Segir fáránlegt að olía sé ódýrari en rafmagn Ingvar Haraldsson skrifar 11. febrúar 2015 09:15 Kostnaður við spennistöðina auk framkvæmda við Landeyjar er áætlaður á milli 700 og 800 milljónir króna. fréttablaðið/óskar HS Veitur og Landsnet vinna nú að því að reisa spennistöð í Vestmanneyjum svo hægt sé að auka raforkuflutning til Vestmannaeyja. Að framkvæmdum loknum er vonast til þess að hægt verði að tvöfalda þau 22 megavött sem nú er hægt að flytja til Vestmanneyja.Fiskvinnslurnar í bæjarfélaginu segja óljóst hvort það svari kostnaði að hætta notkun olíu við bræðslu þrátt fyrir breytingarnar. „Það að verðleggja rafmagn með þeim hætti að það sé ódýrara að nota olíu er algjörlega fáránleg hugmynd. Bæði út frá sjónarhóli Vinnslustöðvarinnar og þjóðarbúsins,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, um verðlagningu á rafmagni til bræðslu í Vestmannaeyjum. Þegar mest lætur er um þriðjungur orkunotkunar Vinnslustöðvarinnar fenginn með olíubrennslu að sögn Sigurgeirs. Hann segir að án þess að fá tryggingu fyrir því að raforkuverð haldist hagstætt geti Vinnslustöðin ekki réttlætt fjárfestingar í að breyta búnaði til þess að auka raforkunotkun. Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir það afar kostnaðarsamt að hætta olíunotkun en Ísfélagið notar nánast eingöngu olíu við bræðslu. Það þurfi að vera ljóst að slíkar framkvæmdir borgi sig svo út í þær sé farið. Slíkt velti á þróun rafmagns- og olíuverðs sem afar erfitt sé að spá um.Þeirra mál en ekki okkar Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna, segir að fiskvinnslurnar verði sjálfar að ákveða hvort það borgi sig að hætta að nota olíu. „Það er þeirra mál en ekki okkar,“ segir Júlíus. Kostnaður HS Veitna við verkefnið verður um 500 milljónir króna. Þá er áætlað að kostnaður Landsnets við framkvæmdir við Landeyjar verði á milli 200 og 300 milljónir króna. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á þessu ári og verklok verði eftir rúmt ár. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
HS Veitur og Landsnet vinna nú að því að reisa spennistöð í Vestmanneyjum svo hægt sé að auka raforkuflutning til Vestmannaeyja. Að framkvæmdum loknum er vonast til þess að hægt verði að tvöfalda þau 22 megavött sem nú er hægt að flytja til Vestmanneyja.Fiskvinnslurnar í bæjarfélaginu segja óljóst hvort það svari kostnaði að hætta notkun olíu við bræðslu þrátt fyrir breytingarnar. „Það að verðleggja rafmagn með þeim hætti að það sé ódýrara að nota olíu er algjörlega fáránleg hugmynd. Bæði út frá sjónarhóli Vinnslustöðvarinnar og þjóðarbúsins,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, um verðlagningu á rafmagni til bræðslu í Vestmannaeyjum. Þegar mest lætur er um þriðjungur orkunotkunar Vinnslustöðvarinnar fenginn með olíubrennslu að sögn Sigurgeirs. Hann segir að án þess að fá tryggingu fyrir því að raforkuverð haldist hagstætt geti Vinnslustöðin ekki réttlætt fjárfestingar í að breyta búnaði til þess að auka raforkunotkun. Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir það afar kostnaðarsamt að hætta olíunotkun en Ísfélagið notar nánast eingöngu olíu við bræðslu. Það þurfi að vera ljóst að slíkar framkvæmdir borgi sig svo út í þær sé farið. Slíkt velti á þróun rafmagns- og olíuverðs sem afar erfitt sé að spá um.Þeirra mál en ekki okkar Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna, segir að fiskvinnslurnar verði sjálfar að ákveða hvort það borgi sig að hætta að nota olíu. „Það er þeirra mál en ekki okkar,“ segir Júlíus. Kostnaður HS Veitna við verkefnið verður um 500 milljónir króna. Þá er áætlað að kostnaður Landsnets við framkvæmdir við Landeyjar verði á milli 200 og 300 milljónir króna. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á þessu ári og verklok verði eftir rúmt ár.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira