Plástur á gatið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. júní 2015 00:01 Áður en ég kynntist kærustunni minni eyddi hún fjórum árum af ævi sinni í að verða hjúkrunarfræðingur. Hún tók námslán sem hún mun borga af þar til hún verður gráhærð og ég löngu dauður. Á sama tíma og hún var að mennta sig sat ég einhleypur í snjáðum sófa og spilaði hjólabrettaleiki í PS2, gargaði í pönkhljómsveitum og horfði á hryllingsmyndir allar nætur. En út af því að við búum í Bizarro World – öfugsnúna heiminum úr Súpermannblöðunum þar sem hægri er vinstri og niður er upp – æxluðust hlutirnir þannig að ég fæ í dag meira útborgað um hver mánaðamót en hún. Og nú er hún komin í verkfall ásamt um 1.400 öðrum hjúkrunarfræðingum Landspítalans sem fara fram á það eitt að fá laun sem flokkast ekki sem niðurlægjandi. En það var ekki fyrr en verkfallið skall á sem ég fór að átta mig á skepnuskapnum. Lesa greinarnar, horfa á fréttirnar og hlusta betur á óánægjuraddirnar. Átta mig á því að þetta skiptir meira máli en hvort María Ólafs komst áfram eða ekki í Eurovision og hvað einum ástsælasta leikara þjóðarinnar finnst um kannabisneytendur. Ég hef gerst sekur um að taka hjúkrunarfræðingum sem sjálfsögðum hlut. Þeir taka alltaf á móti mér með bros á vör og laga meiddið. Öllu alvarlegra er þegar stjórnvöld gera þetta líka — að taka hjúkrunarfræðingunum okkar sem sjálfsögðum hlut. Að þau reki heilbrigðiskerfi með gat á hausnum og finnist meira vit í því að setja plástur á það en að sauma fyrir. Og nú bíða stjórnvöld eftir því að hjúkrunarfræðingar gefist upp. Verði fyrir nægilega miklu fjárhagslegu tjóni til að þeir dragi úr kröfum sínum, mæti á vaktina og haldi kjafti þar til næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun
Áður en ég kynntist kærustunni minni eyddi hún fjórum árum af ævi sinni í að verða hjúkrunarfræðingur. Hún tók námslán sem hún mun borga af þar til hún verður gráhærð og ég löngu dauður. Á sama tíma og hún var að mennta sig sat ég einhleypur í snjáðum sófa og spilaði hjólabrettaleiki í PS2, gargaði í pönkhljómsveitum og horfði á hryllingsmyndir allar nætur. En út af því að við búum í Bizarro World – öfugsnúna heiminum úr Súpermannblöðunum þar sem hægri er vinstri og niður er upp – æxluðust hlutirnir þannig að ég fæ í dag meira útborgað um hver mánaðamót en hún. Og nú er hún komin í verkfall ásamt um 1.400 öðrum hjúkrunarfræðingum Landspítalans sem fara fram á það eitt að fá laun sem flokkast ekki sem niðurlægjandi. En það var ekki fyrr en verkfallið skall á sem ég fór að átta mig á skepnuskapnum. Lesa greinarnar, horfa á fréttirnar og hlusta betur á óánægjuraddirnar. Átta mig á því að þetta skiptir meira máli en hvort María Ólafs komst áfram eða ekki í Eurovision og hvað einum ástsælasta leikara þjóðarinnar finnst um kannabisneytendur. Ég hef gerst sekur um að taka hjúkrunarfræðingum sem sjálfsögðum hlut. Þeir taka alltaf á móti mér með bros á vör og laga meiddið. Öllu alvarlegra er þegar stjórnvöld gera þetta líka — að taka hjúkrunarfræðingunum okkar sem sjálfsögðum hlut. Að þau reki heilbrigðiskerfi með gat á hausnum og finnist meira vit í því að setja plástur á það en að sauma fyrir. Og nú bíða stjórnvöld eftir því að hjúkrunarfræðingar gefist upp. Verði fyrir nægilega miklu fjárhagslegu tjóni til að þeir dragi úr kröfum sínum, mæti á vaktina og haldi kjafti þar til næst.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun