Öllum kröfum Marella hafnað Sæunn Gísladóttir skrifar 7. september 2015 14:15 Eigendur og starfsmenn Caruso fengu að sækja persónulega muni, vín og mat nokkrum dögum eftir að hafa verið læstir úti. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Öllum kröfum Marella ehf., rekstrarfélags sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, gegn Hótel Valhöll ehf sem átti húsnæðið sem þeir leigðu við Þingholtsstræti 1 var í dag hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Marella var einnig úrskurðað til greiðslu 350 þúsund króna fyrir málskostnað Hótel Valhallar ehf. Í úrskurðinum féllst héraðsdómur þannig á allar kröfur og röksemdir Hótels Valhallar ehf. í málinu. Forsaga málsins er sú að Marella ehf., rekstrarfélag sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, höfðaði dómsmál til að fá að sækja eigur sem voru inni á veitingastaðnum Caruso við Þingholtsstræti 1 þegar leigusamningur rann út í desember síðastliðnum. Þá var fasteignin yfirtekin af eiganda húsnæðisins, skipt var um lása svo eigendur Caruso komust ekki inn til að sækja þá muni sem þar voru. Allir munirnir eru nú í notkun í húsnæðinu á veitingastaðnum Primo sem eigandi húsnæðisins rekur. Deilan snérist helst um hvort Marella, sem er í eigu Þrúðar Sjafnar Sigurðardóttur, hafi verið aðili leigusamnings sem José Garcia, einn eigenda Caruso, hafi gert við húseigendur. Sveinn Jónatnsson, lögmaður Hótels Valhallar ehf, segist í samtali við Vísi ánægður með hvernig fór. „Það er fallist á allar kröfur míns umbjóðanda og það sem menn eru kannski ánægðastir með í þeim efnum er að í fyrsta lagi er fallist á þau mótmæli sem fólust í því að málatilbúnaður gerðarbeiðenda væri ekki nægilega skýr og ekki nægilega góður. Svo í öðru lagi á því að það væri alveg ljóst samkvæmt fyrirliggjandi leigusamningi að umræddir lausafjármunir og þeir lausafjármunir sem voru til staðar og þurfti að nýta til að reka þetta veitingahús bar þeim að skilja eftir. Þannig að sá sem átti húsnæðið og ætlaði að halda áfram rekstri hefði afnot af þeim eftir að leigusamningi lyki. Þetta eru skýr ákvæði í samningum og niðurstaðan er sú að Marella væri leigutaki og væri því undir leigusamningi á þetta er fallist," segir Sveinn. Marella ehf. hefur nú tvær vikur til þess að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Tengdar fréttir Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso Rekstarfélag Caruso vill fá að sækja eigur inn í fyrra húsnæði staðarins eftir að hafa verið læstir þar úti í desember. 27. ágúst 2015 10:24 Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Sjá meira
Öllum kröfum Marella ehf., rekstrarfélags sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, gegn Hótel Valhöll ehf sem átti húsnæðið sem þeir leigðu við Þingholtsstræti 1 var í dag hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Marella var einnig úrskurðað til greiðslu 350 þúsund króna fyrir málskostnað Hótel Valhallar ehf. Í úrskurðinum féllst héraðsdómur þannig á allar kröfur og röksemdir Hótels Valhallar ehf. í málinu. Forsaga málsins er sú að Marella ehf., rekstrarfélag sem sá um rekstur veitingastaðarins Caruso, höfðaði dómsmál til að fá að sækja eigur sem voru inni á veitingastaðnum Caruso við Þingholtsstræti 1 þegar leigusamningur rann út í desember síðastliðnum. Þá var fasteignin yfirtekin af eiganda húsnæðisins, skipt var um lása svo eigendur Caruso komust ekki inn til að sækja þá muni sem þar voru. Allir munirnir eru nú í notkun í húsnæðinu á veitingastaðnum Primo sem eigandi húsnæðisins rekur. Deilan snérist helst um hvort Marella, sem er í eigu Þrúðar Sjafnar Sigurðardóttur, hafi verið aðili leigusamnings sem José Garcia, einn eigenda Caruso, hafi gert við húseigendur. Sveinn Jónatnsson, lögmaður Hótels Valhallar ehf, segist í samtali við Vísi ánægður með hvernig fór. „Það er fallist á allar kröfur míns umbjóðanda og það sem menn eru kannski ánægðastir með í þeim efnum er að í fyrsta lagi er fallist á þau mótmæli sem fólust í því að málatilbúnaður gerðarbeiðenda væri ekki nægilega skýr og ekki nægilega góður. Svo í öðru lagi á því að það væri alveg ljóst samkvæmt fyrirliggjandi leigusamningi að umræddir lausafjármunir og þeir lausafjármunir sem voru til staðar og þurfti að nýta til að reka þetta veitingahús bar þeim að skilja eftir. Þannig að sá sem átti húsnæðið og ætlaði að halda áfram rekstri hefði afnot af þeim eftir að leigusamningi lyki. Þetta eru skýr ákvæði í samningum og niðurstaðan er sú að Marella væri leigutaki og væri því undir leigusamningi á þetta er fallist," segir Sveinn. Marella ehf. hefur nú tvær vikur til þess að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso Rekstarfélag Caruso vill fá að sækja eigur inn í fyrra húsnæði staðarins eftir að hafa verið læstir þar úti í desember. 27. ágúst 2015 10:24 Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Sjá meira
Reka dómsmál til að fá að sækja milljónaeignir inn í fyrra húsnæði Caruso Rekstarfélag Caruso vill fá að sækja eigur inn í fyrra húsnæði staðarins eftir að hafa verið læstir þar úti í desember. 27. ágúst 2015 10:24