Plástur á gatið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. júní 2015 00:01 Áður en ég kynntist kærustunni minni eyddi hún fjórum árum af ævi sinni í að verða hjúkrunarfræðingur. Hún tók námslán sem hún mun borga af þar til hún verður gráhærð og ég löngu dauður. Á sama tíma og hún var að mennta sig sat ég einhleypur í snjáðum sófa og spilaði hjólabrettaleiki í PS2, gargaði í pönkhljómsveitum og horfði á hryllingsmyndir allar nætur. En út af því að við búum í Bizarro World – öfugsnúna heiminum úr Súpermannblöðunum þar sem hægri er vinstri og niður er upp – æxluðust hlutirnir þannig að ég fæ í dag meira útborgað um hver mánaðamót en hún. Og nú er hún komin í verkfall ásamt um 1.400 öðrum hjúkrunarfræðingum Landspítalans sem fara fram á það eitt að fá laun sem flokkast ekki sem niðurlægjandi. En það var ekki fyrr en verkfallið skall á sem ég fór að átta mig á skepnuskapnum. Lesa greinarnar, horfa á fréttirnar og hlusta betur á óánægjuraddirnar. Átta mig á því að þetta skiptir meira máli en hvort María Ólafs komst áfram eða ekki í Eurovision og hvað einum ástsælasta leikara þjóðarinnar finnst um kannabisneytendur. Ég hef gerst sekur um að taka hjúkrunarfræðingum sem sjálfsögðum hlut. Þeir taka alltaf á móti mér með bros á vör og laga meiddið. Öllu alvarlegra er þegar stjórnvöld gera þetta líka — að taka hjúkrunarfræðingunum okkar sem sjálfsögðum hlut. Að þau reki heilbrigðiskerfi með gat á hausnum og finnist meira vit í því að setja plástur á það en að sauma fyrir. Og nú bíða stjórnvöld eftir því að hjúkrunarfræðingar gefist upp. Verði fyrir nægilega miklu fjárhagslegu tjóni til að þeir dragi úr kröfum sínum, mæti á vaktina og haldi kjafti þar til næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun
Áður en ég kynntist kærustunni minni eyddi hún fjórum árum af ævi sinni í að verða hjúkrunarfræðingur. Hún tók námslán sem hún mun borga af þar til hún verður gráhærð og ég löngu dauður. Á sama tíma og hún var að mennta sig sat ég einhleypur í snjáðum sófa og spilaði hjólabrettaleiki í PS2, gargaði í pönkhljómsveitum og horfði á hryllingsmyndir allar nætur. En út af því að við búum í Bizarro World – öfugsnúna heiminum úr Súpermannblöðunum þar sem hægri er vinstri og niður er upp – æxluðust hlutirnir þannig að ég fæ í dag meira útborgað um hver mánaðamót en hún. Og nú er hún komin í verkfall ásamt um 1.400 öðrum hjúkrunarfræðingum Landspítalans sem fara fram á það eitt að fá laun sem flokkast ekki sem niðurlægjandi. En það var ekki fyrr en verkfallið skall á sem ég fór að átta mig á skepnuskapnum. Lesa greinarnar, horfa á fréttirnar og hlusta betur á óánægjuraddirnar. Átta mig á því að þetta skiptir meira máli en hvort María Ólafs komst áfram eða ekki í Eurovision og hvað einum ástsælasta leikara þjóðarinnar finnst um kannabisneytendur. Ég hef gerst sekur um að taka hjúkrunarfræðingum sem sjálfsögðum hlut. Þeir taka alltaf á móti mér með bros á vör og laga meiddið. Öllu alvarlegra er þegar stjórnvöld gera þetta líka — að taka hjúkrunarfræðingunum okkar sem sjálfsögðum hlut. Að þau reki heilbrigðiskerfi með gat á hausnum og finnist meira vit í því að setja plástur á það en að sauma fyrir. Og nú bíða stjórnvöld eftir því að hjúkrunarfræðingar gefist upp. Verði fyrir nægilega miklu fjárhagslegu tjóni til að þeir dragi úr kröfum sínum, mæti á vaktina og haldi kjafti þar til næst.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun