Þúsundir fylgjast með Bubba borða orma Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. október 2015 08:00 Bubbi Morthens heitir bubbinn á Snapchat. Hinn sígildi Bubbi Morthens hefur hreinilega slegið í gegn á Snapchat að undanförnu og sankað að sér fylgjendum á miðlinum í þúsundavís. Sextán þúsund manns fylgja Bubba á Snapchat þar sem hann býður fólki að fylgjast með því sem gerist á bakvið tjöldin hjá sér. Bubbi hefur verið duglegur að lesa upp úr ljóðabókinni sem hann gaf út í síðustu viku, sem ber titilinn Öskraðu gat á myrkrið. Hann segir ljóðabókina þó ekki hafa verið ástæðuna fyrir því að hann fór að snappa. „Þetta er bara ágætis leið til að viðhalda sambandi við aðdáendur og endurnýja sjálfan sig í þessum margbreytilega heimi sem við lifum í. Þetta er nýr miðill og það má kannski segja að ég sé orðin mín eigin auglýsingastofa."Fíflalæti eru nauðsynleg Bubbi slær iðulega á létta strengi á snappinu, enda annálaður húmoristi. „Mér finnst þetta alveg rosalega gaman. Ég nýt þess að vera með fíflalæti. Það er bæði skemmtilegt og hollt. Svo leyfi ég fólki að kíkja aðeins á það sem ég er að bardúsa. Ég er líka með nýjungar í farvatninu,“ segir popparinn þekkti um áform sín á snappinu. Bubbi er duglegur að setja inn ný snöpp og þeir sem fylgja honum vita í raun aldrei við hverju þeir eiga að búast. „Það er hægt að gera svo mikið á þessum miðli. Til dæmis hef ég sagt sögur á Snapchat. Þá set ég inn kannski sex til sjö snöpp í röð, þannig að sagan skili sér. Svo eru möguleikar sem snappið býður upp á. Til dæmis að kynna tónleika og sýna stemninguna baksviðs.“Ormar eru hollir Greinilegt er að mikið er fylgst með Snapchat reikningi Bubba. Fjölmiðlar hafa unnið fréttir upp úr sögum hans og reglulega spinnst umræða um snöppin hans Bubba á Twitter. Líklega vekur það mesta athygli þegar Bubbi leggur sér orma til munns. Þegar blaðamaður ber þetta undir hann skellir Bubbi upp úr. „Ormar eru góðir. Omar eru málið. Þetta er leyndarmál íþróttanna. Ef myndu borða slatta af ormum myndu þeir ná árangri. Þetta er geðveikt prótein. Ormar eru bara hollir.“ Bubbi segist pæla mikið í því hvernig hann geti útfært snöppin sín skemmtilega og hefur áform um að birta þar allskyns tilkynningar.Ákvað að vera með „Ég hefði í raun alveg getað setið heima og bara bölvað þessum nýja miðli, sem Snapchat er,“ útskýrir Bubbi og heldur áfram: „En ég ákvað að vera með í þessari öldu og sé ekki eftir því. Þetta er frábær miðill með rosalega mikla möguleika.“ Engar sérstakar tilkynningar voru gefnar út, þegar Bubbi opnaði reikning á Snapchat. „Nei, ég sagði bara frá þessu á Facebook og Twitter. Mig grunaði ekki að viðtökurnar yrðu svona góðar. Ég átti kannski ekki von á því að fleiri þúsund manns myndu fylgja mér, sér í lagi þar sem ég hef bara verið með snappið í einhverjar fimm vikur.“Snappar inn jólin Þegar horft er á dagatalið hjá Bubba má sjá þar nokkra fasta liði sem eru afar vinsælir. Líklegast bera Þorláksmessutónleikar hans þar hæst. Bubbi er búinn að skipuleggja hvernig snappað verður frá þeim og má segja að hann ætli sér hreinlega að snappa inn jólin hjá fólki. „Við munum snappa mikið baksviðs og svo verð ég með sérstakan mann á símanum. Svo mun ég snappa beint frá tónleikunum inn á milli.“ Bubbi ætlar sér líka að flytja fréttir af sér og sínum áformum á snappinu, þannig að fylgjendur hans fái þær fyrstir.Ný plata „Til dæmis mun ég segja frá því hverjir munu vinna með mér á nýrri plötu sem ég er að vinna að. Þær fréttir munu vekja athygli. Ég mun einnig upplýsa það hvernig plata þetta verður.“ Bubbi ætlar líka að leyfa fólki að fylgjast með vinnslu plötunnar. „Ég mun snappa frá æfingum og upptökum. Fylgjendurnir á Snapchat geta fylgst með frá fyrsta degi.“ Þeir sem vilja fylgjast með Bubba Morthens á Snapchat geta fundið hann undir nafninu bubbinn. Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Hinn sígildi Bubbi Morthens hefur hreinilega slegið í gegn á Snapchat að undanförnu og sankað að sér fylgjendum á miðlinum í þúsundavís. Sextán þúsund manns fylgja Bubba á Snapchat þar sem hann býður fólki að fylgjast með því sem gerist á bakvið tjöldin hjá sér. Bubbi hefur verið duglegur að lesa upp úr ljóðabókinni sem hann gaf út í síðustu viku, sem ber titilinn Öskraðu gat á myrkrið. Hann segir ljóðabókina þó ekki hafa verið ástæðuna fyrir því að hann fór að snappa. „Þetta er bara ágætis leið til að viðhalda sambandi við aðdáendur og endurnýja sjálfan sig í þessum margbreytilega heimi sem við lifum í. Þetta er nýr miðill og það má kannski segja að ég sé orðin mín eigin auglýsingastofa."Fíflalæti eru nauðsynleg Bubbi slær iðulega á létta strengi á snappinu, enda annálaður húmoristi. „Mér finnst þetta alveg rosalega gaman. Ég nýt þess að vera með fíflalæti. Það er bæði skemmtilegt og hollt. Svo leyfi ég fólki að kíkja aðeins á það sem ég er að bardúsa. Ég er líka með nýjungar í farvatninu,“ segir popparinn þekkti um áform sín á snappinu. Bubbi er duglegur að setja inn ný snöpp og þeir sem fylgja honum vita í raun aldrei við hverju þeir eiga að búast. „Það er hægt að gera svo mikið á þessum miðli. Til dæmis hef ég sagt sögur á Snapchat. Þá set ég inn kannski sex til sjö snöpp í röð, þannig að sagan skili sér. Svo eru möguleikar sem snappið býður upp á. Til dæmis að kynna tónleika og sýna stemninguna baksviðs.“Ormar eru hollir Greinilegt er að mikið er fylgst með Snapchat reikningi Bubba. Fjölmiðlar hafa unnið fréttir upp úr sögum hans og reglulega spinnst umræða um snöppin hans Bubba á Twitter. Líklega vekur það mesta athygli þegar Bubbi leggur sér orma til munns. Þegar blaðamaður ber þetta undir hann skellir Bubbi upp úr. „Ormar eru góðir. Omar eru málið. Þetta er leyndarmál íþróttanna. Ef myndu borða slatta af ormum myndu þeir ná árangri. Þetta er geðveikt prótein. Ormar eru bara hollir.“ Bubbi segist pæla mikið í því hvernig hann geti útfært snöppin sín skemmtilega og hefur áform um að birta þar allskyns tilkynningar.Ákvað að vera með „Ég hefði í raun alveg getað setið heima og bara bölvað þessum nýja miðli, sem Snapchat er,“ útskýrir Bubbi og heldur áfram: „En ég ákvað að vera með í þessari öldu og sé ekki eftir því. Þetta er frábær miðill með rosalega mikla möguleika.“ Engar sérstakar tilkynningar voru gefnar út, þegar Bubbi opnaði reikning á Snapchat. „Nei, ég sagði bara frá þessu á Facebook og Twitter. Mig grunaði ekki að viðtökurnar yrðu svona góðar. Ég átti kannski ekki von á því að fleiri þúsund manns myndu fylgja mér, sér í lagi þar sem ég hef bara verið með snappið í einhverjar fimm vikur.“Snappar inn jólin Þegar horft er á dagatalið hjá Bubba má sjá þar nokkra fasta liði sem eru afar vinsælir. Líklegast bera Þorláksmessutónleikar hans þar hæst. Bubbi er búinn að skipuleggja hvernig snappað verður frá þeim og má segja að hann ætli sér hreinlega að snappa inn jólin hjá fólki. „Við munum snappa mikið baksviðs og svo verð ég með sérstakan mann á símanum. Svo mun ég snappa beint frá tónleikunum inn á milli.“ Bubbi ætlar sér líka að flytja fréttir af sér og sínum áformum á snappinu, þannig að fylgjendur hans fái þær fyrstir.Ný plata „Til dæmis mun ég segja frá því hverjir munu vinna með mér á nýrri plötu sem ég er að vinna að. Þær fréttir munu vekja athygli. Ég mun einnig upplýsa það hvernig plata þetta verður.“ Bubbi ætlar líka að leyfa fólki að fylgjast með vinnslu plötunnar. „Ég mun snappa frá æfingum og upptökum. Fylgjendurnir á Snapchat geta fylgst með frá fyrsta degi.“ Þeir sem vilja fylgjast með Bubba Morthens á Snapchat geta fundið hann undir nafninu bubbinn.
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira