Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu sæunn gísladóttir skrifar 10. september 2015 10:33 Ásgeir Jónsson telur því brýnt nú að sýna aðhald í rekstri ríkissjóðs. vísir/gva Við kynningu fjárlagafrumvarpsins sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stærstu breytingarnar á skattkerfinu árið 2016 snúa að tekjuskatti einstaklinga og afnámi tolla á fatnað og skó. Almenn ánægja virðist með afnám tolla af fötum og skóm. Félag atvinnurekenda hefur meðal annars fagnað því. Hins vegar telur Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, að skattalækkanir geti leitt til þenslu. Hann segir mikilvægt að sýna aðhald í rekstri ríkissjóðs, ef auknum tekjum í ríkissjóði verður eytt þegar ríkir meðbyr geti ríkissjóður lent í tómu tjóni þegar niðursveifla kemur aftur í hagkerfið. Gangi nýtt fjárlagafrumvarp í gegn mun tekjuskattur einstaklinga lækka í tveimur áföngum og við þann síðari fækkar skattþrepum úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68% 1. janúar 2016 og í 22,50% við ársbyrjun 2017. Álag í milliþrepi verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur það saman við neðsta þrepið um áramótin 2016/2017. Ásgeir telur breytingarnar varðandi tollana mjög tímabærar og mikið framfaraspor. Sama á við um fækkun skattþrepa. Hann telur þó að skattalækkanirnar sem slíkar geti ýtt undir þenslu. „Miðað við hvernig íslenskt skattkerfi er bæði hvað varðar mjög háa jaðarskatta af tekjum sem og mikið vægi veltuskatta þá auka efnahagsuppsveiflur tekjur ríkisins hlutfallslega mjög mikið þannig að afgangur á fjárlögum verður eiginlega sjálfgefinn í þenslu. Það þarf þó ekki endilega að tákna að raunverulegt aðhald sé til staðar,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á að það sé fallvalt að treysta neyslutengdum skatttekjum. „Yfirleitt er það svo að með mjög hröðum vexti skatttekna koma tímar með skörpum samdrætti í niðursveiflu eins og gerðist hér fyrir nokkrum árum. Það ætti að vera regla að skattalækkanir á uppsveiflutímum séu ávallt fjármagnaðar með raunverulegri lækkun ríkisútgjalda.“ Ásgeir telur því brýnt nú að sýna aðhald í rekstri ríkissjóðs. „Það hefur alltaf gerst á Íslandi, alla vega svo langt sem mitt minni nær, að Íslendingar sýna skynsemi í mótbyr og hafa dug til að taka erfiðar ákvarð anir, en við látum síðan skipið reka á reiðanum í meðbyr. Oft hafa margar slæmar ákvarðanir verið teknar í blásandi byr á Íslandi sem dæmin sanna. Það er einnig svo að eftir undangenginn samdrátt eru þau mörg þjóðþrifaverkefnin sem fólki finnst að nú þurfi aukið fjármagn. Hins vegar er það mjög óheppilegt fyrir ríkið að færa út kvíarnar á sama tíma og fjárfesting er fyrst að taka við sér og vinnuaflsskortur er þegar farinn að gera vart við sig líkt og nú er raunin. Rétti tíminn fyrir opinberar framkvæmdir er á tímum niðursveiflu og þá er kostnaður líka mun minni, enda nægt fólk á lausu. Ég hef sérstakar áhyggjur af því að þrýstingurinn verði óbærilegur að eyða þeim fjármunum sem kröfuhafar eru bráðlega að fara að leggja inn í ríkissjóð, án þess þó að ég sé að gera mönnum upp slæmar fyrir ætlanir,“ segir Ásgeir. Aðspurður segist Ásgeir telja að pólitískar ákvarðanir hafi áhrif á ríkis fjármálin. „Yfirleitt er bætt í ríkis útgjöldin fyrir kosningar og aðhaldið aukið eftir þær. Þannig virkar lýð ræðið.“ Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira
Við kynningu fjárlagafrumvarpsins sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stærstu breytingarnar á skattkerfinu árið 2016 snúa að tekjuskatti einstaklinga og afnámi tolla á fatnað og skó. Almenn ánægja virðist með afnám tolla af fötum og skóm. Félag atvinnurekenda hefur meðal annars fagnað því. Hins vegar telur Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, að skattalækkanir geti leitt til þenslu. Hann segir mikilvægt að sýna aðhald í rekstri ríkissjóðs, ef auknum tekjum í ríkissjóði verður eytt þegar ríkir meðbyr geti ríkissjóður lent í tómu tjóni þegar niðursveifla kemur aftur í hagkerfið. Gangi nýtt fjárlagafrumvarp í gegn mun tekjuskattur einstaklinga lækka í tveimur áföngum og við þann síðari fækkar skattþrepum úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68% 1. janúar 2016 og í 22,50% við ársbyrjun 2017. Álag í milliþrepi verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur það saman við neðsta þrepið um áramótin 2016/2017. Ásgeir telur breytingarnar varðandi tollana mjög tímabærar og mikið framfaraspor. Sama á við um fækkun skattþrepa. Hann telur þó að skattalækkanirnar sem slíkar geti ýtt undir þenslu. „Miðað við hvernig íslenskt skattkerfi er bæði hvað varðar mjög háa jaðarskatta af tekjum sem og mikið vægi veltuskatta þá auka efnahagsuppsveiflur tekjur ríkisins hlutfallslega mjög mikið þannig að afgangur á fjárlögum verður eiginlega sjálfgefinn í þenslu. Það þarf þó ekki endilega að tákna að raunverulegt aðhald sé til staðar,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á að það sé fallvalt að treysta neyslutengdum skatttekjum. „Yfirleitt er það svo að með mjög hröðum vexti skatttekna koma tímar með skörpum samdrætti í niðursveiflu eins og gerðist hér fyrir nokkrum árum. Það ætti að vera regla að skattalækkanir á uppsveiflutímum séu ávallt fjármagnaðar með raunverulegri lækkun ríkisútgjalda.“ Ásgeir telur því brýnt nú að sýna aðhald í rekstri ríkissjóðs. „Það hefur alltaf gerst á Íslandi, alla vega svo langt sem mitt minni nær, að Íslendingar sýna skynsemi í mótbyr og hafa dug til að taka erfiðar ákvarð anir, en við látum síðan skipið reka á reiðanum í meðbyr. Oft hafa margar slæmar ákvarðanir verið teknar í blásandi byr á Íslandi sem dæmin sanna. Það er einnig svo að eftir undangenginn samdrátt eru þau mörg þjóðþrifaverkefnin sem fólki finnst að nú þurfi aukið fjármagn. Hins vegar er það mjög óheppilegt fyrir ríkið að færa út kvíarnar á sama tíma og fjárfesting er fyrst að taka við sér og vinnuaflsskortur er þegar farinn að gera vart við sig líkt og nú er raunin. Rétti tíminn fyrir opinberar framkvæmdir er á tímum niðursveiflu og þá er kostnaður líka mun minni, enda nægt fólk á lausu. Ég hef sérstakar áhyggjur af því að þrýstingurinn verði óbærilegur að eyða þeim fjármunum sem kröfuhafar eru bráðlega að fara að leggja inn í ríkissjóð, án þess þó að ég sé að gera mönnum upp slæmar fyrir ætlanir,“ segir Ásgeir. Aðspurður segist Ásgeir telja að pólitískar ákvarðanir hafi áhrif á ríkis fjármálin. „Yfirleitt er bætt í ríkis útgjöldin fyrir kosningar og aðhaldið aukið eftir þær. Þannig virkar lýð ræðið.“
Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira