Hefðu líklega fengið lægra verð fyrir makríl Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2015 16:34 Miðað við óbreytt verð í dölum hefðu Rússar þurft að greiða helmingi fleiri rúblur fyrir makrílinn. Vísir/Óskar Líklegt er að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hefðu fengið lægra verð fyrir makrílafurðir nú í sumar miðað við í fyrra. Það er að segja, væru Rússar ekki búnir að setja innflutningsbann á íslenskar sjávarafurðir. Kaupmáttur rússnesku rúblunnar hefur fallið um þriðjung gagnvart krónunni og 41 prósent gagnvart Bandaríkjadal það sem af er þriðja ársfjórðungi. Að mestu leyti má rekja það til lækkunar olíuverðs. Um 60 prósent af útflutningstekjum Rússlands koma frá útflutningi á hráolíu, bensíni og gasi. Miðað við óbreytt verð í dölum hefðu Rússar þurft að greiða helmingi fleiri rúblur fyrir makrílinn. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans. „Miðað við sterka stöðu kaupenda á makrílmarkaði hefði veiking rúblunnar því að öllum líkindum haft í för með sér umtalsverða lækkun á afurðaverði hvort tveggja í krónum eða Bandaríkjadölum talið.“ Útflutningsverðmæti sjávarafurða var 244 milljarðar króna í fyrra og þar af fóru tæplega tíu prósent til Rússlands. Sé einungis litið til hlutdeildar í magni, keyptu Rússar um 18 prósent útflutnings íslenskra sjávarafurða. „Rússneski markaðurinn hefur orðið æ mikilvægari á síðustu árum en bæði útflutt magn og útflutt verðmæti hafa farið vaxandi sem hlutfall af heildarútflutningi íslenskra sjávarafurða.“ Sem dæmi um mikilvægi markaðarins í Rússlandi er bent á að 38 prósent útflutningsverðmætis makríls í fyrra fór til Rússlands. Þar á eftir var Holland með 21 prósent. Þó er líklegt að sú tala sé ýkt þar sem hluta makrílsins var umskipað þar. Þriðja landið er Nígería, en þar hefur heimsmarkaðsverð á olíu einnig komið niður á efnahagi og hefur innflutningshöftum verið komið á þess vegna. „Rússar eru ekki bara mikilvægir viðskiptavinir þegar kemur að makríl heldur hafa kaup þeirra á karfa, gulllaxi, síld og loðnu aukist töluvert á síðustu árum og eru Rússar með stærstu kaupendum þessara tegunda. Á síðasta ári keyptu Rússar 20 prósent af útflutningi á karfa, 44 prósent af gulllaxi, 26 prósent af loðnu og 42 prósent af síld.“ Tengdar fréttir Bannið er högg fyrir 300 í smábátaútgerð Aðeins 20 smábátar eru við makrílveiðar en margir bíða upp á von og óvon vegna viðskiptabanns Rússa á íslenskar vörur. Tífalt minna hefur fiskast og aflaverðmætið 300 milljónum minna en á sama tíma í fyrra. 22. ágúst 2015 07:00 Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37 Taldi sig hafa skýran stuðning ríkisstjórnar vegna þvingana Ekki fást skýr svör við því hvenær ríkisstjórnin ákvað að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. 18. ágúst 2015 19:45 „Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33 Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Líklegt er að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hefðu fengið lægra verð fyrir makrílafurðir nú í sumar miðað við í fyrra. Það er að segja, væru Rússar ekki búnir að setja innflutningsbann á íslenskar sjávarafurðir. Kaupmáttur rússnesku rúblunnar hefur fallið um þriðjung gagnvart krónunni og 41 prósent gagnvart Bandaríkjadal það sem af er þriðja ársfjórðungi. Að mestu leyti má rekja það til lækkunar olíuverðs. Um 60 prósent af útflutningstekjum Rússlands koma frá útflutningi á hráolíu, bensíni og gasi. Miðað við óbreytt verð í dölum hefðu Rússar þurft að greiða helmingi fleiri rúblur fyrir makrílinn. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans. „Miðað við sterka stöðu kaupenda á makrílmarkaði hefði veiking rúblunnar því að öllum líkindum haft í för með sér umtalsverða lækkun á afurðaverði hvort tveggja í krónum eða Bandaríkjadölum talið.“ Útflutningsverðmæti sjávarafurða var 244 milljarðar króna í fyrra og þar af fóru tæplega tíu prósent til Rússlands. Sé einungis litið til hlutdeildar í magni, keyptu Rússar um 18 prósent útflutnings íslenskra sjávarafurða. „Rússneski markaðurinn hefur orðið æ mikilvægari á síðustu árum en bæði útflutt magn og útflutt verðmæti hafa farið vaxandi sem hlutfall af heildarútflutningi íslenskra sjávarafurða.“ Sem dæmi um mikilvægi markaðarins í Rússlandi er bent á að 38 prósent útflutningsverðmætis makríls í fyrra fór til Rússlands. Þar á eftir var Holland með 21 prósent. Þó er líklegt að sú tala sé ýkt þar sem hluta makrílsins var umskipað þar. Þriðja landið er Nígería, en þar hefur heimsmarkaðsverð á olíu einnig komið niður á efnahagi og hefur innflutningshöftum verið komið á þess vegna. „Rússar eru ekki bara mikilvægir viðskiptavinir þegar kemur að makríl heldur hafa kaup þeirra á karfa, gulllaxi, síld og loðnu aukist töluvert á síðustu árum og eru Rússar með stærstu kaupendum þessara tegunda. Á síðasta ári keyptu Rússar 20 prósent af útflutningi á karfa, 44 prósent af gulllaxi, 26 prósent af loðnu og 42 prósent af síld.“
Tengdar fréttir Bannið er högg fyrir 300 í smábátaútgerð Aðeins 20 smábátar eru við makrílveiðar en margir bíða upp á von og óvon vegna viðskiptabanns Rússa á íslenskar vörur. Tífalt minna hefur fiskast og aflaverðmætið 300 milljónum minna en á sama tíma í fyrra. 22. ágúst 2015 07:00 Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37 Taldi sig hafa skýran stuðning ríkisstjórnar vegna þvingana Ekki fást skýr svör við því hvenær ríkisstjórnin ákvað að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. 18. ágúst 2015 19:45 „Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33 Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Bannið er högg fyrir 300 í smábátaútgerð Aðeins 20 smábátar eru við makrílveiðar en margir bíða upp á von og óvon vegna viðskiptabanns Rússa á íslenskar vörur. Tífalt minna hefur fiskast og aflaverðmætið 300 milljónum minna en á sama tíma í fyrra. 22. ágúst 2015 07:00
Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37
Taldi sig hafa skýran stuðning ríkisstjórnar vegna þvingana Ekki fást skýr svör við því hvenær ríkisstjórnin ákvað að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. 18. ágúst 2015 19:45
„Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33
Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50