Körfubolti

Knicks tapað 60 leikjum í vetur | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það er vesen á New York Knicks.
Það er vesen á New York Knicks. vísir/getty
New York Knicks heldur áfram að tapa leikjum í NBA-körfuboltanum, en í nótt töpuðu þeir 60. leiknum sínum í vetur. Þeir töpuðu þá fyrir Chicago Bulls með 30 stigum, 111-80. Þeir hafa einungis unnið fjórtán af 74 leikjum sínum í vetur sem er hörmulegur árangur.

Andrea Bargnani skoraði flest stigin fyrir Knicks eða 14 talsins, en hann tók einnig sjö fráköst. Hjá Chicago var það Nikola Mirotic sem var stigahæstur með 24 stig. Paul Gasol tók fimmtán fráköst. Þetta var þriðji sigur Chicago í röð sem er öruggt í úrslitakeppnina.

Russell Westbrook fór einu sinni sem oftar á kostum í liði Oklahoma, en hann skoraði 37 stig og gaf sex stoðsendingar í fimm stiga tapi Oklahoma gegn Utah, 89-94. Trey Burke var stigahæstur Utah-manna með 22 stig. Annað tap Oklahoma í röð staðreynd.

Golden State vann 60. sigur sinn í vetur þegar liðið bar sigur úr býtur gegn Milwaukee. Stephen Curry heldur áfram að spila frábærlega fyrir Golden State, en hann skoraði 25 stig. Khris Middleton gerði 14 stig fyrir Milwaukee.

Portland vann þriðja leik sinn í röð með 120-114 sigri á Denver. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og mikið hitt. Jameer Elson gerði 22 stig fyrir Denver, en LaMarcus Aldridge dró vagninn fyrir Portland. Hann gerði 32 stig og tók ellefu fráköst.

Öll úrslit næturinnar:

Atlanta - Charlotte 100-115

New York - Chicago 80-111

Golden State - Milwaukee 108-95

Oklahoma City - Utah 89-94

Denver - Portland 114-120

Topp-5 í nótt: LaMarcus var í stuði: 'Buzzer!':
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×