Mikill fjöldi háskólmenntaðra starfar við ferðaþjónustu Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. apríl 2015 12:30 Grímur Sæmundsen Um helmingur starfsmanna ferðaskrifstofa og annarra þeirra sem sjá um skipulagningu ferða er háskólamenntaður. Einungis ein starfsgrein, það er fjármála- og vátryggingastarfsemi, hefur á að skipa hlutfallslega fleiri háskólamenntuðum starfsmönnum. Þetta sýna tölur Hagstofu Íslands sem Böðvar Þórisson kynnti á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar á dögunum. Grímur Sæmundsen, formaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hátt hlutfall háskólamenntaðra starfsmanna í þessari grein megi sennilega rekja til þess að með vexti greinarinnar hafi fólki með markaðsmenntun fjölgað mjög. Einnig sé háskólamenntað fólk að vinna við afþreyingarhluta ferðaþjónustunnar, það er leiðsögumenn og fleiri stéttir. „Það er oftast nær háskólamenntað fólk,“ segir Grímur. En þótt fjöldi háskólamenntaðs fólks starfi við ferðaþjónustu þá er skortur á iðnmenntuðu fólki sem starfar við matreiðslu, framreiðslu og annað slíkt. Grímur segir að í ályktun sem samþykkt var á aðalfundinum hafi verið brýnt fyrir stjórnvöldum að bregðast við hlutverki sínu og styðja innviði greinarinnar. Í ályktuninni er meðal annars vikið að menntun, en þar segir að stórefla þurfi menntakerfi ferðaþjónustunnar. „Tryggja þarf samráð og samstarf milli fræðsluaðila og atvinnulífsins. Einnig þarf að bæta aðgengi að menntun, auka starfsnám og samræmingu milli skólastiga. Endurskipuleggja þarf starfsnám með einfaldara grunnnám að leiðarljósi og skipa sérstakan starfshóp til þessa.“ Grímur segir að Samtök ferðaþjónustunnar hafi í hyggju að fylgja þessari ályktun eftir með viðræðum við stjórnvöld um menntamál og mörg önnur atriði sem Samtökin leggja áherslu á. „En það sem við leggjum kannski mesta áherslu á í ályktuninni eru stórauknar opinberar fjárfestingar í samgöngum. Bæði í vegakerfinu og flugvallarstarfsemi. Vegna þess að lífæð greinarinnar eru samgöngur, og þarna erum við að tala um innviðafjárfestingar sem eru ekki sérhæfðar heldur nýtast landsmönnum öllum í þeirra daglega lífi,“ segir Grímur. Þá tekur Grímur fram að það þurfi að horfa á nýtingar náttúruauðlinda út frá hagsmunum ferðaþjónustunnar, sem sé langmest gjaldeyrisskapandi atvinnugrein landsins. „Sem dæmi hafa menn verið að vinna með rammaáætlun vegna verndar og orkunýtingar landsvæða sem hefur verið í vinnslu í tuttugu ár. Þarna er bara verið að hugsa um orkufrekan iðnað og ferðaþjónustan er orðin fimmtíu prósentum stærri en orkufrekur iðnaður í gjaldeyrissköpun,“ segir Grímur. Mikilvægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar hafi vaxið mjög mikið á undanförnum árum og það þurfi að fara að huga að henni með sama hætti og hugað hefur verið að orkufrekum iðnaði og sjávarútvegi hingað til. Á aðalfundinum var að auki samþykkt sérályktun um stofnun ferðamálaráðuneytis til að vinna að hagsmunum greinarinnar. Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Um helmingur starfsmanna ferðaskrifstofa og annarra þeirra sem sjá um skipulagningu ferða er háskólamenntaður. Einungis ein starfsgrein, það er fjármála- og vátryggingastarfsemi, hefur á að skipa hlutfallslega fleiri háskólamenntuðum starfsmönnum. Þetta sýna tölur Hagstofu Íslands sem Böðvar Þórisson kynnti á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar á dögunum. Grímur Sæmundsen, formaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hátt hlutfall háskólamenntaðra starfsmanna í þessari grein megi sennilega rekja til þess að með vexti greinarinnar hafi fólki með markaðsmenntun fjölgað mjög. Einnig sé háskólamenntað fólk að vinna við afþreyingarhluta ferðaþjónustunnar, það er leiðsögumenn og fleiri stéttir. „Það er oftast nær háskólamenntað fólk,“ segir Grímur. En þótt fjöldi háskólamenntaðs fólks starfi við ferðaþjónustu þá er skortur á iðnmenntuðu fólki sem starfar við matreiðslu, framreiðslu og annað slíkt. Grímur segir að í ályktun sem samþykkt var á aðalfundinum hafi verið brýnt fyrir stjórnvöldum að bregðast við hlutverki sínu og styðja innviði greinarinnar. Í ályktuninni er meðal annars vikið að menntun, en þar segir að stórefla þurfi menntakerfi ferðaþjónustunnar. „Tryggja þarf samráð og samstarf milli fræðsluaðila og atvinnulífsins. Einnig þarf að bæta aðgengi að menntun, auka starfsnám og samræmingu milli skólastiga. Endurskipuleggja þarf starfsnám með einfaldara grunnnám að leiðarljósi og skipa sérstakan starfshóp til þessa.“ Grímur segir að Samtök ferðaþjónustunnar hafi í hyggju að fylgja þessari ályktun eftir með viðræðum við stjórnvöld um menntamál og mörg önnur atriði sem Samtökin leggja áherslu á. „En það sem við leggjum kannski mesta áherslu á í ályktuninni eru stórauknar opinberar fjárfestingar í samgöngum. Bæði í vegakerfinu og flugvallarstarfsemi. Vegna þess að lífæð greinarinnar eru samgöngur, og þarna erum við að tala um innviðafjárfestingar sem eru ekki sérhæfðar heldur nýtast landsmönnum öllum í þeirra daglega lífi,“ segir Grímur. Þá tekur Grímur fram að það þurfi að horfa á nýtingar náttúruauðlinda út frá hagsmunum ferðaþjónustunnar, sem sé langmest gjaldeyrisskapandi atvinnugrein landsins. „Sem dæmi hafa menn verið að vinna með rammaáætlun vegna verndar og orkunýtingar landsvæða sem hefur verið í vinnslu í tuttugu ár. Þarna er bara verið að hugsa um orkufrekan iðnað og ferðaþjónustan er orðin fimmtíu prósentum stærri en orkufrekur iðnaður í gjaldeyrissköpun,“ segir Grímur. Mikilvægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar hafi vaxið mjög mikið á undanförnum árum og það þurfi að fara að huga að henni með sama hætti og hugað hefur verið að orkufrekum iðnaði og sjávarútvegi hingað til. Á aðalfundinum var að auki samþykkt sérályktun um stofnun ferðamálaráðuneytis til að vinna að hagsmunum greinarinnar.
Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira