Harden einni stoðsendingu frá rosalegri þrennu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 07:30 James Harden átti frábæran leik. vísir/getty James Harden átti stórkostlegan leik fyrir Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns á útivelli, 127-118. Harden var einni stoðsendingu frá ævintýralega flottri þrennu, en hann skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þessi magnaði leikmaður skoraði 20 stig bara í fjórða leikhlutanum þar sem Houston sleit sig frá Phoenix og landaði sigrinum, en gestirnir unnu síðasta fjórðunginn með tíu stigum þökk sé honum. Harden hitti úr 13 af 23 skotum sínum í teignum og þremur af sjö þriggja stiga skotum auk þess að nýta 11 af 14 vítaskotum. Houston heldur eins leiks forystu á Portland í baráttunni um þriðja sæti í vesturdeildinni þar sem heimavallarrétturinn mun væntanlega skipta þokkalegu máli í úrslitakeppninni, en liðið er þremur sigrum á eftir Memphis sem er í öðru sæti. Sjáðu Harden fara á kostum í nótt: Talandi um Memphis. Það vann það níu stiga heimasigur á Brooklyn Nets í nótt, 95-86. Heimamenn voru með þrettán stiga forskot fyrir síðasta fjórðunginn sem gestirnir náðu ekki að éta upp. Marc Gasol heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur fyrir Memphis, en spænski miðherjinn skoraði 14 stig og tók 11 fráköst. Zach Randolph var þó stigahæstur með 19 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst. Bróðir Gasol, Pau, hefur líka spilað frábærlega á tímabilinu eftir að skipta yfir til Chicago og hann fór fyrir sínum mönnum sem völtuðu yfir Sacramento Kings, 104-86, á heimavelli. Gasol skoraði 26 stig og tók 16 fráköst, en hann hitti úr 11 af 15 skotum sínum í teignum. Tony Snell kom hrikalega öflugur inn af bekknum og skoraði 24 stig, það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu. Chicago-liðið er í þriðja sæti austurdeildarinnar og búið að vinna þrjá leiki í röð, en það er 2,5 sigrum á eftir Toronto sem er í öðru sætinu. Atlanta er sem fyrr á toppnum í austrinu með örugga forystu þar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Detroit Pistons 78-106 Phoenix Suns - Hoston Rockets 118-127 Chicago Bulls - Sacramento Kings 104-86 Memphis Grizzlies - Brooklyn Nets 95-86 LA Lakers - Denver Nuggets 96-106Staðan í deildinni.Jeff Green setur niður hollí hú-troðslu: Ben McLemore treður í Chicago NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
James Harden átti stórkostlegan leik fyrir Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns á útivelli, 127-118. Harden var einni stoðsendingu frá ævintýralega flottri þrennu, en hann skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þessi magnaði leikmaður skoraði 20 stig bara í fjórða leikhlutanum þar sem Houston sleit sig frá Phoenix og landaði sigrinum, en gestirnir unnu síðasta fjórðunginn með tíu stigum þökk sé honum. Harden hitti úr 13 af 23 skotum sínum í teignum og þremur af sjö þriggja stiga skotum auk þess að nýta 11 af 14 vítaskotum. Houston heldur eins leiks forystu á Portland í baráttunni um þriðja sæti í vesturdeildinni þar sem heimavallarrétturinn mun væntanlega skipta þokkalegu máli í úrslitakeppninni, en liðið er þremur sigrum á eftir Memphis sem er í öðru sæti. Sjáðu Harden fara á kostum í nótt: Talandi um Memphis. Það vann það níu stiga heimasigur á Brooklyn Nets í nótt, 95-86. Heimamenn voru með þrettán stiga forskot fyrir síðasta fjórðunginn sem gestirnir náðu ekki að éta upp. Marc Gasol heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur fyrir Memphis, en spænski miðherjinn skoraði 14 stig og tók 11 fráköst. Zach Randolph var þó stigahæstur með 19 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst. Bróðir Gasol, Pau, hefur líka spilað frábærlega á tímabilinu eftir að skipta yfir til Chicago og hann fór fyrir sínum mönnum sem völtuðu yfir Sacramento Kings, 104-86, á heimavelli. Gasol skoraði 26 stig og tók 16 fráköst, en hann hitti úr 11 af 15 skotum sínum í teignum. Tony Snell kom hrikalega öflugur inn af bekknum og skoraði 24 stig, það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu. Chicago-liðið er í þriðja sæti austurdeildarinnar og búið að vinna þrjá leiki í röð, en það er 2,5 sigrum á eftir Toronto sem er í öðru sætinu. Atlanta er sem fyrr á toppnum í austrinu með örugga forystu þar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Detroit Pistons 78-106 Phoenix Suns - Hoston Rockets 118-127 Chicago Bulls - Sacramento Kings 104-86 Memphis Grizzlies - Brooklyn Nets 95-86 LA Lakers - Denver Nuggets 96-106Staðan í deildinni.Jeff Green setur niður hollí hú-troðslu: Ben McLemore treður í Chicago
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira