Martin Hermannsson átti mjög góðan leik í fyrsta leik tímabilsins. Auk þess að eiga stoðsendinguna í sigurkörfunni þá var hann næststigahæstur í sínu liði með 14 stig. Martin gaf alls 7 stoðsendingar, tók 4 fráköst og stal 2 boltum.
Martin var með 7 af 14 stigum og 5 af 7 stoðsendingum sínum í seinni hálfleiknum en lokastoðsendingin kom við dramatískar aðstæður.
LIU-liðið átti innkast þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum og staðan var 68-68. LIU átti ekki innkastið en tókst að verja skot frá liðsmönnum Loyola og bruna í hraðaupphlaup.
Martin náði varnarfrákastinu og leit út fyrir að ætla að reyna að skot frá miðju, Martin hætti hinsvegar við það og kom honum áfram á Joel Hernandez sem skellti þristinum niður, á öðrum fætinum og í spjaldið og ofaní.
Það er hægt að sjá þessa ótrúlegu sigurkörfu hér fyrir neðan. Martin er í treyju númer fimmtán.
Martin er nú einn eftir í LIU Brooklyn liðinu eftir að Elvar Már Friðriksson ákvað að hætta í skólanum og reyna frekar fyrir sér í Barry-háskólanum í Miami.
Næsti leikur LIU Brooklyn verður strax á fimmtudaginn þegar liðið mætir Maine í fyrsta heimaleik tímabilsins.
THIS... is how you win a game! #BlackbirdNation #LIUMBB #NECMBB #SCTop10 pic.twitter.com/g06uQ60bm2
— LIU Basketball (@LIUBasketball) November 17, 2015