Hefur þú ekkert betra að gera... Hermundur Guðsteinsson skrifar 1. október 2015 07:00 Þegar ég, fyrir röð tilviljana, hóf störf í lögreglunni óraði mig ekki fyrir þeirri starfslýsingu sem mín beið, hvað þá þeim óhugnaði, sorg eða gleði sem starfið gat boðið upp á á degi hverjum, með örstuttu millibili. Ég sá mig aldrei sem lögreglumann og enn síður hafði mér komið það til hugar. Á sínum tíma lærði ég vélsmíði og var farinn að gæla við tæknifræðinám. En framtíð hvers einstaklings er óráðin og endaði ég 27 ára í lögreglumannsstarfi. Ég gleymi seint mínu fyrsta sumri, algerlega bláeygður og blautur bak við eyrun. Eina sem ég vissi var að ég vissi ekki neitt. Sú reynsla sem ég hafði öðlast í gegnum árin hrökk ansi skammt. Hvernig á að handtaka mann? Hvað segir maður við fórnarlamb nauðgunar? Hvernig hagar maður sér í kringum aðstandendur meðan beðið er eftir líkbíl? Hvað segir maður við þann sem stendur á svalahandriði og ætlar að svipta sig lífi? Hvernig er tekið á móti barni á baðherbergisgólfi? Hvað má maður gera og hvað á maður að gera? Það er svo einkennilegt að starfslýsing lögreglunnar er á engan hátt tæmandi og einungis að takmörkuðu leyti hægt að kenna hvernig beri að leysa úr óendanlegri verkefnaflóru, verkefnaflóru sem ég held að sé ein sú víðtækasta sem fyrirfinnst meðal íslenskrar starfaflóru. Lögreglu ber að fylgjast með umferð, ökumönnum, ökutækjum, gangandi vegfarendum, hjólandi vegfarendum, loftförum, skipum, landamærum. Lögreglu ber að bregðast við samfélagslega ósamþykktri hegðun fólks hvort sem snýr að ölvun, fíkniefnaneyslu, ógnandi hegðun, barnagirnd, heimilisófriði. Þar fyrir utan eru slys, mannlegir harmleikir en einnig og sem betur fer fjölmargar gleðistundir. Þessi listi er í raun ótæmandi og ætla ég ekki að reyna að telja frekar upp starfskyldur lögreglu.Þóttafullar spurningar Þegar ég sinni starfi mínu fæ ég gjarnan þóttafulla spurningu. „Hefur þú ekkert betra að gera?“ Þetta barnslega viðhorf les maður líka á vefnum, skotveiðifélag telur lögreglu hafa eitthvað betra að gera en fylgjast með skotveiðimönnum, sumir telja að lögregla hafi eitthvað betra að gera en ónáða fólk í umferðinni. Aðrir telja að lögregla hafi eitthvað betra að gera en sporna við sölu fíkniefna. Máske ráða fyrri atvik eða syndir viðhorfinu. Ég hef aldrei svarað þessari spurningu þegar ég hef verið spurður, því í raun veit ég ekki hvort ég eigi að gera það. En jú, ég hef vafalítið margt annað og betra að gera en mæla hraða, fylgjast með bílbeltanotkun, farsímanotkun, ótryggðum ökutækjum. Fylgjast með dæmdum barnaníðingum sem sjást við leikskóla, ofurölvi ósjálfbjarga einstaklingum eða sölu fíkniefna til unglinga. En nái ég þeim árangri, með því að hafa ekkert betra að gera – að komast hjá því að endurlífga einstakling eftir bílveltu, vegna þess hann var ekki í bílbelti – komast hjá því að binda um sár slasaðs einstaklings sem ók út af af því hann var að senda Snapchat – fækkað þeim sem verða fyrir misnotkun sem börn eða fullorðnir – fækkað þeim, þó ekki sé nema um einn, sem hverfa inn í heim vímuefnaneyslu – eða hlífa, þó ekki sé nema einu barni, við því að verða enn einu sinni vitni að átökum foreldra. Nái ég þessum árangri held ég að ég haldi áfram við það sem ég geri, þó ég hafi vafalaust eitthvað betra að gera. Til viðbótar tel ég að það besta sem maður geri á lífsleiðinni sé ekki endilega það merkilegasta, stærsta eða það sem maður á að vera að gera. Það gæti jafnvel verið það minnsta. Hugsanlega ein blaðra til að gleðja sorgmætt andlit, eitt handtak, stakt orð eða mínútu þögn til að hlusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég, fyrir röð tilviljana, hóf störf í lögreglunni óraði mig ekki fyrir þeirri starfslýsingu sem mín beið, hvað þá þeim óhugnaði, sorg eða gleði sem starfið gat boðið upp á á degi hverjum, með örstuttu millibili. Ég sá mig aldrei sem lögreglumann og enn síður hafði mér komið það til hugar. Á sínum tíma lærði ég vélsmíði og var farinn að gæla við tæknifræðinám. En framtíð hvers einstaklings er óráðin og endaði ég 27 ára í lögreglumannsstarfi. Ég gleymi seint mínu fyrsta sumri, algerlega bláeygður og blautur bak við eyrun. Eina sem ég vissi var að ég vissi ekki neitt. Sú reynsla sem ég hafði öðlast í gegnum árin hrökk ansi skammt. Hvernig á að handtaka mann? Hvað segir maður við fórnarlamb nauðgunar? Hvernig hagar maður sér í kringum aðstandendur meðan beðið er eftir líkbíl? Hvað segir maður við þann sem stendur á svalahandriði og ætlar að svipta sig lífi? Hvernig er tekið á móti barni á baðherbergisgólfi? Hvað má maður gera og hvað á maður að gera? Það er svo einkennilegt að starfslýsing lögreglunnar er á engan hátt tæmandi og einungis að takmörkuðu leyti hægt að kenna hvernig beri að leysa úr óendanlegri verkefnaflóru, verkefnaflóru sem ég held að sé ein sú víðtækasta sem fyrirfinnst meðal íslenskrar starfaflóru. Lögreglu ber að fylgjast með umferð, ökumönnum, ökutækjum, gangandi vegfarendum, hjólandi vegfarendum, loftförum, skipum, landamærum. Lögreglu ber að bregðast við samfélagslega ósamþykktri hegðun fólks hvort sem snýr að ölvun, fíkniefnaneyslu, ógnandi hegðun, barnagirnd, heimilisófriði. Þar fyrir utan eru slys, mannlegir harmleikir en einnig og sem betur fer fjölmargar gleðistundir. Þessi listi er í raun ótæmandi og ætla ég ekki að reyna að telja frekar upp starfskyldur lögreglu.Þóttafullar spurningar Þegar ég sinni starfi mínu fæ ég gjarnan þóttafulla spurningu. „Hefur þú ekkert betra að gera?“ Þetta barnslega viðhorf les maður líka á vefnum, skotveiðifélag telur lögreglu hafa eitthvað betra að gera en fylgjast með skotveiðimönnum, sumir telja að lögregla hafi eitthvað betra að gera en ónáða fólk í umferðinni. Aðrir telja að lögregla hafi eitthvað betra að gera en sporna við sölu fíkniefna. Máske ráða fyrri atvik eða syndir viðhorfinu. Ég hef aldrei svarað þessari spurningu þegar ég hef verið spurður, því í raun veit ég ekki hvort ég eigi að gera það. En jú, ég hef vafalítið margt annað og betra að gera en mæla hraða, fylgjast með bílbeltanotkun, farsímanotkun, ótryggðum ökutækjum. Fylgjast með dæmdum barnaníðingum sem sjást við leikskóla, ofurölvi ósjálfbjarga einstaklingum eða sölu fíkniefna til unglinga. En nái ég þeim árangri, með því að hafa ekkert betra að gera – að komast hjá því að endurlífga einstakling eftir bílveltu, vegna þess hann var ekki í bílbelti – komast hjá því að binda um sár slasaðs einstaklings sem ók út af af því hann var að senda Snapchat – fækkað þeim sem verða fyrir misnotkun sem börn eða fullorðnir – fækkað þeim, þó ekki sé nema um einn, sem hverfa inn í heim vímuefnaneyslu – eða hlífa, þó ekki sé nema einu barni, við því að verða enn einu sinni vitni að átökum foreldra. Nái ég þessum árangri held ég að ég haldi áfram við það sem ég geri, þó ég hafi vafalaust eitthvað betra að gera. Til viðbótar tel ég að það besta sem maður geri á lífsleiðinni sé ekki endilega það merkilegasta, stærsta eða það sem maður á að vera að gera. Það gæti jafnvel verið það minnsta. Hugsanlega ein blaðra til að gleðja sorgmætt andlit, eitt handtak, stakt orð eða mínútu þögn til að hlusta.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun