Glamour

Vann með Naomi Campbell fyrir D&G

Ritstjórn skrifar
Nýjasta Glamour er komið í allar helstu verslanir.
Nýjasta Glamour er komið í allar helstu verslanir.
Í fyrsta sinn prýðir íslensk fyrirsæta forsíðu Glamour en það er engin önnur en Telma Þormarsdóttir í gullfallegum myndaþætti eftir Silju Magg.  

Telma hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu hérna heima en á að baki rúmlega tuttugu ára feril í fyrirsætuheiminum og er hvergi nærri því að ætla að snúa sér að öðru. Hún er ein farsælasta fyrirsæta Íslands og það er heiður fyrir Glamour að hafa hana á forsíðu júlí tölublaðsins, sem nú má finna í öllum helstu verslunum.  

Telma er búsett í New York en er þó með annan fótinn hérna heima. Á Íslandi má helst finna hana í fótboltastúkunni í Frostaskjólinu þar sem hún hvetur kærasta sinn, Óskar Örn Hauksson, áfram eða þar sem hún þeysir um Heiðmörkina á hestbaki sem er hennar helsta áhugamál. 

„Ég byrjaði í Mílanó og var heppin því ég fékk snemma auglýsingaherferð fyrir Emporio Armani sem opnaði fleiri dyr í kjölfarið. Næstu ár vann ég svo víðs vegar um heiminn en flutti til New York 19 ára gömul og hef búið þar síðan.“

Herferð fyrir D&G með Jamie Bochert og Naomi Campbell.
Telma hefur unnið við herferðir fyrir meðal annarra D&G, Versus, Topshop, H&M, Garnier, Nivea, Hugo Boss, Redken og L'Oreal.

Hún hefur birst á síðum heimsþekktra tímarita á borð við Elle, Marie Claire, Glamour, The Face, ID, V-magazine, Nylon, Cosmopolitan, Jalouse og Vogue. 

Meira um Telmu í nýjasta tölublaði Glamour en smá forsmekk má sjá hér fyrir neðan.  

Forsíða Surface.
Í tískuþætti fyrir þýska Glamour.
Cosmopolitan
Herferð fyrir Topshop.


Hér fyrir neðan má sjá smá brot úr myndaþætti Silju Magg af Telmu, þar sem íslensk náttúra og fegurð er í hávegum höfð. Sjón er sögu ríkari. 

Mynd/Silja Magg
Mynd/Silja Magg


Mynd/Silja Magg


Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!

Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. 

Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.