Gullegg á tjörninni Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2015 18:26 Eggin má sjá á Reykjavíkurtjörn. mynd/emilía Tvö stór Gullegg prýða nú eyjuna á tjörninni og spyrja menn sig sjálfsagt hvaða stóri fugl hafi verið þar á ferð. Hið sanna er að senn líður að því að skilafrestur í frumkvöðlakeppnina Gulleggið renni út. Markaðsteymi keppninnar vildi fullvissa sig um að skilafresturinn færi ekki framhjá tilvonandi frumkvöðlum og gripu því til óhefðbundna ráða eftir því sem segir í tilkynningu frá teyminu. Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er nú haldin í áttunda sinn en í fyrra var metfjöldi hugmynda sendur inn í keppnina, 377 hugmyndir og á bak við þær um 700 einstaklingar. Keppnin er opin öllum og fyrsta skrefið felst í að senda inn hugmynd á einu A4 blaði. Því næst taka við fjögur námskeið sem fjalla um stofnun og rekstur fyrirtækja og gerð viðskiptaáætlana. Að námskeiðunum loknum skila þátttakendur inn viðskiptaáætlun sem rýnihópur les yfir. Valin eru topp tíu teymin sem halda áfram á lokadaginn 7. Mars og keppa um Gulleggið sjálft og eina milljón króna í verðlaun. Haft var samband við Promens Tempra og þeim fannst verkefnið mjög áhugavert. Þeir útveguðu 4 metra háa frauðplast kassa og í kjölfarið voru eggin skorin út. Auðvelt reyndist að koma eggjunum út á eyjuna þar sem tjörnin er frosin. Auk þess að koma tveimur risa gulleggjum fyrir á eyjunni á tjörninni leitaði markaðsteymið til samstarfsaðila og fyrri þátttakenda í Gullegginu. Útbúin voru póstkort með hvatningu til tilvonandi frumkvöðla og var þeim dreift víða, þar á meðal í eggjabakka frá Nesbú. Haft var samband við Nóa Siríus og þeir voru til í að þjófstarta eggjaframleiðslu ársins. Útbúin voru súkkulaðiegg í gylltum pappír með staðreyndum um gulleggið í stað hefðbundinna málshætta. Eggjunum var dreift í skólakynningum við mikinn fögnuð. „Við viljum hvetja alla sem hafa góða hugmynd til að senda hana inn í keppnina. Þú færð svo tækifæri til að móta hana og máta og hver veit, kannski verður þín hugmynd að veruleika," segir Emilía Sigurðardóttir, sem starfar fyrir markaðsteymi Gulleggsins.mynd/emilíamynd/emilíamynd/emilía Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Tvö stór Gullegg prýða nú eyjuna á tjörninni og spyrja menn sig sjálfsagt hvaða stóri fugl hafi verið þar á ferð. Hið sanna er að senn líður að því að skilafrestur í frumkvöðlakeppnina Gulleggið renni út. Markaðsteymi keppninnar vildi fullvissa sig um að skilafresturinn færi ekki framhjá tilvonandi frumkvöðlum og gripu því til óhefðbundna ráða eftir því sem segir í tilkynningu frá teyminu. Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er nú haldin í áttunda sinn en í fyrra var metfjöldi hugmynda sendur inn í keppnina, 377 hugmyndir og á bak við þær um 700 einstaklingar. Keppnin er opin öllum og fyrsta skrefið felst í að senda inn hugmynd á einu A4 blaði. Því næst taka við fjögur námskeið sem fjalla um stofnun og rekstur fyrirtækja og gerð viðskiptaáætlana. Að námskeiðunum loknum skila þátttakendur inn viðskiptaáætlun sem rýnihópur les yfir. Valin eru topp tíu teymin sem halda áfram á lokadaginn 7. Mars og keppa um Gulleggið sjálft og eina milljón króna í verðlaun. Haft var samband við Promens Tempra og þeim fannst verkefnið mjög áhugavert. Þeir útveguðu 4 metra háa frauðplast kassa og í kjölfarið voru eggin skorin út. Auðvelt reyndist að koma eggjunum út á eyjuna þar sem tjörnin er frosin. Auk þess að koma tveimur risa gulleggjum fyrir á eyjunni á tjörninni leitaði markaðsteymið til samstarfsaðila og fyrri þátttakenda í Gullegginu. Útbúin voru póstkort með hvatningu til tilvonandi frumkvöðla og var þeim dreift víða, þar á meðal í eggjabakka frá Nesbú. Haft var samband við Nóa Siríus og þeir voru til í að þjófstarta eggjaframleiðslu ársins. Útbúin voru súkkulaðiegg í gylltum pappír með staðreyndum um gulleggið í stað hefðbundinna málshætta. Eggjunum var dreift í skólakynningum við mikinn fögnuð. „Við viljum hvetja alla sem hafa góða hugmynd til að senda hana inn í keppnina. Þú færð svo tækifæri til að móta hana og máta og hver veit, kannski verður þín hugmynd að veruleika," segir Emilía Sigurðardóttir, sem starfar fyrir markaðsteymi Gulleggsins.mynd/emilíamynd/emilíamynd/emilía
Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira