Glamour

Nostalgíukast í eftirpartýi H&M og Balmain

Ritstjórn skrifar
Þeir Kevin, Howie, A.J, Brian og Nick höfðu engu gleymt.
Þeir Kevin, Howie, A.J, Brian og Nick höfðu engu gleymt.
Strákasveitin Backstreet Boys gerðu allt vitlaust í gærkvöldi, þegar þeir komu fram í partýinu eftir sýningu H&M x Balmain.

Oliver Rousteing, yfirhönnuður Balmain hafði sagt fyrir sýninguna að óvænt nostalgíusveit myndi troða upp í eftirpartýinu. 

Íklæddir fatnaði úr línunni, stigu þeir Kevin, Howie, A.J, Brian og Nick á svið og var augljóst að þeir hafa nákvæmlega engu gleymt, en sveitin var naut gríðarlegra vinsælda í lok tíunda áratugarins. Með danssporin á hreinu.
Tók sveitin alla helstu slagaranana eins og  „Larger Than Life“ og „I Want It That Way“ og mátti sjá tískuritstjóra, fyrirsætur og hönnuði syngja og dansa með.

Það hefði svo sannarlega ekki verið amalegt að vera á svæðinu og sjá þessa meistara troða upp. 


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.