Bara að vera með góða leikmenn dugar ekki lengur Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. september 2015 06:00 vísir/vilhelm Mótastjórn Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, staðfesti í gær að aðeins sjö lið myndu taka þátt í Dominos-deild kvenna á tímabilinu sem hefst eftir tæpan mánuð. Eftir að KR óskaði þess að lið sitt yrði fært niður um deild var liðum Breiðabliks og Njarðvíkur boðið sæti KR í Dominos-deildinni en var því hafnað. Verður því eitt lið að hvíla í hverri umferð og mun ekkert lið falla að móti loknu, þess í stað mun efsta liðið úr 1. deild sem skipar sex lið, fá sæti í efstu deild. Fljótt að breytast Það vakti óneitanlega mikla athygli þegar KR ákvað að óska þess að vera færð niður um deild í ljósi manneklu en liðið varð Íslandsmeistari fyrir aðeins fjórum árum og komst í úrslitin fyrir tveimur árum. Það gekk lítið hjá liðinu á síðasta tímabili en liðið lenti í 7. sæti og tapaði alls 23 leikjum. Guðrún Kristmundsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að málið eigi sér eðlilega skýringu. KR hafi einfaldlega ekki tekist að manna liðið jafn vel og vonast var eftir og var ákvörðun tekin um að hlúa betur að stelpunum með því að óska þess að liðið yrði fært niður um deild. „Við vorum með mjög fáskipað lið og mikið af ungum stelpum sem hefðu illa þolað álagið af því að spila í Dominos-deildinni. Fyrir vikið tókum við ákvörðum um að hlúa betur að ungu stelpunum og reyna að vinna okkur upp. Markmiðið er að vinna í ungu stelpunum, byggja þær upp og komast aftur upp í Dominos-deildina í framtíðinni,“ sagði Guðrún sem sagði það engum gott að vera sífellt að tapa, hvað þá ungum og efnilegum stelpum. „Það er erfitt, þær eru mjög ungar og vantar reynslu. Þetta er þétt leikjadagskrá og þetta var bara að okkar mati of mikið fyrir þessar stúlkur á meðan þær eru að fullorðnast. Þetta er leiðinlegt skref að taka og við vorum lengi að taka þessa ákvörðun en við teljum að þetta sé besta ákvörðunin fyrir KR. Við leyfðum þeim sem vildu spila í efstu deild að fara í lið sem munu berjast í Dominos-deildinni.“ Guðrún sagði að þrátt fyrir þessa ákvörðun vantaði ekki áhugann hjá ungum körfuknattleikskonum, bæði í KR og í öðrum liðum. „Það er mikill eldmóður í yngri stelpunum þótt það sé alltaf hluti sem hættir á unlingsárunum. Við þurfum að sinna kvennaboltanum miklu betur, hvort sem um ræðir í KR, körfubolta eða í öðrum íþróttum. Við þurfum að auka áhuga á honum. “KR varð Íslandsmeistari árið 2010 en er búið að draga lið sitt úr keppni í úrvalsdeildinni fyrir komandi tímabil.vísir/vilhelmMeiri fagmennska í deildinni Stefán Þór Borgþórsson, mótastjóri KKÍ, tók undir að málið liti illa út þegar tvö lið neituðu að taka sæti í deild þeirra bestu en hann sagði að kröfurnar í deildinni væru búnar að aukast. „Þetta gerðist fyrir þremur árum líka að lið óskaði eftir því að færa sig um deild og þá samþykkti annað lið að taka sæti þeirra en ég held að þetta boð hafi bara komið of seint. Leikmannamarkaðnum er eiginlega lokað og liðunum sem voru boðin sæti KR voru búin að undirbúa sig fyrir það að spila í fyrstu deild. Mig grunar að ef við hefðum boðið þeim þetta fyrr í sumar hefðu þau tekið þessu.“ Stefán talaði um stökkið sem var á milli 1. deildar og Dominos-deildarinnar en það er ekki algengt að ná í erlendan leikmann hjá liðum í fyrstu deildinni. „Þú vilt ekki í sterkustu deildina ef þú ert með mannskap sem á ekkert erindi í hana, þá stenduru kannski verr að vígi eftir eitt ár. Það er miklu dýrara að vera samkeppnishæf í efstu deild, þú þarft erlendan atvinnumann og það er ekki í myndinni hjá liðum í 1. deildinni. Það var rætt að stækka deildina á síðasta ársþingi og það er vilji hjá félögunum að komast í efstu deild en það þarf bara að vera á réttum forsendum og að vera með samkeppnishæft lið. Þau tóku ákvörðunina með langtíma hagsmuni í huga því þetta gæti orðið erfitt, það er gífurlegur getumunur milli deilda,“ segir hann. Tindastóll tók svipaða ákvörðun á dögunum þegar félagið ákvað að leggja niður meistaraflokk kvenna og skrá lið í unglingaflokki til þess að hlúa betur að ungum kjarna liðsins. „Það er ekki hægt að fela sig í körfubolta og þú þarft að hafa líkamlegan og andlegan styrk. Það er andlega erfitt að tapa mörgum leikjum svo þetta er erfitt mál að finna réttu lausnina en það er jákvætt að það séu mikið af efnilegum körfuknattleikskonum á báðum stöðum. Þetta er leiðinlegt mál en það er mat þeirra að þær séu bara ekki tilbúnar. Það gerist oft að ungir leikmenn sem lenda í miklum erfiðleikum ákveði að hætta bara og þá þarf að taka inn nýja unga leikmenn og ferlið hefst á ný.“Áhuginn er ekki að minnka Stefán tók undir að málið liti illa út en hann sagði að áhuginn á körfuknattleik væri að færast í aukarnar út um land allt. „Það er komin meiri alvara í fleiri félög og þar af leiðandi er erfiðara að vera með. Um leið og samkeppnin eykst innan vallar eykst skuldbinding félaganna að taka þátt í þessu af fullum krafti. Þegar skuldbindingin eykst þá er ekki hægt að gera þetta lengur sem áhugamál. Það er ekki hægt lengur að vera bara með góða leikmenn, þú þarft góðan þjálfara og að koma öllum í gott stand. Áður fyrr voru þjálfarar í kvennaflokki oft bara leikmenn úr karlaflokki en núna eru þjálfarar sem einblína á körfuknattleik kvenna,“ sagði Stefán, en fyrir ári síðan var farið af stað með utandeild í kvennaflokki og gekk það framar vonum. „Ég held að það hafi aldrei verið fleiri lið á Íslandi sem hafa boðið upp á kvennakörfubolta frá 6 ára aldri og upp úr sem er jákvætt. Við erum ekki að upplifa neikvæða tíma þótt það sé auðvitað neikvætt að vera ekki með fulla deild, eigum við ekki að kalla þetta vaxtarverki?“ sagði Stefán léttur og bætti við: „Það er hægt að finna körfubolta allstaðar á landinu allt niður í sex ára og það má sjá það á yngri landsliðunum. Við erum með stóra æfingarhópa í kvennalandsliðinu, stærri en oft áður og það eru fleiri samkeppnishæfir leikmenn. Við erum með U15 og upp í U20 ára landslið svo það verður að segjast að kvennakörfuknattleikurinn stendur sterkum fótum þótt þetta sé viðkvæm íþróttagrein. Greinin er ung á Íslandi og við þurfum stöðugleika til þess að koma í veg fyrir svona.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira
Mótastjórn Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, staðfesti í gær að aðeins sjö lið myndu taka þátt í Dominos-deild kvenna á tímabilinu sem hefst eftir tæpan mánuð. Eftir að KR óskaði þess að lið sitt yrði fært niður um deild var liðum Breiðabliks og Njarðvíkur boðið sæti KR í Dominos-deildinni en var því hafnað. Verður því eitt lið að hvíla í hverri umferð og mun ekkert lið falla að móti loknu, þess í stað mun efsta liðið úr 1. deild sem skipar sex lið, fá sæti í efstu deild. Fljótt að breytast Það vakti óneitanlega mikla athygli þegar KR ákvað að óska þess að vera færð niður um deild í ljósi manneklu en liðið varð Íslandsmeistari fyrir aðeins fjórum árum og komst í úrslitin fyrir tveimur árum. Það gekk lítið hjá liðinu á síðasta tímabili en liðið lenti í 7. sæti og tapaði alls 23 leikjum. Guðrún Kristmundsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að málið eigi sér eðlilega skýringu. KR hafi einfaldlega ekki tekist að manna liðið jafn vel og vonast var eftir og var ákvörðun tekin um að hlúa betur að stelpunum með því að óska þess að liðið yrði fært niður um deild. „Við vorum með mjög fáskipað lið og mikið af ungum stelpum sem hefðu illa þolað álagið af því að spila í Dominos-deildinni. Fyrir vikið tókum við ákvörðum um að hlúa betur að ungu stelpunum og reyna að vinna okkur upp. Markmiðið er að vinna í ungu stelpunum, byggja þær upp og komast aftur upp í Dominos-deildina í framtíðinni,“ sagði Guðrún sem sagði það engum gott að vera sífellt að tapa, hvað þá ungum og efnilegum stelpum. „Það er erfitt, þær eru mjög ungar og vantar reynslu. Þetta er þétt leikjadagskrá og þetta var bara að okkar mati of mikið fyrir þessar stúlkur á meðan þær eru að fullorðnast. Þetta er leiðinlegt skref að taka og við vorum lengi að taka þessa ákvörðun en við teljum að þetta sé besta ákvörðunin fyrir KR. Við leyfðum þeim sem vildu spila í efstu deild að fara í lið sem munu berjast í Dominos-deildinni.“ Guðrún sagði að þrátt fyrir þessa ákvörðun vantaði ekki áhugann hjá ungum körfuknattleikskonum, bæði í KR og í öðrum liðum. „Það er mikill eldmóður í yngri stelpunum þótt það sé alltaf hluti sem hættir á unlingsárunum. Við þurfum að sinna kvennaboltanum miklu betur, hvort sem um ræðir í KR, körfubolta eða í öðrum íþróttum. Við þurfum að auka áhuga á honum. “KR varð Íslandsmeistari árið 2010 en er búið að draga lið sitt úr keppni í úrvalsdeildinni fyrir komandi tímabil.vísir/vilhelmMeiri fagmennska í deildinni Stefán Þór Borgþórsson, mótastjóri KKÍ, tók undir að málið liti illa út þegar tvö lið neituðu að taka sæti í deild þeirra bestu en hann sagði að kröfurnar í deildinni væru búnar að aukast. „Þetta gerðist fyrir þremur árum líka að lið óskaði eftir því að færa sig um deild og þá samþykkti annað lið að taka sæti þeirra en ég held að þetta boð hafi bara komið of seint. Leikmannamarkaðnum er eiginlega lokað og liðunum sem voru boðin sæti KR voru búin að undirbúa sig fyrir það að spila í fyrstu deild. Mig grunar að ef við hefðum boðið þeim þetta fyrr í sumar hefðu þau tekið þessu.“ Stefán talaði um stökkið sem var á milli 1. deildar og Dominos-deildarinnar en það er ekki algengt að ná í erlendan leikmann hjá liðum í fyrstu deildinni. „Þú vilt ekki í sterkustu deildina ef þú ert með mannskap sem á ekkert erindi í hana, þá stenduru kannski verr að vígi eftir eitt ár. Það er miklu dýrara að vera samkeppnishæf í efstu deild, þú þarft erlendan atvinnumann og það er ekki í myndinni hjá liðum í 1. deildinni. Það var rætt að stækka deildina á síðasta ársþingi og það er vilji hjá félögunum að komast í efstu deild en það þarf bara að vera á réttum forsendum og að vera með samkeppnishæft lið. Þau tóku ákvörðunina með langtíma hagsmuni í huga því þetta gæti orðið erfitt, það er gífurlegur getumunur milli deilda,“ segir hann. Tindastóll tók svipaða ákvörðun á dögunum þegar félagið ákvað að leggja niður meistaraflokk kvenna og skrá lið í unglingaflokki til þess að hlúa betur að ungum kjarna liðsins. „Það er ekki hægt að fela sig í körfubolta og þú þarft að hafa líkamlegan og andlegan styrk. Það er andlega erfitt að tapa mörgum leikjum svo þetta er erfitt mál að finna réttu lausnina en það er jákvætt að það séu mikið af efnilegum körfuknattleikskonum á báðum stöðum. Þetta er leiðinlegt mál en það er mat þeirra að þær séu bara ekki tilbúnar. Það gerist oft að ungir leikmenn sem lenda í miklum erfiðleikum ákveði að hætta bara og þá þarf að taka inn nýja unga leikmenn og ferlið hefst á ný.“Áhuginn er ekki að minnka Stefán tók undir að málið liti illa út en hann sagði að áhuginn á körfuknattleik væri að færast í aukarnar út um land allt. „Það er komin meiri alvara í fleiri félög og þar af leiðandi er erfiðara að vera með. Um leið og samkeppnin eykst innan vallar eykst skuldbinding félaganna að taka þátt í þessu af fullum krafti. Þegar skuldbindingin eykst þá er ekki hægt að gera þetta lengur sem áhugamál. Það er ekki hægt lengur að vera bara með góða leikmenn, þú þarft góðan þjálfara og að koma öllum í gott stand. Áður fyrr voru þjálfarar í kvennaflokki oft bara leikmenn úr karlaflokki en núna eru þjálfarar sem einblína á körfuknattleik kvenna,“ sagði Stefán, en fyrir ári síðan var farið af stað með utandeild í kvennaflokki og gekk það framar vonum. „Ég held að það hafi aldrei verið fleiri lið á Íslandi sem hafa boðið upp á kvennakörfubolta frá 6 ára aldri og upp úr sem er jákvætt. Við erum ekki að upplifa neikvæða tíma þótt það sé auðvitað neikvætt að vera ekki með fulla deild, eigum við ekki að kalla þetta vaxtarverki?“ sagði Stefán léttur og bætti við: „Það er hægt að finna körfubolta allstaðar á landinu allt niður í sex ára og það má sjá það á yngri landsliðunum. Við erum með stóra æfingarhópa í kvennalandsliðinu, stærri en oft áður og það eru fleiri samkeppnishæfir leikmenn. Við erum með U15 og upp í U20 ára landslið svo það verður að segjast að kvennakörfuknattleikurinn stendur sterkum fótum þótt þetta sé viðkvæm íþróttagrein. Greinin er ung á Íslandi og við þurfum stöðugleika til þess að koma í veg fyrir svona.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira