Hver er þessi Matthew Dellavedova? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 11:30 Matthew Dellavedova. Vísir/Getty Matthew Dellavedova hefur vakið mikla athygli með liði Cleveland Cavaliers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en hann átti stórleik með liðinu á móti Chicago Bulls í nótt. Dellavedova hitti úr sjö af ellefu skotum sínum og skoraði 19 stig þegar Cleveland Cavaliers sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 94-73 sigri. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem hann var stigahæsti leikmaður Cleveland-liðsins í leik. Dellavedova spilaði mjög mikilvægt hlutverk í leiknum eftir að Kyrie Irving þurfti af yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla á hné. En hver er þessi leikmaður sem David Blatt, þjálfari Cleveland Cavaliers, hefur svona mikla trú á og LeBron James talar um sem harðasta leikmanninn í liðinu? Matthew Dellavedova er 24 ára gamall og 193 sentímetra hár Ástrali sem er á sínu öðru tímabili með Cavaliers. Dellavedova var fjögur ár hjá Saint Mary's háskólanum þar sem hann skoraði 14,2 stig og gaf 5,6 stoðsendingar í leik á háskólaferlinum. Enginn hefur skorað fleiri stig eða gefið fleiri stoðsendingar í sögu skólans. Dellavedova var ekki valinn í nýliðavalinu en vann sig inn í liðið í gegnum Sumardeildina. Dellavedova fékk tveggja ára samning hjá Cleveland Cavaliers og fékk fyrir þau 1,3 milljón dollara eða um 170 milljónir íslenskra króna. Matthew Dellavedova hefur spilað með ástralska landsliðinu frá 2009 og var í hóp liðsins bæði á ÓL í London 2012 og HM á Spáni 2014. Á heimsmeistaramótinu var hann með 7,5 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Dellavedova hefur verið mun meira áberandi á þessu tímabili en í fyrra enda hefur gengi liðsins gjörbreyst eftir að LeBron James snéri aftur heim. Dellavedova var með 4,8 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á 20,6 mínútum í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni hefur hann verið með 6,0 stig og 2,7 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum. Leikurinn hans í nótt var hinsvegar hans langbesti í úrslitakeppninni hvað varðar stigaskor (19 stig) en hann var með 18 stig og 12 stoðsendingar í lokaleik Cleveland-liðsins í deildarkeppninni. Það er mjög líklegt að Matthew Dellavedova komi inn í byrjunarlið Cleveland Cavaliers verði Kyrie Irving ekki leikfær í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar. Mótherjinn þar verður annaðhvort Atlanta Hawks eða Washington Wizards en þau spila sjötta leikinn í nótt. Atlanta-liðið er 3-2 yfir en næsti leikur er á heimavelli Washington. NBA Tengdar fréttir James tryggði sigurinn með flautukörfu LeBron James var hetja Cleveland gegn Chicago í kvöld. 10. maí 2015 22:10 Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út. 11. maí 2015 07:30 NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 13. maí 2015 07:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira
Matthew Dellavedova hefur vakið mikla athygli með liði Cleveland Cavaliers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en hann átti stórleik með liðinu á móti Chicago Bulls í nótt. Dellavedova hitti úr sjö af ellefu skotum sínum og skoraði 19 stig þegar Cleveland Cavaliers sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 94-73 sigri. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem hann var stigahæsti leikmaður Cleveland-liðsins í leik. Dellavedova spilaði mjög mikilvægt hlutverk í leiknum eftir að Kyrie Irving þurfti af yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla á hné. En hver er þessi leikmaður sem David Blatt, þjálfari Cleveland Cavaliers, hefur svona mikla trú á og LeBron James talar um sem harðasta leikmanninn í liðinu? Matthew Dellavedova er 24 ára gamall og 193 sentímetra hár Ástrali sem er á sínu öðru tímabili með Cavaliers. Dellavedova var fjögur ár hjá Saint Mary's háskólanum þar sem hann skoraði 14,2 stig og gaf 5,6 stoðsendingar í leik á háskólaferlinum. Enginn hefur skorað fleiri stig eða gefið fleiri stoðsendingar í sögu skólans. Dellavedova var ekki valinn í nýliðavalinu en vann sig inn í liðið í gegnum Sumardeildina. Dellavedova fékk tveggja ára samning hjá Cleveland Cavaliers og fékk fyrir þau 1,3 milljón dollara eða um 170 milljónir íslenskra króna. Matthew Dellavedova hefur spilað með ástralska landsliðinu frá 2009 og var í hóp liðsins bæði á ÓL í London 2012 og HM á Spáni 2014. Á heimsmeistaramótinu var hann með 7,5 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Dellavedova hefur verið mun meira áberandi á þessu tímabili en í fyrra enda hefur gengi liðsins gjörbreyst eftir að LeBron James snéri aftur heim. Dellavedova var með 4,8 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á 20,6 mínútum í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni hefur hann verið með 6,0 stig og 2,7 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum. Leikurinn hans í nótt var hinsvegar hans langbesti í úrslitakeppninni hvað varðar stigaskor (19 stig) en hann var með 18 stig og 12 stoðsendingar í lokaleik Cleveland-liðsins í deildarkeppninni. Það er mjög líklegt að Matthew Dellavedova komi inn í byrjunarlið Cleveland Cavaliers verði Kyrie Irving ekki leikfær í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar. Mótherjinn þar verður annaðhvort Atlanta Hawks eða Washington Wizards en þau spila sjötta leikinn í nótt. Atlanta-liðið er 3-2 yfir en næsti leikur er á heimavelli Washington.
NBA Tengdar fréttir James tryggði sigurinn með flautukörfu LeBron James var hetja Cleveland gegn Chicago í kvöld. 10. maí 2015 22:10 Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út. 11. maí 2015 07:30 NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 13. maí 2015 07:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira
James tryggði sigurinn með flautukörfu LeBron James var hetja Cleveland gegn Chicago í kvöld. 10. maí 2015 22:10
Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út. 11. maí 2015 07:30
NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 13. maí 2015 07:30
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti