Ómálefnaleg náttúra Hildur Sverrisdóttir skrifar 10. júlí 2015 07:00 Einhverjir túristar ku hafa verið ósáttir við ferð sína inn í íshelli Langjökuls. Það var víst fullkomlega óboðlegt að þar dropaði vatni. Ég var þar um daginn og eftir klukkustundar veru voru þessir átta dropar sem duttu í kollinn á mér einmitt nánast búnir að eyðileggja hárgreiðsluna. Eins höfðu einhverjir blotnað í fæturna. Það auðvitað gengur ekki. Ekki inni í jökli! Það væri eins og í gönguferð uppi á fjöllum væri mögulega nauðsynlegt að stikla á steinum yfir læk. Hvað ætti það nú að þýða? Tala nú ekki um ef einhverjum skrikar fótur og hann blotnar í fæturna. Skandall. Það er auðvitað fádæma dónaskapur af náttúrunni að haga sér ekki fullkomlega til samræmis við lúxusvæntingar túristanna til hennar. Hvalirnir sem láta ekki sjá sig í hvalaskoðuninni eiga auðvitað að skammast sín. Og skýin sem skríða yfir himininn akkúrat þegar það á að skoða norðurljósin – í hvaða liði eru þau eiginlega? Vita þau ekki að það er búið að borga fyrir að þau hagi sér? Náttúran sjálf er auðvitað óttalega ómerkilegt fyrirbæri. Auðvitað er skiljanlegt að í staðinn fyrir að staldra við þá einkar sjaldgæfu staðreynd að vera staddur inni í risastórum jökli sé fólk aðallega upptekið af því að tuða yfir öllu mögulega. Einn grínistinn orðaði þetta reyndar ágætlega þegar hann skopaðist að tuði fólks út af flugferðum; sætin voru of þröng, maturinn vondur og kvikmyndirnar lélegar – í staðinn fyrir „ég sat í sæti uppi í himninum! Ég flaug! Á milli heimsálfa!“ Jájá, það dropaði smá. En kæra fólk, þið voruð inni í jökli og það er partur af prógrammi náttúrunnar. Ef það er ekki nógu gott er alveg sjálfsagt að drífa sig bara í ferð til Las Vegas. Þar verður eflaust kominn gerviíshellir innan skamms, dropalaus og teppalagður. Við hliðina á Gervi-Feneyjum þar sem eru engar rottur eins og í ógeðslegu Alvöru-Feneyjum. Góða ferð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun
Einhverjir túristar ku hafa verið ósáttir við ferð sína inn í íshelli Langjökuls. Það var víst fullkomlega óboðlegt að þar dropaði vatni. Ég var þar um daginn og eftir klukkustundar veru voru þessir átta dropar sem duttu í kollinn á mér einmitt nánast búnir að eyðileggja hárgreiðsluna. Eins höfðu einhverjir blotnað í fæturna. Það auðvitað gengur ekki. Ekki inni í jökli! Það væri eins og í gönguferð uppi á fjöllum væri mögulega nauðsynlegt að stikla á steinum yfir læk. Hvað ætti það nú að þýða? Tala nú ekki um ef einhverjum skrikar fótur og hann blotnar í fæturna. Skandall. Það er auðvitað fádæma dónaskapur af náttúrunni að haga sér ekki fullkomlega til samræmis við lúxusvæntingar túristanna til hennar. Hvalirnir sem láta ekki sjá sig í hvalaskoðuninni eiga auðvitað að skammast sín. Og skýin sem skríða yfir himininn akkúrat þegar það á að skoða norðurljósin – í hvaða liði eru þau eiginlega? Vita þau ekki að það er búið að borga fyrir að þau hagi sér? Náttúran sjálf er auðvitað óttalega ómerkilegt fyrirbæri. Auðvitað er skiljanlegt að í staðinn fyrir að staldra við þá einkar sjaldgæfu staðreynd að vera staddur inni í risastórum jökli sé fólk aðallega upptekið af því að tuða yfir öllu mögulega. Einn grínistinn orðaði þetta reyndar ágætlega þegar hann skopaðist að tuði fólks út af flugferðum; sætin voru of þröng, maturinn vondur og kvikmyndirnar lélegar – í staðinn fyrir „ég sat í sæti uppi í himninum! Ég flaug! Á milli heimsálfa!“ Jájá, það dropaði smá. En kæra fólk, þið voruð inni í jökli og það er partur af prógrammi náttúrunnar. Ef það er ekki nógu gott er alveg sjálfsagt að drífa sig bara í ferð til Las Vegas. Þar verður eflaust kominn gerviíshellir innan skamms, dropalaus og teppalagður. Við hliðina á Gervi-Feneyjum þar sem eru engar rottur eins og í ógeðslegu Alvöru-Feneyjum. Góða ferð!
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun