Búast við 25 prósenta hækkun fasteignaverðs Ingvar Haraldsson skrifar 15. október 2015 07:00 Fasteignaverð hefur hækkað einna mest í miðbæ Reykjavíkur. fréttablaðið/vilhelm Fasteignaverð mun hækka um 25 prósent á þessu ári og út árið 2017 gangi ný þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Íbúðarverð muni því hækka um 16 prósent að raunvirði á spátímabilinu. Þá verði raunverð íbúðarhúsnæðis orðið hærra en það var árið 2005 og því „nokkuð hátt sögulega séð“. Aðspurður hvort hætta sé á fasteignabólu segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka, að hafa þurfi auga með verðþróun á ákveðnum svæðum, til að mynda í miðbæ Reykjavíkur. „En við erum ekki að segja að hækkanirnar séu ekki studdar efnahagslegum rökum, alls ekki því að fasteignaverð hefur fylgt ágætlega vel launaþróun og kaupmáttarþróun.“ segir Ingólfur en Íslandsbanki spáir ríflega 5 prósenta vexti kaupmáttar launa bæði árin 2015 og 2016. Þá sé ekki að sjá að hækkun íbúðaverðs sé drifin áfram af lántökum líkt og gerðist á árunum fyrir bankahrun. Skuldir almennings séu fremur að lækka. Einnig sé búið að herða á reglum um greiðslumat. Verðhækkanir í póstnúmeri 101 skýrist að stórum hluta af vexti ferðaþjónustunnar enda hefur mikið af íbúðum þar verið leigt út til ferðamanna. Ingólfur bendir á að þau hótelherbergi sem nú séu í byggingu muni rétt ná að halda í við fjölgun ferðamanna. Því sé ekki að vænta að nýjar hótelbyggingar nái að mæta eftirspurn eftir húsnæði í miðbæ Reykjavíkur.Ingólfur segir merkilega lítið hafa verið byggt af íbúðum að undanförnu miðað við hve fasteignaverð hefur hækkað hratt og mikið. „Þar vil ég meina að hertar reglur um gæði eigna séu að halda svolítið aftur af því annars vegar og hins vegar var talsvert af ónýttum eignum á hliðarlínunni eftir hrunið sem þurfti að koma í umferð áður en menn fóru að byggja nýtt,“ segir hann og bætir við: „Fjárfesting í íbúðarhúsnæði heldur áfram að vera tiltölulega lítil og nær ekki nema rétt upp í meðaltal síðustu áratuga sem hlutfall af landsframleiðslu undir lok spátímabilsins þrátt fyrir að menn sjái hér krana í hverju horni.“ Helst verði það áform stjórnvalda um að byggja 2.300 nýjar félagslegar leiguíbúðir á næstu fjórum árum sem muni drífa áfram fjárfestingar í íbúðarhúsnæði. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Fasteignaverð mun hækka um 25 prósent á þessu ári og út árið 2017 gangi ný þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Íbúðarverð muni því hækka um 16 prósent að raunvirði á spátímabilinu. Þá verði raunverð íbúðarhúsnæðis orðið hærra en það var árið 2005 og því „nokkuð hátt sögulega séð“. Aðspurður hvort hætta sé á fasteignabólu segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka, að hafa þurfi auga með verðþróun á ákveðnum svæðum, til að mynda í miðbæ Reykjavíkur. „En við erum ekki að segja að hækkanirnar séu ekki studdar efnahagslegum rökum, alls ekki því að fasteignaverð hefur fylgt ágætlega vel launaþróun og kaupmáttarþróun.“ segir Ingólfur en Íslandsbanki spáir ríflega 5 prósenta vexti kaupmáttar launa bæði árin 2015 og 2016. Þá sé ekki að sjá að hækkun íbúðaverðs sé drifin áfram af lántökum líkt og gerðist á árunum fyrir bankahrun. Skuldir almennings séu fremur að lækka. Einnig sé búið að herða á reglum um greiðslumat. Verðhækkanir í póstnúmeri 101 skýrist að stórum hluta af vexti ferðaþjónustunnar enda hefur mikið af íbúðum þar verið leigt út til ferðamanna. Ingólfur bendir á að þau hótelherbergi sem nú séu í byggingu muni rétt ná að halda í við fjölgun ferðamanna. Því sé ekki að vænta að nýjar hótelbyggingar nái að mæta eftirspurn eftir húsnæði í miðbæ Reykjavíkur.Ingólfur segir merkilega lítið hafa verið byggt af íbúðum að undanförnu miðað við hve fasteignaverð hefur hækkað hratt og mikið. „Þar vil ég meina að hertar reglur um gæði eigna séu að halda svolítið aftur af því annars vegar og hins vegar var talsvert af ónýttum eignum á hliðarlínunni eftir hrunið sem þurfti að koma í umferð áður en menn fóru að byggja nýtt,“ segir hann og bætir við: „Fjárfesting í íbúðarhúsnæði heldur áfram að vera tiltölulega lítil og nær ekki nema rétt upp í meðaltal síðustu áratuga sem hlutfall af landsframleiðslu undir lok spátímabilsins þrátt fyrir að menn sjái hér krana í hverju horni.“ Helst verði það áform stjórnvalda um að byggja 2.300 nýjar félagslegar leiguíbúðir á næstu fjórum árum sem muni drífa áfram fjárfestingar í íbúðarhúsnæði.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun