Segir fáránlegt að olía sé ódýrari en rafmagn Ingvar Haraldsson skrifar 11. febrúar 2015 09:15 Kostnaður við spennistöðina auk framkvæmda við Landeyjar er áætlaður á milli 700 og 800 milljónir króna. fréttablaðið/óskar HS Veitur og Landsnet vinna nú að því að reisa spennistöð í Vestmanneyjum svo hægt sé að auka raforkuflutning til Vestmannaeyja. Að framkvæmdum loknum er vonast til þess að hægt verði að tvöfalda þau 22 megavött sem nú er hægt að flytja til Vestmanneyja.Fiskvinnslurnar í bæjarfélaginu segja óljóst hvort það svari kostnaði að hætta notkun olíu við bræðslu þrátt fyrir breytingarnar. „Það að verðleggja rafmagn með þeim hætti að það sé ódýrara að nota olíu er algjörlega fáránleg hugmynd. Bæði út frá sjónarhóli Vinnslustöðvarinnar og þjóðarbúsins,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, um verðlagningu á rafmagni til bræðslu í Vestmannaeyjum. Þegar mest lætur er um þriðjungur orkunotkunar Vinnslustöðvarinnar fenginn með olíubrennslu að sögn Sigurgeirs. Hann segir að án þess að fá tryggingu fyrir því að raforkuverð haldist hagstætt geti Vinnslustöðin ekki réttlætt fjárfestingar í að breyta búnaði til þess að auka raforkunotkun. Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir það afar kostnaðarsamt að hætta olíunotkun en Ísfélagið notar nánast eingöngu olíu við bræðslu. Það þurfi að vera ljóst að slíkar framkvæmdir borgi sig svo út í þær sé farið. Slíkt velti á þróun rafmagns- og olíuverðs sem afar erfitt sé að spá um.Þeirra mál en ekki okkar Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna, segir að fiskvinnslurnar verði sjálfar að ákveða hvort það borgi sig að hætta að nota olíu. „Það er þeirra mál en ekki okkar,“ segir Júlíus. Kostnaður HS Veitna við verkefnið verður um 500 milljónir króna. Þá er áætlað að kostnaður Landsnets við framkvæmdir við Landeyjar verði á milli 200 og 300 milljónir króna. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á þessu ári og verklok verði eftir rúmt ár. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Búinn að afnema regluverkið sem tafði fyrir opnun Kastrup Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
HS Veitur og Landsnet vinna nú að því að reisa spennistöð í Vestmanneyjum svo hægt sé að auka raforkuflutning til Vestmannaeyja. Að framkvæmdum loknum er vonast til þess að hægt verði að tvöfalda þau 22 megavött sem nú er hægt að flytja til Vestmanneyja.Fiskvinnslurnar í bæjarfélaginu segja óljóst hvort það svari kostnaði að hætta notkun olíu við bræðslu þrátt fyrir breytingarnar. „Það að verðleggja rafmagn með þeim hætti að það sé ódýrara að nota olíu er algjörlega fáránleg hugmynd. Bæði út frá sjónarhóli Vinnslustöðvarinnar og þjóðarbúsins,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, um verðlagningu á rafmagni til bræðslu í Vestmannaeyjum. Þegar mest lætur er um þriðjungur orkunotkunar Vinnslustöðvarinnar fenginn með olíubrennslu að sögn Sigurgeirs. Hann segir að án þess að fá tryggingu fyrir því að raforkuverð haldist hagstætt geti Vinnslustöðin ekki réttlætt fjárfestingar í að breyta búnaði til þess að auka raforkunotkun. Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir það afar kostnaðarsamt að hætta olíunotkun en Ísfélagið notar nánast eingöngu olíu við bræðslu. Það þurfi að vera ljóst að slíkar framkvæmdir borgi sig svo út í þær sé farið. Slíkt velti á þróun rafmagns- og olíuverðs sem afar erfitt sé að spá um.Þeirra mál en ekki okkar Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna, segir að fiskvinnslurnar verði sjálfar að ákveða hvort það borgi sig að hætta að nota olíu. „Það er þeirra mál en ekki okkar,“ segir Júlíus. Kostnaður HS Veitna við verkefnið verður um 500 milljónir króna. Þá er áætlað að kostnaður Landsnets við framkvæmdir við Landeyjar verði á milli 200 og 300 milljónir króna. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á þessu ári og verklok verði eftir rúmt ár.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Búinn að afnema regluverkið sem tafði fyrir opnun Kastrup Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira