Búast við 25 prósenta hækkun fasteignaverðs Ingvar Haraldsson skrifar 15. október 2015 07:00 Fasteignaverð hefur hækkað einna mest í miðbæ Reykjavíkur. fréttablaðið/vilhelm Fasteignaverð mun hækka um 25 prósent á þessu ári og út árið 2017 gangi ný þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Íbúðarverð muni því hækka um 16 prósent að raunvirði á spátímabilinu. Þá verði raunverð íbúðarhúsnæðis orðið hærra en það var árið 2005 og því „nokkuð hátt sögulega séð“. Aðspurður hvort hætta sé á fasteignabólu segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka, að hafa þurfi auga með verðþróun á ákveðnum svæðum, til að mynda í miðbæ Reykjavíkur. „En við erum ekki að segja að hækkanirnar séu ekki studdar efnahagslegum rökum, alls ekki því að fasteignaverð hefur fylgt ágætlega vel launaþróun og kaupmáttarþróun.“ segir Ingólfur en Íslandsbanki spáir ríflega 5 prósenta vexti kaupmáttar launa bæði árin 2015 og 2016. Þá sé ekki að sjá að hækkun íbúðaverðs sé drifin áfram af lántökum líkt og gerðist á árunum fyrir bankahrun. Skuldir almennings séu fremur að lækka. Einnig sé búið að herða á reglum um greiðslumat. Verðhækkanir í póstnúmeri 101 skýrist að stórum hluta af vexti ferðaþjónustunnar enda hefur mikið af íbúðum þar verið leigt út til ferðamanna. Ingólfur bendir á að þau hótelherbergi sem nú séu í byggingu muni rétt ná að halda í við fjölgun ferðamanna. Því sé ekki að vænta að nýjar hótelbyggingar nái að mæta eftirspurn eftir húsnæði í miðbæ Reykjavíkur.Ingólfur segir merkilega lítið hafa verið byggt af íbúðum að undanförnu miðað við hve fasteignaverð hefur hækkað hratt og mikið. „Þar vil ég meina að hertar reglur um gæði eigna séu að halda svolítið aftur af því annars vegar og hins vegar var talsvert af ónýttum eignum á hliðarlínunni eftir hrunið sem þurfti að koma í umferð áður en menn fóru að byggja nýtt,“ segir hann og bætir við: „Fjárfesting í íbúðarhúsnæði heldur áfram að vera tiltölulega lítil og nær ekki nema rétt upp í meðaltal síðustu áratuga sem hlutfall af landsframleiðslu undir lok spátímabilsins þrátt fyrir að menn sjái hér krana í hverju horni.“ Helst verði það áform stjórnvalda um að byggja 2.300 nýjar félagslegar leiguíbúðir á næstu fjórum árum sem muni drífa áfram fjárfestingar í íbúðarhúsnæði. Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Fasteignaverð mun hækka um 25 prósent á þessu ári og út árið 2017 gangi ný þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Íbúðarverð muni því hækka um 16 prósent að raunvirði á spátímabilinu. Þá verði raunverð íbúðarhúsnæðis orðið hærra en það var árið 2005 og því „nokkuð hátt sögulega séð“. Aðspurður hvort hætta sé á fasteignabólu segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka, að hafa þurfi auga með verðþróun á ákveðnum svæðum, til að mynda í miðbæ Reykjavíkur. „En við erum ekki að segja að hækkanirnar séu ekki studdar efnahagslegum rökum, alls ekki því að fasteignaverð hefur fylgt ágætlega vel launaþróun og kaupmáttarþróun.“ segir Ingólfur en Íslandsbanki spáir ríflega 5 prósenta vexti kaupmáttar launa bæði árin 2015 og 2016. Þá sé ekki að sjá að hækkun íbúðaverðs sé drifin áfram af lántökum líkt og gerðist á árunum fyrir bankahrun. Skuldir almennings séu fremur að lækka. Einnig sé búið að herða á reglum um greiðslumat. Verðhækkanir í póstnúmeri 101 skýrist að stórum hluta af vexti ferðaþjónustunnar enda hefur mikið af íbúðum þar verið leigt út til ferðamanna. Ingólfur bendir á að þau hótelherbergi sem nú séu í byggingu muni rétt ná að halda í við fjölgun ferðamanna. Því sé ekki að vænta að nýjar hótelbyggingar nái að mæta eftirspurn eftir húsnæði í miðbæ Reykjavíkur.Ingólfur segir merkilega lítið hafa verið byggt af íbúðum að undanförnu miðað við hve fasteignaverð hefur hækkað hratt og mikið. „Þar vil ég meina að hertar reglur um gæði eigna séu að halda svolítið aftur af því annars vegar og hins vegar var talsvert af ónýttum eignum á hliðarlínunni eftir hrunið sem þurfti að koma í umferð áður en menn fóru að byggja nýtt,“ segir hann og bætir við: „Fjárfesting í íbúðarhúsnæði heldur áfram að vera tiltölulega lítil og nær ekki nema rétt upp í meðaltal síðustu áratuga sem hlutfall af landsframleiðslu undir lok spátímabilsins þrátt fyrir að menn sjái hér krana í hverju horni.“ Helst verði það áform stjórnvalda um að byggja 2.300 nýjar félagslegar leiguíbúðir á næstu fjórum árum sem muni drífa áfram fjárfestingar í íbúðarhúsnæði.
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira