Skoðar hvort fjölmiðlar hafi ýtt undir eignabólu fyrir hrun ingvar haraldsson skrifar 26. febrúar 2015 14:58 Gylfi Magnússon, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, kannar þátt fjölmiðla í eignabólunni fyrir hrun. vísir/gva Gylfi Magnússon, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, vinnur að því að kortleggja þátt fjölmiðla í eignabólunni sem varð á árunum fyrir hrun. „Það er sterkur grunur að það sé hluti af skýringunni á hversu mikil ofurbjartsýni var hérna,“ segir Gylfi. „Hugmyndin er að kortleggja þetta með því að skrá umfjöllun um banka og hlutabréfamarkað og aðrar lykilstærðir skömmu fyrir aldamót og fram að hruni. Reyna svo að sjá mynstur út úr því og hvaða áhrif það virðist hafa haft á t.d. hlutabréfaverð bankanna,“ segir Gylfi. Hann segir erlendar rannsóknir benda til þess að fjölmiðlar geti átt stóran þátt í myndun eignabóla. „Umfjöllun fjölmiðla getur búið til jákvæðan spíral. Það koma góðar fréttir af hlutabréfamarkaði sem vekja athygli og verða til þess að meira fé kemur inn á markaðinn. Það býr aftur til góðar fréttir af hækkandi hlutabréfa verði og öðru slíku sem aftur laðar að meira fé sem kyndir undir eignaverðsbólu,“ segir hann. Gylfi hefur þegar rannsakað þátt fjölmiðla í netbólunni svokölluðu um síðustu aldamót. „Það verkefni fólst í að kortleggja umfjöllun um nokkur íslensk fyrirtæki sem varð mikill stemming í kringum og hlutabréfaverð rauk upp en síðan brenndu hluthafarnir sig á fjárfestingunni í öllum tilfellum.“ En hann viðurkennir þó að fjölmiðlar skapi ekki einir eignabólur. „Það er margt annað sem skiptir máli. En fjölmiðlar endurspegla og skapa ákveðna stemningu. Það er auðvitað hlutverk fjölmiðla að segja frá því sem er að gerast í samfélaginu en með því að gera það geta þeir líka haft áhrif á gang mála,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Gylfi á von á að verkefnið taki nokkurn tíma enda sé tímafrekt að skrá og vinna úr öllum gögnum sem verður safnað. Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, vinnur að því að kortleggja þátt fjölmiðla í eignabólunni sem varð á árunum fyrir hrun. „Það er sterkur grunur að það sé hluti af skýringunni á hversu mikil ofurbjartsýni var hérna,“ segir Gylfi. „Hugmyndin er að kortleggja þetta með því að skrá umfjöllun um banka og hlutabréfamarkað og aðrar lykilstærðir skömmu fyrir aldamót og fram að hruni. Reyna svo að sjá mynstur út úr því og hvaða áhrif það virðist hafa haft á t.d. hlutabréfaverð bankanna,“ segir Gylfi. Hann segir erlendar rannsóknir benda til þess að fjölmiðlar geti átt stóran þátt í myndun eignabóla. „Umfjöllun fjölmiðla getur búið til jákvæðan spíral. Það koma góðar fréttir af hlutabréfamarkaði sem vekja athygli og verða til þess að meira fé kemur inn á markaðinn. Það býr aftur til góðar fréttir af hækkandi hlutabréfa verði og öðru slíku sem aftur laðar að meira fé sem kyndir undir eignaverðsbólu,“ segir hann. Gylfi hefur þegar rannsakað þátt fjölmiðla í netbólunni svokölluðu um síðustu aldamót. „Það verkefni fólst í að kortleggja umfjöllun um nokkur íslensk fyrirtæki sem varð mikill stemming í kringum og hlutabréfaverð rauk upp en síðan brenndu hluthafarnir sig á fjárfestingunni í öllum tilfellum.“ En hann viðurkennir þó að fjölmiðlar skapi ekki einir eignabólur. „Það er margt annað sem skiptir máli. En fjölmiðlar endurspegla og skapa ákveðna stemningu. Það er auðvitað hlutverk fjölmiðla að segja frá því sem er að gerast í samfélaginu en með því að gera það geta þeir líka haft áhrif á gang mála,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Gylfi á von á að verkefnið taki nokkurn tíma enda sé tímafrekt að skrá og vinna úr öllum gögnum sem verður safnað.
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira