Jafnréttisstofa í 15 ár Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 15. september 2015 07:00 Þann 15. september árið 2000 var Jafnréttisstofa opnuð við hátíðlega athöfn á Akureyri. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því að lögin nr. 96/2000 tóku gildi en þau fólu í sér verulegar breytingar fá því sem áður var í samræmi við nýjar áherslur og kröfur alþjóðasamninga. Lögin gengu þó út frá því eins og núgildandi lög frá árinu 2008 að það hallaði á konur og því þyrfti að rétta hlut þeirra. Á þessum tímamótum er vert að spyrja hvað áunnist hefur á þessum 15 árum. Árið 2000 tóku gildi ný lög um fæðingarorlof sem veittu feðrum sjálfstæðan rétt til töku þriggja mánaða fæðingarorlofs og var því komið á í áföngum. Þessi lög hafa haft í för með sér verulegar samfélagsbreytingar í jafnréttisátt. Þau jöfnuðu stöðu kynjanna á vinnumarkaði og urðu til þess að byggja upp traustari tengsl milli feðra og barna þeirra. Lögin hafa einnig jafnað ábyrgð innan heimila að nokkru marki. Því miður varð fæðingarorlofssjóður fyrir miklum niðurskurði eftir hrun sem hefur haft þau áhrif að feður taka nú styttra orlof en áður vegna þess hve laun skerðast mikið. Það gildir líka um mæður því launaþakið er allt of lágt miðað við laun í landinu. Það er afar brýnt að hækka þakið sem allra fyrst og endurreisa fæðingarorlofskerfið.Margt hefur áunnist Haustið 2000 var staðan þannig á Alþingi að konur voru 34,9% þingmanna og höfðu aldrei verið fleiri. Talan átti eftir að lækka en hlutur kvenna jókst svo verulega í kosningunum 2009 í kjölfar hrunsins. Þá varð kona forsætisráðherra í fyrsta sinn og tala kvenna og karla var lengst af jöfn í ríkisstjórninni. Nú haustið 2015 er staðan þannig að konur eru rúm 44% þingmanna eftir nokkrar breytingar sem orðið hafa á þingsetu og 40% ráðherra. Kosið var til sveitarstjórna árið 2002 og varð hlutur kvenna þá 31%. Hann hafði vaxið jafnt og þétt frá árinu 1982 er kvennaframboðin komu fram að nýju. Eftir kosningarnar 2014 varð hlutur kvenna 44% og hefur aldrei verið meiri. Það má því segja að hlutur kynjanna hafi jafnast verulega í stjórnmálum á 15 árum. Fulltrúahlutverkið er afar mikilvægt og það sýnir lýðræðishalla þegar hlutur annars kynsins er mun lakari en hins. Mestu skiptir þó að þau sem kosin eru beiti sér í þágu betra og réttlátara þjóðfélags. Vinnumarkaðurinn er það svið þar sem hægast gengur að ná jafnrétti kynjanna. Enn ríkir hér launamisrétti þótt bilið hafi minnkað. Vinnumarkaðurinn er enn mjög kynskiptur og kynbundið náms- og starfsval breytist hægt. Ýmislegt hefur þó verið gert til að ýta á breytingar. Undanfarin ár hefur verið unnið samkvæmt aðgerðaáætlun og nú er verið að prófa jafnlaunastaðalinn sem er spennandi nýjung. Árið 2010 tóku gildi lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga, einkahlutafélaga og lífeyrissjóða. Þau eru smám saman að breyta landslaginu. Stóraukin menntun kvenna á eflaust eftir að auka hlut þeirra í stjórnunarstöðum. Ef eitthvað er þá er áhyggjuefni hve íslenskir karlmenn eru að dragast aftur úr hvað varðar menntun. Það þarf að taka á þeim málum og vinna markvisst að því að breyta hefðbundnum staðalmyndum um hlutverk og stöðu kynjanna og byrja snemma á því. Það þarf að stórbæta kennaramenntun og gera kynjafræði að skyldugrein þannig að kennarar vinni markvisst að breytingum. Við eigum að nýta mannauðinn sem best og sjá til þess að bæði drengir og stúlkur njóti hæfileika sinna og velji sér lífsfarveg í samræmi við eigin óskir, ekki hefðir og staðalmyndir.Kveðum niður ofbeldið Síðast en ekki síst verð ég að nefna ofbeldismálin. Síðustu ár hefur orðið mikil vakning hér á landi hvað varðar ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Þúsundir kvenna hafa stigið fram og sagt sögu sína af nauðgunum og misnotkun frá barnsaldri. Það er skylda okkar að bregðast við strax. Það þarf að stórauka fræðslu til almennings og fagstétta en fyrst og fremst að innleiða Istanbúlsamninginn sem allra, allra fyrst. Hann er tæki sem mun nýtast okkur í baráttunni við ofbeldið, ekki síst kynferðisofbeldið. Við þurfum að horfa í eigin barm og greina ofbeldismenninguna sem hefur ríkt hér um aldir, meira og minna óáreitt. Við verðum öll að leggjast á eitt við að kveða hana niður. Hún leiðir af sér þjáningar einstaklinga og fjölskyldna þeirra, hún kostar samfélagið gríðarlegt fjármagn og er lýðheilsuvandi sem þarf að bregðast við með markvissum aðgerðum. Liðin eru 15 ár frá stofnun Jafnréttisstofu en það er enn mikið verk að vinna. Áfram veginn, gott fólk. Endurreisum fæðingarorlofskerfið fyrir börn þessa lands og kynjajafnréttið, kveðum niður ofbeldið til að koma í veg fyrir meiri þjáningar, valdníðslu og samfélagsógnir. Karlar þurfa að beita sér miklu meira í baráttunni því kynjajafnrétti bætir lífsgæði þeirra. Kynjajafnrétti snýst bæði um konur og karla. Samfélag okkar er enn mjög karllægt sem kemur ekki síst fram í menningu okkar, listum, orðræðu og áherslum. Við þurfum að tryggja réttarvernd minnihlutahópa og viðurkenna að margföld mismunun á sér stað. Fyrst og síðast þurfum við að beita okkur í þágu mannréttinda og friðar í heiminum. Það verður ekkert jafnrétti án friðar og frelsis fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Þann 15. september árið 2000 var Jafnréttisstofa opnuð við hátíðlega athöfn á Akureyri. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því að lögin nr. 96/2000 tóku gildi en þau fólu í sér verulegar breytingar fá því sem áður var í samræmi við nýjar áherslur og kröfur alþjóðasamninga. Lögin gengu þó út frá því eins og núgildandi lög frá árinu 2008 að það hallaði á konur og því þyrfti að rétta hlut þeirra. Á þessum tímamótum er vert að spyrja hvað áunnist hefur á þessum 15 árum. Árið 2000 tóku gildi ný lög um fæðingarorlof sem veittu feðrum sjálfstæðan rétt til töku þriggja mánaða fæðingarorlofs og var því komið á í áföngum. Þessi lög hafa haft í för með sér verulegar samfélagsbreytingar í jafnréttisátt. Þau jöfnuðu stöðu kynjanna á vinnumarkaði og urðu til þess að byggja upp traustari tengsl milli feðra og barna þeirra. Lögin hafa einnig jafnað ábyrgð innan heimila að nokkru marki. Því miður varð fæðingarorlofssjóður fyrir miklum niðurskurði eftir hrun sem hefur haft þau áhrif að feður taka nú styttra orlof en áður vegna þess hve laun skerðast mikið. Það gildir líka um mæður því launaþakið er allt of lágt miðað við laun í landinu. Það er afar brýnt að hækka þakið sem allra fyrst og endurreisa fæðingarorlofskerfið.Margt hefur áunnist Haustið 2000 var staðan þannig á Alþingi að konur voru 34,9% þingmanna og höfðu aldrei verið fleiri. Talan átti eftir að lækka en hlutur kvenna jókst svo verulega í kosningunum 2009 í kjölfar hrunsins. Þá varð kona forsætisráðherra í fyrsta sinn og tala kvenna og karla var lengst af jöfn í ríkisstjórninni. Nú haustið 2015 er staðan þannig að konur eru rúm 44% þingmanna eftir nokkrar breytingar sem orðið hafa á þingsetu og 40% ráðherra. Kosið var til sveitarstjórna árið 2002 og varð hlutur kvenna þá 31%. Hann hafði vaxið jafnt og þétt frá árinu 1982 er kvennaframboðin komu fram að nýju. Eftir kosningarnar 2014 varð hlutur kvenna 44% og hefur aldrei verið meiri. Það má því segja að hlutur kynjanna hafi jafnast verulega í stjórnmálum á 15 árum. Fulltrúahlutverkið er afar mikilvægt og það sýnir lýðræðishalla þegar hlutur annars kynsins er mun lakari en hins. Mestu skiptir þó að þau sem kosin eru beiti sér í þágu betra og réttlátara þjóðfélags. Vinnumarkaðurinn er það svið þar sem hægast gengur að ná jafnrétti kynjanna. Enn ríkir hér launamisrétti þótt bilið hafi minnkað. Vinnumarkaðurinn er enn mjög kynskiptur og kynbundið náms- og starfsval breytist hægt. Ýmislegt hefur þó verið gert til að ýta á breytingar. Undanfarin ár hefur verið unnið samkvæmt aðgerðaáætlun og nú er verið að prófa jafnlaunastaðalinn sem er spennandi nýjung. Árið 2010 tóku gildi lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga, einkahlutafélaga og lífeyrissjóða. Þau eru smám saman að breyta landslaginu. Stóraukin menntun kvenna á eflaust eftir að auka hlut þeirra í stjórnunarstöðum. Ef eitthvað er þá er áhyggjuefni hve íslenskir karlmenn eru að dragast aftur úr hvað varðar menntun. Það þarf að taka á þeim málum og vinna markvisst að því að breyta hefðbundnum staðalmyndum um hlutverk og stöðu kynjanna og byrja snemma á því. Það þarf að stórbæta kennaramenntun og gera kynjafræði að skyldugrein þannig að kennarar vinni markvisst að breytingum. Við eigum að nýta mannauðinn sem best og sjá til þess að bæði drengir og stúlkur njóti hæfileika sinna og velji sér lífsfarveg í samræmi við eigin óskir, ekki hefðir og staðalmyndir.Kveðum niður ofbeldið Síðast en ekki síst verð ég að nefna ofbeldismálin. Síðustu ár hefur orðið mikil vakning hér á landi hvað varðar ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Þúsundir kvenna hafa stigið fram og sagt sögu sína af nauðgunum og misnotkun frá barnsaldri. Það er skylda okkar að bregðast við strax. Það þarf að stórauka fræðslu til almennings og fagstétta en fyrst og fremst að innleiða Istanbúlsamninginn sem allra, allra fyrst. Hann er tæki sem mun nýtast okkur í baráttunni við ofbeldið, ekki síst kynferðisofbeldið. Við þurfum að horfa í eigin barm og greina ofbeldismenninguna sem hefur ríkt hér um aldir, meira og minna óáreitt. Við verðum öll að leggjast á eitt við að kveða hana niður. Hún leiðir af sér þjáningar einstaklinga og fjölskyldna þeirra, hún kostar samfélagið gríðarlegt fjármagn og er lýðheilsuvandi sem þarf að bregðast við með markvissum aðgerðum. Liðin eru 15 ár frá stofnun Jafnréttisstofu en það er enn mikið verk að vinna. Áfram veginn, gott fólk. Endurreisum fæðingarorlofskerfið fyrir börn þessa lands og kynjajafnréttið, kveðum niður ofbeldið til að koma í veg fyrir meiri þjáningar, valdníðslu og samfélagsógnir. Karlar þurfa að beita sér miklu meira í baráttunni því kynjajafnrétti bætir lífsgæði þeirra. Kynjajafnrétti snýst bæði um konur og karla. Samfélag okkar er enn mjög karllægt sem kemur ekki síst fram í menningu okkar, listum, orðræðu og áherslum. Við þurfum að tryggja réttarvernd minnihlutahópa og viðurkenna að margföld mismunun á sér stað. Fyrst og síðast þurfum við að beita okkur í þágu mannréttinda og friðar í heiminum. Það verður ekkert jafnrétti án friðar og frelsis fyrir alla.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar