleveland Cavaliers í nótt eftir meiðsli sem héldu honum frá keppni í sjö leikjum. Það skipti engu máli því Cleveland-liðið tapaði sjötta leiknum í röð, nú getn Phoenix Suns á útivelli, 107-100. LeBron var sjálfur frábær í leiknum og skoraði 33 stig auk þess sem hann tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, en hann hitti úr 11 af 18 skotum í teignum og 3 af 8 þriggja stiga skotum. J.R. Smith, sem kom til Cleveland frá New York á dögunum, bætti við 29 stigum, en hjá heimamönnum var kraftframherjinn Markieff Morris í miklu stuði. Hann skoraði 35 stig og tók 7 fráköst. Cleveland er nú komið undir 50 prósent sigurhlutfall, en liðið er búið að vinna 19 leiki og tapa 20 þegar það styttist í að deildin verði hálfnuð. Tvær tröllatroðslur LeBrons James:Stephen Curry.vísir/gettyEfsta lið vesturdeildarinnar, Golden State Warriors, er á miklum skriði þessa dagana, en það vann sjöunda leikinn í röð í nótt með tíu stigum eða meira. Fórnarlambið að þessu sinni var lánlaust lið Utah Jazz. Lokatölur, 116-105. Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, skoraði 27 stig og tók 11 fráköst, en þetta var í tíunda sinn á leiktíðinni sem hann skorar meira en 20 stig í leik og tekur fleiri en 10 fráköst. Skotnýting þessa frábæra leikmanns var til mikillar fyrirmyndar eins og í allan vetur, en hann hitti úr 10 af 16 skotum í teignum, 4 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna og öllum þremur vítaskotum sínum. Golden State er búið að vinna 30 leiki og tapa aðeins fimm, og er 1,5 sigurleik á undan Portland sem er í öðru sæti vestursins. Houston og Memphis koma þar á eftir en meistarar San Antonio eru í sjöunda sæti eftir tap gegn Washington í nótt. Frammistaða næturinnar átti þó Mo Willams, bakvörður Minnesota Timberwolves, en hann skoraði 52 stig í sigri á Indiana Pacers. Með honum bundu úlfarnir endi á níu leikja taphrinu.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 101-110 Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 87-105 Washington Wizards - San Antonio Spurs 101-93 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 107-100 Utah Jazz - Golden State Warriors 105-116 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 104-108 L.A. Lakers - Miami Heat 75-78Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira