Búast við 25 prósenta hækkun fasteignaverðs Ingvar Haraldsson skrifar 15. október 2015 07:00 Fasteignaverð hefur hækkað einna mest í miðbæ Reykjavíkur. fréttablaðið/vilhelm Fasteignaverð mun hækka um 25 prósent á þessu ári og út árið 2017 gangi ný þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Íbúðarverð muni því hækka um 16 prósent að raunvirði á spátímabilinu. Þá verði raunverð íbúðarhúsnæðis orðið hærra en það var árið 2005 og því „nokkuð hátt sögulega séð“. Aðspurður hvort hætta sé á fasteignabólu segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka, að hafa þurfi auga með verðþróun á ákveðnum svæðum, til að mynda í miðbæ Reykjavíkur. „En við erum ekki að segja að hækkanirnar séu ekki studdar efnahagslegum rökum, alls ekki því að fasteignaverð hefur fylgt ágætlega vel launaþróun og kaupmáttarþróun.“ segir Ingólfur en Íslandsbanki spáir ríflega 5 prósenta vexti kaupmáttar launa bæði árin 2015 og 2016. Þá sé ekki að sjá að hækkun íbúðaverðs sé drifin áfram af lántökum líkt og gerðist á árunum fyrir bankahrun. Skuldir almennings séu fremur að lækka. Einnig sé búið að herða á reglum um greiðslumat. Verðhækkanir í póstnúmeri 101 skýrist að stórum hluta af vexti ferðaþjónustunnar enda hefur mikið af íbúðum þar verið leigt út til ferðamanna. Ingólfur bendir á að þau hótelherbergi sem nú séu í byggingu muni rétt ná að halda í við fjölgun ferðamanna. Því sé ekki að vænta að nýjar hótelbyggingar nái að mæta eftirspurn eftir húsnæði í miðbæ Reykjavíkur.Ingólfur segir merkilega lítið hafa verið byggt af íbúðum að undanförnu miðað við hve fasteignaverð hefur hækkað hratt og mikið. „Þar vil ég meina að hertar reglur um gæði eigna séu að halda svolítið aftur af því annars vegar og hins vegar var talsvert af ónýttum eignum á hliðarlínunni eftir hrunið sem þurfti að koma í umferð áður en menn fóru að byggja nýtt,“ segir hann og bætir við: „Fjárfesting í íbúðarhúsnæði heldur áfram að vera tiltölulega lítil og nær ekki nema rétt upp í meðaltal síðustu áratuga sem hlutfall af landsframleiðslu undir lok spátímabilsins þrátt fyrir að menn sjái hér krana í hverju horni.“ Helst verði það áform stjórnvalda um að byggja 2.300 nýjar félagslegar leiguíbúðir á næstu fjórum árum sem muni drífa áfram fjárfestingar í íbúðarhúsnæði. Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Fasteignaverð mun hækka um 25 prósent á þessu ári og út árið 2017 gangi ný þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Íbúðarverð muni því hækka um 16 prósent að raunvirði á spátímabilinu. Þá verði raunverð íbúðarhúsnæðis orðið hærra en það var árið 2005 og því „nokkuð hátt sögulega séð“. Aðspurður hvort hætta sé á fasteignabólu segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka, að hafa þurfi auga með verðþróun á ákveðnum svæðum, til að mynda í miðbæ Reykjavíkur. „En við erum ekki að segja að hækkanirnar séu ekki studdar efnahagslegum rökum, alls ekki því að fasteignaverð hefur fylgt ágætlega vel launaþróun og kaupmáttarþróun.“ segir Ingólfur en Íslandsbanki spáir ríflega 5 prósenta vexti kaupmáttar launa bæði árin 2015 og 2016. Þá sé ekki að sjá að hækkun íbúðaverðs sé drifin áfram af lántökum líkt og gerðist á árunum fyrir bankahrun. Skuldir almennings séu fremur að lækka. Einnig sé búið að herða á reglum um greiðslumat. Verðhækkanir í póstnúmeri 101 skýrist að stórum hluta af vexti ferðaþjónustunnar enda hefur mikið af íbúðum þar verið leigt út til ferðamanna. Ingólfur bendir á að þau hótelherbergi sem nú séu í byggingu muni rétt ná að halda í við fjölgun ferðamanna. Því sé ekki að vænta að nýjar hótelbyggingar nái að mæta eftirspurn eftir húsnæði í miðbæ Reykjavíkur.Ingólfur segir merkilega lítið hafa verið byggt af íbúðum að undanförnu miðað við hve fasteignaverð hefur hækkað hratt og mikið. „Þar vil ég meina að hertar reglur um gæði eigna séu að halda svolítið aftur af því annars vegar og hins vegar var talsvert af ónýttum eignum á hliðarlínunni eftir hrunið sem þurfti að koma í umferð áður en menn fóru að byggja nýtt,“ segir hann og bætir við: „Fjárfesting í íbúðarhúsnæði heldur áfram að vera tiltölulega lítil og nær ekki nema rétt upp í meðaltal síðustu áratuga sem hlutfall af landsframleiðslu undir lok spátímabilsins þrátt fyrir að menn sjái hér krana í hverju horni.“ Helst verði það áform stjórnvalda um að byggja 2.300 nýjar félagslegar leiguíbúðir á næstu fjórum árum sem muni drífa áfram fjárfestingar í íbúðarhúsnæði.
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira