Hér sést þota Loftleiða lenda á Suðurskautinu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2015 20:15 Íslendingar mörkuðu þáttaskil í flugsögunni í gær þegar Boeing 757-þota lenti á íshellu á Suðurskautinu. Þetta er fyrsta farþegaflug þotu í atvinnuskyni á þennan afskekktasta stað jarðar. Vélinni var flogið frá borginni Punta Arenas í Chile og áfangastaðurinn var gegnfrosin mörghundruð metra þykk íshella á stað sem kallast Union Glacier, en flugtíminn er um fjórar og hálf klukkustund. Myndskeiðin af lendingunni, sem sýnd voru í fréttum Stöðvar 2, fengum við frá flugstjóranum, August Håkansson, og ferðaskrifstofunni Antarctic Logistics & Expeditions, sem leigir þotuna af Loftleiðum, dótturfélagi Icelandair. Hér má sjá innréttingu vélarinnar.Vísir/Pjetur Áður en lent var með farþega fóru flugmenn Icelandair í reynsluferð til að prófa þessa óvenjulegu flugbraut. Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða Icelandic, segir að brautin sé gegnheill mörghundruð metra þykkur ís. Kuldinn sé nægilegur til að brautin sé stöm þannig að bremsuskilyrði séu fullnægjandi og gekk lendingin að óskum.Sjá einnig: Brutu blað í flugsögunni: Íslensk áhöfn lenti Boeing-þotu á Suðurskautslandinu Þotan er með lúxusinnréttingu fyrir 62 farþega og er gert ráð fyrir að hún fari fjórar til fimm ferðir á Suðurskautið með efnað fólk í ævintýraleit. Það klífi þar fjöll, skoði náttúruna og hlaupi meira að segja Suðurskautsmaraþonið. Með þessari lendingu ná Lofleiðir því að vera með starfsemi í sjö heimsálfum á þessu ári og nefnir Erlendur Ástralíu, Papúa Nýju-Gíneu, Síerra Leóne, Frakkland, Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og núna á Suðurskautið. Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Íslendingar mörkuðu þáttaskil í flugsögunni í gær þegar Boeing 757-þota lenti á íshellu á Suðurskautinu. Þetta er fyrsta farþegaflug þotu í atvinnuskyni á þennan afskekktasta stað jarðar. Vélinni var flogið frá borginni Punta Arenas í Chile og áfangastaðurinn var gegnfrosin mörghundruð metra þykk íshella á stað sem kallast Union Glacier, en flugtíminn er um fjórar og hálf klukkustund. Myndskeiðin af lendingunni, sem sýnd voru í fréttum Stöðvar 2, fengum við frá flugstjóranum, August Håkansson, og ferðaskrifstofunni Antarctic Logistics & Expeditions, sem leigir þotuna af Loftleiðum, dótturfélagi Icelandair. Hér má sjá innréttingu vélarinnar.Vísir/Pjetur Áður en lent var með farþega fóru flugmenn Icelandair í reynsluferð til að prófa þessa óvenjulegu flugbraut. Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða Icelandic, segir að brautin sé gegnheill mörghundruð metra þykkur ís. Kuldinn sé nægilegur til að brautin sé stöm þannig að bremsuskilyrði séu fullnægjandi og gekk lendingin að óskum.Sjá einnig: Brutu blað í flugsögunni: Íslensk áhöfn lenti Boeing-þotu á Suðurskautslandinu Þotan er með lúxusinnréttingu fyrir 62 farþega og er gert ráð fyrir að hún fari fjórar til fimm ferðir á Suðurskautið með efnað fólk í ævintýraleit. Það klífi þar fjöll, skoði náttúruna og hlaupi meira að segja Suðurskautsmaraþonið. Með þessari lendingu ná Lofleiðir því að vera með starfsemi í sjö heimsálfum á þessu ári og nefnir Erlendur Ástralíu, Papúa Nýju-Gíneu, Síerra Leóne, Frakkland, Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og núna á Suðurskautið.
Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira