Olweusaráætlunin til alls skólasamfélagsins! Þorlákur Helgi Helgason skrifar 11. september 2015 10:00 Olweusaráætlunin gegn einelti og andfélagslegri hegðun er inni á 14. ári í grunnskólum vítt og breitt um landið. Í upphafi, haustið 2002, fóru 43 skólar af stað og tveimur árum síðar lögðu 25 skólar úr vör. Um 100 grunnskólar hafa tekið eineltisáætlunina upp eða fylgja henni að einhverju marki. Áhrifa hennar gætir miklu víðar, reyndar um allt skólakerfið. Meginmarkmið áætlunarinnar er að fyrirbyggja einelti og skapa nemendum öryggi í skóla og utan skóla, efla traust milli skóla og heimilis til að efla velferð nemenda og að vinna rétt og markvisst í eineltismálum. Við segjum oft að 95% sé forvarnarstarf og 5% vinna í einstaka eineltismálum sem þurfa allan sinn tíma. Ábyrgð hinna fullorðnu er óskipt í öllum málum og gagnvart öllum nemendum. Þegar grunur vaknar um einelti fylgjum við ákveðinni forsögn í vinnslu slíkra mála. Olweusaráætlunin skapar ramma um skólahald. Vakandi augu hinna fullorðnu, viðbragðsáætlun og sameiginleg aðkoma starfsmanna. Samhljómur er mikilvægur. Enginn veikur hlekkur og nemendur geta snúið sér til hvaða starfsmanns sem er. Það er nauðsynlegt. Nemendur eiga sinn trúnaðarvin og eiga að geta leitað til hvers sem er, gruni þá að einhverjum (kannski honum sjálfum) líði ekki nógu vel og sé að lenda í einhverju óþægilegu. Það þarf ekki að vera einelti. Það er okkar starfsfólks að taka við tilkynningu nemenda eða foreldra alvarlega, af fullum trúnaði og sýna börnum og foreldrum fullan skilning.Heildstæð áætlun Olweusaráætlunin er heildstæð áætlun sem nær til alls skólasamfélagsins. Rannsóknir leiða í ljós að þar sem eineltisáætlun er ekki heildstæð er líklegra að starfsfólk vanmeti þær erfiðu aðstæður sem nemendur kvarta undan. Þetta er þeirra upplifun. Við reynum að gera gott úr öllu en áttum okkur ekki á alvarleika málsins. Sýnum ekki þann myndugleika sem hinir fullorðnu þurfa að hafa. Hér er átt við framkomu hinna fullorðnu gagnvart þeim sem lenda í einelti og gagnvart meintum geranda. Til þess að geta talist í hópi Olweusarskóla þurfa skólarnir að uppfylla ákveðin skilyrði. Meðal annars að allt starfsfólk læri saman, að verkefnastjóri sé til staðar, að bekkjarfundir (sem trúnaðarfundir nemenda) séu virkir og fastir í stundatöflu nemenda, að samskipti skóla við heimili byggist á trausti og trúnaði, að skólar leggi fyrir ítarlega könnun á einelti og aðstæðum nemenda á hverju ári og nýti sér niðurstöður til að bæta aðstæður enn frekar. Við bjóðum nýja grunnskóla velkomna í Olweusaráætlunina. Við ætlum líka að beina áherslum að framhaldsskólunum að þessu sinni. Vitað er að nemendur sem eiga erfitt með að fóta sig í framhaldsnámi hafa margir lent í einelti. Í nýrri könnun um ástæður „brotthvarfs“ nemenda úr framhaldsskólum í Svíþjóð nefndu flestir nemendur – eða yfir helmingur allra – einelti sem helstu ástæðu þess að þeir hefðu hætt í skóla. Það verður spennandi að tengja grunnskóla og framhaldsskóla saman til að geta frekar unnið að því að hagur nemenda batni. Árangur okkar í Olweusaráætluninni má skoða í ýmsu ljósi. Við höfum ekki síst fylgst með skólunum við hrun og þann tíma sem liðinn er frá 2007. Einelti hefur dregist saman um ríflega þriðjung í „Olweusarskólum.