Segir fáránlegt að olía sé ódýrari en rafmagn Ingvar Haraldsson skrifar 11. febrúar 2015 09:15 Kostnaður við spennistöðina auk framkvæmda við Landeyjar er áætlaður á milli 700 og 800 milljónir króna. fréttablaðið/óskar HS Veitur og Landsnet vinna nú að því að reisa spennistöð í Vestmanneyjum svo hægt sé að auka raforkuflutning til Vestmannaeyja. Að framkvæmdum loknum er vonast til þess að hægt verði að tvöfalda þau 22 megavött sem nú er hægt að flytja til Vestmanneyja.Fiskvinnslurnar í bæjarfélaginu segja óljóst hvort það svari kostnaði að hætta notkun olíu við bræðslu þrátt fyrir breytingarnar. „Það að verðleggja rafmagn með þeim hætti að það sé ódýrara að nota olíu er algjörlega fáránleg hugmynd. Bæði út frá sjónarhóli Vinnslustöðvarinnar og þjóðarbúsins,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, um verðlagningu á rafmagni til bræðslu í Vestmannaeyjum. Þegar mest lætur er um þriðjungur orkunotkunar Vinnslustöðvarinnar fenginn með olíubrennslu að sögn Sigurgeirs. Hann segir að án þess að fá tryggingu fyrir því að raforkuverð haldist hagstætt geti Vinnslustöðin ekki réttlætt fjárfestingar í að breyta búnaði til þess að auka raforkunotkun. Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir það afar kostnaðarsamt að hætta olíunotkun en Ísfélagið notar nánast eingöngu olíu við bræðslu. Það þurfi að vera ljóst að slíkar framkvæmdir borgi sig svo út í þær sé farið. Slíkt velti á þróun rafmagns- og olíuverðs sem afar erfitt sé að spá um.Þeirra mál en ekki okkar Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna, segir að fiskvinnslurnar verði sjálfar að ákveða hvort það borgi sig að hætta að nota olíu. „Það er þeirra mál en ekki okkar,“ segir Júlíus. Kostnaður HS Veitna við verkefnið verður um 500 milljónir króna. Þá er áætlað að kostnaður Landsnets við framkvæmdir við Landeyjar verði á milli 200 og 300 milljónir króna. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á þessu ári og verklok verði eftir rúmt ár. Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
HS Veitur og Landsnet vinna nú að því að reisa spennistöð í Vestmanneyjum svo hægt sé að auka raforkuflutning til Vestmannaeyja. Að framkvæmdum loknum er vonast til þess að hægt verði að tvöfalda þau 22 megavött sem nú er hægt að flytja til Vestmanneyja.Fiskvinnslurnar í bæjarfélaginu segja óljóst hvort það svari kostnaði að hætta notkun olíu við bræðslu þrátt fyrir breytingarnar. „Það að verðleggja rafmagn með þeim hætti að það sé ódýrara að nota olíu er algjörlega fáránleg hugmynd. Bæði út frá sjónarhóli Vinnslustöðvarinnar og þjóðarbúsins,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, um verðlagningu á rafmagni til bræðslu í Vestmannaeyjum. Þegar mest lætur er um þriðjungur orkunotkunar Vinnslustöðvarinnar fenginn með olíubrennslu að sögn Sigurgeirs. Hann segir að án þess að fá tryggingu fyrir því að raforkuverð haldist hagstætt geti Vinnslustöðin ekki réttlætt fjárfestingar í að breyta búnaði til þess að auka raforkunotkun. Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir það afar kostnaðarsamt að hætta olíunotkun en Ísfélagið notar nánast eingöngu olíu við bræðslu. Það þurfi að vera ljóst að slíkar framkvæmdir borgi sig svo út í þær sé farið. Slíkt velti á þróun rafmagns- og olíuverðs sem afar erfitt sé að spá um.Þeirra mál en ekki okkar Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna, segir að fiskvinnslurnar verði sjálfar að ákveða hvort það borgi sig að hætta að nota olíu. „Það er þeirra mál en ekki okkar,“ segir Júlíus. Kostnaður HS Veitna við verkefnið verður um 500 milljónir króna. Þá er áætlað að kostnaður Landsnets við framkvæmdir við Landeyjar verði á milli 200 og 300 milljónir króna. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á þessu ári og verklok verði eftir rúmt ár.
Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira