60 ára gamlir skór eru komnir aftur með stæl Ritstjórn skrifar 15. nóvember 2016 12:30 Það er ekkert lát að vinsældum strigaskósins þessa dagana og úrvalið hefur sjaldan verið meira og betra. Til dæmis hefur merkið Adidas fengið uppreisn æru undanfarin misseri með því að dusta rykið af skóm á borð við Stan Smith og Superstar sem tískufyrirmyndir hafa klæðst óspart síðustu mánuði. Nú er það hinsvegar önnur týpa sem er að tröllríða öllu en það er Gazelle frá Adidas sem á 60 ára sögu hjá merkinu. Skórnir voru í uppáhaldi hjá Kate Moss árið 1993, en tíska tíunda áratugarins er einmitt kominn hringinn þetta árið og margir sækja innblástur þaðan. Einkenni skósins er t-ið á tánni og blandan af litríku rúskinni og hvítum röndum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru þetta skór sem passa við hvað sem er og eru þægindin í fyrirrúmi. Skórnir fást hér á landi mörgum ólíkum litum í búðum á borð við Skór.is, Húrra Reykjavík og Urban í Kringlunni. Kate Moss. Glamour Tíska Mest lesið Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Hagsmunir náttúrunnar í fyrirrúmi Glamour Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Stjörnum prýddur gestalisti Glamour Pastellitir og pallíettur Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Kim lét síða hárið fjúka Glamour Fyrsta sýnishornið af Ocean's Eight lítur dagsins ljós Glamour "Meiri ást, meiri friður. Allt hitt kemur þá af sjálfu sér.“ Glamour
Það er ekkert lát að vinsældum strigaskósins þessa dagana og úrvalið hefur sjaldan verið meira og betra. Til dæmis hefur merkið Adidas fengið uppreisn æru undanfarin misseri með því að dusta rykið af skóm á borð við Stan Smith og Superstar sem tískufyrirmyndir hafa klæðst óspart síðustu mánuði. Nú er það hinsvegar önnur týpa sem er að tröllríða öllu en það er Gazelle frá Adidas sem á 60 ára sögu hjá merkinu. Skórnir voru í uppáhaldi hjá Kate Moss árið 1993, en tíska tíunda áratugarins er einmitt kominn hringinn þetta árið og margir sækja innblástur þaðan. Einkenni skósins er t-ið á tánni og blandan af litríku rúskinni og hvítum röndum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru þetta skór sem passa við hvað sem er og eru þægindin í fyrirrúmi. Skórnir fást hér á landi mörgum ólíkum litum í búðum á borð við Skór.is, Húrra Reykjavík og Urban í Kringlunni. Kate Moss.
Glamour Tíska Mest lesið Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Hagsmunir náttúrunnar í fyrirrúmi Glamour Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Stjörnum prýddur gestalisti Glamour Pastellitir og pallíettur Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Kim lét síða hárið fjúka Glamour Fyrsta sýnishornið af Ocean's Eight lítur dagsins ljós Glamour "Meiri ást, meiri friður. Allt hitt kemur þá af sjálfu sér.“ Glamour