“ Þetta hefur tekist vegna þess að starfsfólk hefur lagt sig enn meira fram – þrátt fyrir samdrátt í skólum. Við eigum að vera stolt af því góða starfi sem unnið er í skólum landsins. Þó að árangurinn sé í raun frábær megum við ekki sætta okkur við annað en að einelti lækki enn frekar. Vanlíðan nemenda mælist ekki í meðaltali fjöldans. Velferð í skólum er velferð hvers og eins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Olweusaráætlunin gegn einelti og andfélagslegri hegðun er inni á 14. ári í grunnskólum vítt og breitt um landið. Í upphafi, haustið 2002, fóru 43 skólar af stað og tveimur árum síðar lögðu 25 skólar úr vör. Um 100 grunnskólar hafa tekið eineltisáætlunina upp eða fylgja henni að einhverju marki. Áhrifa hennar gætir miklu víðar, reyndar um allt skólakerfið. Meginmarkmið áætlunarinnar er að fyrirbyggja einelti og skapa nemendum öryggi í skóla og utan skóla, efla traust milli skóla og heimilis til að efla velferð nemenda og að vinna rétt og markvisst í eineltismálum. Við segjum oft að 95% sé forvarnarstarf og 5% vinna í einstaka eineltismálum sem þurfa allan sinn tíma. Ábyrgð hinna fullorðnu er óskipt í öllum málum og gagnvart öllum nemendum. Þegar grunur vaknar um einelti fylgjum við ákveðinni forsögn í vinnslu slíkra mála. Olweusaráætlunin skapar ramma um skólahald. Vakandi augu hinna fullorðnu, viðbragðsáætlun og sameiginleg aðkoma starfsmanna. Samhljómur er mikilvægur. Enginn veikur hlekkur og nemendur geta snúið sér til hvaða starfsmanns sem er. Það er nauðsynlegt. Nemendur eiga sinn trúnaðarvin og eiga að geta leitað til hvers sem er, gruni þá að einhverjum (kannski honum sjálfum) líði ekki nógu vel og sé að lenda í einhverju óþægilegu. Það þarf ekki að vera einelti. Það er okkar starfsfólks að taka við tilkynningu nemenda eða foreldra alvarlega, af fullum trúnaði og sýna börnum og foreldrum fullan skilning.Heildstæð áætlun Olweusaráætlunin er heildstæð áætlun sem nær til alls skólasamfélagsins. Rannsóknir leiða í ljós að þar sem eineltisáætlun er ekki heildstæð er líklegra að starfsfólk vanmeti þær erfiðu aðstæður sem nemendur kvarta undan. Þetta er þeirra upplifun. Við reynum að gera gott úr öllu en áttum okkur ekki á alvarleika málsins. Sýnum ekki þann myndugleika sem hinir fullorðnu þurfa að hafa. Hér er átt við framkomu hinna fullorðnu gagnvart þeim sem lenda í einelti og gagnvart meintum geranda. Til þess að geta talist í hópi Olweusarskóla þurfa skólarnir að uppfylla ákveðin skilyrði. Meðal annars að allt starfsfólk læri saman, að verkefnastjóri sé til staðar, að bekkjarfundir (sem trúnaðarfundir nemenda) séu virkir og fastir í stundatöflu nemenda, að samskipti skóla við heimili byggist á trausti og trúnaði, að skólar leggi fyrir ítarlega könnun á einelti og aðstæðum nemenda á hverju ári og nýti sér niðurstöður til að bæta aðstæður enn frekar. Við bjóðum nýja grunnskóla velkomna í Olweusaráætlunina. Við ætlum líka að beina áherslum að framhaldsskólunum að þessu sinni. Vitað er að nemendur sem eiga erfitt með að fóta sig í framhaldsnámi hafa margir lent í einelti. Í nýrri könnun um ástæður „brotthvarfs“ nemenda úr framhaldsskólum í Svíþjóð nefndu flestir nemendur – eða yfir helmingur allra – einelti sem helstu ástæðu þess að þeir hefðu hætt í skóla. Það verður spennandi að tengja grunnskóla og framhaldsskóla saman til að geta frekar unnið að því að hagur nemenda batni. Árangur okkar í Olweusaráætluninni má skoða í ýmsu ljósi. Við höfum ekki síst fylgst með skólunum við hrun og þann tíma sem liðinn er frá 2007. Einelti hefur dregist saman um ríflega þriðjung í „Olweusarskólum.“ Þetta hefur tekist vegna þess að starfsfólk hefur lagt sig enn meira fram – þrátt fyrir samdrátt í skólum. Við eigum að vera stolt af því góða starfi sem unnið er í skólum landsins. Þó að árangurinn sé í raun frábær megum við ekki sætta okkur við annað en að einelti lækki enn frekar. Vanlíðan nemenda mælist ekki í meðaltali fjöldans. Velferð í skólum er velferð hvers og eins.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar