Hér sést þota Loftleiða lenda á Suðurskautinu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2015 20:15 Íslendingar mörkuðu þáttaskil í flugsögunni í gær þegar Boeing 757-þota lenti á íshellu á Suðurskautinu. Þetta er fyrsta farþegaflug þotu í atvinnuskyni á þennan afskekktasta stað jarðar. Vélinni var flogið frá borginni Punta Arenas í Chile og áfangastaðurinn var gegnfrosin mörghundruð metra þykk íshella á stað sem kallast Union Glacier, en flugtíminn er um fjórar og hálf klukkustund. Myndskeiðin af lendingunni, sem sýnd voru í fréttum Stöðvar 2, fengum við frá flugstjóranum, August Håkansson, og ferðaskrifstofunni Antarctic Logistics & Expeditions, sem leigir þotuna af Loftleiðum, dótturfélagi Icelandair. Hér má sjá innréttingu vélarinnar.Vísir/Pjetur Áður en lent var með farþega fóru flugmenn Icelandair í reynsluferð til að prófa þessa óvenjulegu flugbraut. Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða Icelandic, segir að brautin sé gegnheill mörghundruð metra þykkur ís. Kuldinn sé nægilegur til að brautin sé stöm þannig að bremsuskilyrði séu fullnægjandi og gekk lendingin að óskum.Sjá einnig: Brutu blað í flugsögunni: Íslensk áhöfn lenti Boeing-þotu á Suðurskautslandinu Þotan er með lúxusinnréttingu fyrir 62 farþega og er gert ráð fyrir að hún fari fjórar til fimm ferðir á Suðurskautið með efnað fólk í ævintýraleit. Það klífi þar fjöll, skoði náttúruna og hlaupi meira að segja Suðurskautsmaraþonið. Með þessari lendingu ná Lofleiðir því að vera með starfsemi í sjö heimsálfum á þessu ári og nefnir Erlendur Ástralíu, Papúa Nýju-Gíneu, Síerra Leóne, Frakkland, Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og núna á Suðurskautið. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Íslendingar mörkuðu þáttaskil í flugsögunni í gær þegar Boeing 757-þota lenti á íshellu á Suðurskautinu. Þetta er fyrsta farþegaflug þotu í atvinnuskyni á þennan afskekktasta stað jarðar. Vélinni var flogið frá borginni Punta Arenas í Chile og áfangastaðurinn var gegnfrosin mörghundruð metra þykk íshella á stað sem kallast Union Glacier, en flugtíminn er um fjórar og hálf klukkustund. Myndskeiðin af lendingunni, sem sýnd voru í fréttum Stöðvar 2, fengum við frá flugstjóranum, August Håkansson, og ferðaskrifstofunni Antarctic Logistics & Expeditions, sem leigir þotuna af Loftleiðum, dótturfélagi Icelandair. Hér má sjá innréttingu vélarinnar.Vísir/Pjetur Áður en lent var með farþega fóru flugmenn Icelandair í reynsluferð til að prófa þessa óvenjulegu flugbraut. Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða Icelandic, segir að brautin sé gegnheill mörghundruð metra þykkur ís. Kuldinn sé nægilegur til að brautin sé stöm þannig að bremsuskilyrði séu fullnægjandi og gekk lendingin að óskum.Sjá einnig: Brutu blað í flugsögunni: Íslensk áhöfn lenti Boeing-þotu á Suðurskautslandinu Þotan er með lúxusinnréttingu fyrir 62 farþega og er gert ráð fyrir að hún fari fjórar til fimm ferðir á Suðurskautið með efnað fólk í ævintýraleit. Það klífi þar fjöll, skoði náttúruna og hlaupi meira að segja Suðurskautsmaraþonið. Með þessari lendingu ná Lofleiðir því að vera með starfsemi í sjö heimsálfum á þessu ári og nefnir Erlendur Ástralíu, Papúa Nýju-Gíneu, Síerra Leóne, Frakkland, Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og núna á Suðurskautið.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira