Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2015 19:00 Samkeppniseftirlitið segir BYKO og gömlu Húsasmiðjuna hafa haft reglulegt samráð um verð, birgðastöðu o.fl. í því skyni að hækka verð og vinna gegn verðlækkunum á svo nefndum grófvörum. Norvík móðurfélag BYKO hefur áfrýjað 650 milljón króna sekt Samkeppniseftfirlitsins frá því í dag fyrir ólöglegt verðsamráð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Forstjóri Narvíkur segist reiður og sár yfir sektinni sem sé í andstöðu við niðurstöðu héraðsdóms. Samkeppniseftirlitið segir BYKO og gömlu Húsasmiðjuna hafa haft reglulegt samráð um verð, birgðastöðu o.fl. í því skyni að hækka verð og vinna gegn verðlækkunum á svo nefndum grófvörum. Fyrirtækin hafi m.a haft samráð um að hækka verð í öllum tilboðum á grófvöru í áföngum, unnið gegn verðsamkeppni í sölu á pallaefni á aðalsölutíma þeirrar vöru og reynt þess í stað að hækka verð og haft samráð um að hækka verð á miðstöðvarofnum. Þá hafi fyrirtækin sameiginlega gert tilraun til að fá Múrbúðina til að taka þátt í samráði um verð á grófvöru. Jón Helgi Guðmundsson forstjóri Norvíkur, móðurfélags BYKO, segir risasekt Samkepnniseftirlitsins undarlega í ljósi nýfallins dóms í Héraðsdómi Reykjaness, þar sem sömu aðilar hafi verið sýknaðir. Ljóst sé að eftir erfið ár frá hruni efnahagslífsins standi rekstur BYKO alls ekki undir þessari sekt. „Ég er alveg miður mín yfir þessu og ég er náttúrlega bæði reiður og sár. Ef það er hægt að ganga fram með þessum hætti veit ég ekki hvar við erum stödd í íslensku viðskiptalífi. Þetta náttúrlega tengist viðskiptalífinu; þessi Samkeppnisyfirvöld. Sem ég tel að hafi sýnt sig að séu algerlega óhæf, eins og kemur fram í þessu máli. Þá eigum við bara mjög bágt í íslensku atvinnulífi,“ segir Jón Helgi. Fyrrverandi eigendi Húsasmiðjunnar gekkst við brotum sínum í fyrra með sátt við Samkeppniseftirlitið en Jón Helgi segir það hafa verið gert til að núverandi eigandi, Landsbankinn, fengi frið fyrir eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið segir að dómur sá sem Jón Helgi vísar til í Héraðsdómi Reykjaness hafi ekki áhrif á niðurstöðu eftirliftsins um 650 milljón króna sekt, sem Norvík hefur nú áfrýjað til úrskurðarnefndar. Jón Helgi segir hins vegar vafasamt hvort hægt sé að sekta móðurfélag fyrir meint brot dótturfélags. „Það er engan veginn borgunarfélag fyrir þessari sekt. Ég er staddur út í Lettlandi núna og ætli við reynum ekki að skrapa fé saman til að mæta þessu. Því mér skilst eftir lögum að þá verði við að borga þetta og reyna svo að sækja okkar rétt. Þetta er veruleg fjárhæð,“ segir Jón Helgi Guðmundsson. Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21 Mest lesið Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Sjá meira
Norvík móðurfélag BYKO hefur áfrýjað 650 milljón króna sekt Samkeppniseftfirlitsins frá því í dag fyrir ólöglegt verðsamráð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Forstjóri Narvíkur segist reiður og sár yfir sektinni sem sé í andstöðu við niðurstöðu héraðsdóms. Samkeppniseftirlitið segir BYKO og gömlu Húsasmiðjuna hafa haft reglulegt samráð um verð, birgðastöðu o.fl. í því skyni að hækka verð og vinna gegn verðlækkunum á svo nefndum grófvörum. Fyrirtækin hafi m.a haft samráð um að hækka verð í öllum tilboðum á grófvöru í áföngum, unnið gegn verðsamkeppni í sölu á pallaefni á aðalsölutíma þeirrar vöru og reynt þess í stað að hækka verð og haft samráð um að hækka verð á miðstöðvarofnum. Þá hafi fyrirtækin sameiginlega gert tilraun til að fá Múrbúðina til að taka þátt í samráði um verð á grófvöru. Jón Helgi Guðmundsson forstjóri Norvíkur, móðurfélags BYKO, segir risasekt Samkepnniseftirlitsins undarlega í ljósi nýfallins dóms í Héraðsdómi Reykjaness, þar sem sömu aðilar hafi verið sýknaðir. Ljóst sé að eftir erfið ár frá hruni efnahagslífsins standi rekstur BYKO alls ekki undir þessari sekt. „Ég er alveg miður mín yfir þessu og ég er náttúrlega bæði reiður og sár. Ef það er hægt að ganga fram með þessum hætti veit ég ekki hvar við erum stödd í íslensku viðskiptalífi. Þetta náttúrlega tengist viðskiptalífinu; þessi Samkeppnisyfirvöld. Sem ég tel að hafi sýnt sig að séu algerlega óhæf, eins og kemur fram í þessu máli. Þá eigum við bara mjög bágt í íslensku atvinnulífi,“ segir Jón Helgi. Fyrrverandi eigendi Húsasmiðjunnar gekkst við brotum sínum í fyrra með sátt við Samkeppniseftirlitið en Jón Helgi segir það hafa verið gert til að núverandi eigandi, Landsbankinn, fengi frið fyrir eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið segir að dómur sá sem Jón Helgi vísar til í Héraðsdómi Reykjaness hafi ekki áhrif á niðurstöðu eftirliftsins um 650 milljón króna sekt, sem Norvík hefur nú áfrýjað til úrskurðarnefndar. Jón Helgi segir hins vegar vafasamt hvort hægt sé að sekta móðurfélag fyrir meint brot dótturfélags. „Það er engan veginn borgunarfélag fyrir þessari sekt. Ég er staddur út í Lettlandi núna og ætli við reynum ekki að skrapa fé saman til að mæta þessu. Því mér skilst eftir lögum að þá verði við að borga þetta og reyna svo að sækja okkar rétt. Þetta er veruleg fjárhæð,“ segir Jón Helgi Guðmundsson.
Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21 Mest lesið Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Sjá meira
BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12
Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21