Hefur þú ekkert betra að gera... Hermundur Guðsteinsson skrifar 1. október 2015 07:00 Þegar ég, fyrir röð tilviljana, hóf störf í lögreglunni óraði mig ekki fyrir þeirri starfslýsingu sem mín beið, hvað þá þeim óhugnaði, sorg eða gleði sem starfið gat boðið upp á á degi hverjum, með örstuttu millibili. Ég sá mig aldrei sem lögreglumann og enn síður hafði mér komið það til hugar. Á sínum tíma lærði ég vélsmíði og var farinn að gæla við tæknifræðinám. En framtíð hvers einstaklings er óráðin og endaði ég 27 ára í lögreglumannsstarfi. Ég gleymi seint mínu fyrsta sumri, algerlega bláeygður og blautur bak við eyrun. Eina sem ég vissi var að ég vissi ekki neitt. Sú reynsla sem ég hafði öðlast í gegnum árin hrökk ansi skammt. Hvernig á að handtaka mann? Hvað segir maður við fórnarlamb nauðgunar? Hvernig hagar maður sér í kringum aðstandendur meðan beðið er eftir líkbíl? Hvað segir maður við þann sem stendur á svalahandriði og ætlar að svipta sig lífi? Hvernig er tekið á móti barni á baðherbergisgólfi? Hvað má maður gera og hvað á maður að gera? Það er svo einkennilegt að starfslýsing lögreglunnar er á engan hátt tæmandi og einungis að takmörkuðu leyti hægt að kenna hvernig beri að leysa úr óendanlegri verkefnaflóru, verkefnaflóru sem ég held að sé ein sú víðtækasta sem fyrirfinnst meðal íslenskrar starfaflóru. Lögreglu ber að fylgjast með umferð, ökumönnum, ökutækjum, gangandi vegfarendum, hjólandi vegfarendum, loftförum, skipum, landamærum. Lögreglu ber að bregðast við samfélagslega ósamþykktri hegðun fólks hvort sem snýr að ölvun, fíkniefnaneyslu, ógnandi hegðun, barnagirnd, heimilisófriði. Þar fyrir utan eru slys, mannlegir harmleikir en einnig og sem betur fer fjölmargar gleðistundir. Þessi listi er í raun ótæmandi og ætla ég ekki að reyna að telja frekar upp starfskyldur lögreglu.Þóttafullar spurningar Þegar ég sinni starfi mínu fæ ég gjarnan þóttafulla spurningu. „Hefur þú ekkert betra að gera?“ Þetta barnslega viðhorf les maður líka á vefnum, skotveiðifélag telur lögreglu hafa eitthvað betra að gera en fylgjast með skotveiðimönnum, sumir telja að lögregla hafi eitthvað betra að gera en ónáða fólk í umferðinni. Aðrir telja að lögregla hafi eitthvað betra að gera en sporna við sölu fíkniefna. Máske ráða fyrri atvik eða syndir viðhorfinu. Ég hef aldrei svarað þessari spurningu þegar ég hef verið spurður, því í raun veit ég ekki hvort ég eigi að gera það. En jú, ég hef vafalítið margt annað og betra að gera en mæla hraða, fylgjast með bílbeltanotkun, farsímanotkun, ótryggðum ökutækjum. Fylgjast með dæmdum barnaníðingum sem sjást við leikskóla, ofurölvi ósjálfbjarga einstaklingum eða sölu fíkniefna til unglinga. En nái ég þeim árangri, með því að hafa ekkert betra að gera – að komast hjá því að endurlífga einstakling eftir bílveltu, vegna þess hann var ekki í bílbelti – komast hjá því að binda um sár slasaðs einstaklings sem ók út af af því hann var að senda Snapchat – fækkað þeim sem verða fyrir misnotkun sem börn eða fullorðnir – fækkað þeim, þó ekki sé nema um einn, sem hverfa inn í heim vímuefnaneyslu – eða hlífa, þó ekki sé nema einu barni, við því að verða enn einu sinni vitni að átökum foreldra. Nái ég þessum árangri held ég að ég haldi áfram við það sem ég geri, þó ég hafi vafalaust eitthvað betra að gera. Til viðbótar tel ég að það besta sem maður geri á lífsleiðinni sé ekki endilega það merkilegasta, stærsta eða það sem maður á að vera að gera. Það gæti jafnvel verið það minnsta. Hugsanlega ein blaðra til að gleðja sorgmætt andlit, eitt handtak, stakt orð eða mínútu þögn til að hlusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég, fyrir röð tilviljana, hóf störf í lögreglunni óraði mig ekki fyrir þeirri starfslýsingu sem mín beið, hvað þá þeim óhugnaði, sorg eða gleði sem starfið gat boðið upp á á degi hverjum, með örstuttu millibili. Ég sá mig aldrei sem lögreglumann og enn síður hafði mér komið það til hugar. Á sínum tíma lærði ég vélsmíði og var farinn að gæla við tæknifræðinám. En framtíð hvers einstaklings er óráðin og endaði ég 27 ára í lögreglumannsstarfi. Ég gleymi seint mínu fyrsta sumri, algerlega bláeygður og blautur bak við eyrun. Eina sem ég vissi var að ég vissi ekki neitt. Sú reynsla sem ég hafði öðlast í gegnum árin hrökk ansi skammt. Hvernig á að handtaka mann? Hvað segir maður við fórnarlamb nauðgunar? Hvernig hagar maður sér í kringum aðstandendur meðan beðið er eftir líkbíl? Hvað segir maður við þann sem stendur á svalahandriði og ætlar að svipta sig lífi? Hvernig er tekið á móti barni á baðherbergisgólfi? Hvað má maður gera og hvað á maður að gera? Það er svo einkennilegt að starfslýsing lögreglunnar er á engan hátt tæmandi og einungis að takmörkuðu leyti hægt að kenna hvernig beri að leysa úr óendanlegri verkefnaflóru, verkefnaflóru sem ég held að sé ein sú víðtækasta sem fyrirfinnst meðal íslenskrar starfaflóru. Lögreglu ber að fylgjast með umferð, ökumönnum, ökutækjum, gangandi vegfarendum, hjólandi vegfarendum, loftförum, skipum, landamærum. Lögreglu ber að bregðast við samfélagslega ósamþykktri hegðun fólks hvort sem snýr að ölvun, fíkniefnaneyslu, ógnandi hegðun, barnagirnd, heimilisófriði. Þar fyrir utan eru slys, mannlegir harmleikir en einnig og sem betur fer fjölmargar gleðistundir. Þessi listi er í raun ótæmandi og ætla ég ekki að reyna að telja frekar upp starfskyldur lögreglu.Þóttafullar spurningar Þegar ég sinni starfi mínu fæ ég gjarnan þóttafulla spurningu. „Hefur þú ekkert betra að gera?“ Þetta barnslega viðhorf les maður líka á vefnum, skotveiðifélag telur lögreglu hafa eitthvað betra að gera en fylgjast með skotveiðimönnum, sumir telja að lögregla hafi eitthvað betra að gera en ónáða fólk í umferðinni. Aðrir telja að lögregla hafi eitthvað betra að gera en sporna við sölu fíkniefna. Máske ráða fyrri atvik eða syndir viðhorfinu. Ég hef aldrei svarað þessari spurningu þegar ég hef verið spurður, því í raun veit ég ekki hvort ég eigi að gera það. En jú, ég hef vafalítið margt annað og betra að gera en mæla hraða, fylgjast með bílbeltanotkun, farsímanotkun, ótryggðum ökutækjum. Fylgjast með dæmdum barnaníðingum sem sjást við leikskóla, ofurölvi ósjálfbjarga einstaklingum eða sölu fíkniefna til unglinga. En nái ég þeim árangri, með því að hafa ekkert betra að gera – að komast hjá því að endurlífga einstakling eftir bílveltu, vegna þess hann var ekki í bílbelti – komast hjá því að binda um sár slasaðs einstaklings sem ók út af af því hann var að senda Snapchat – fækkað þeim sem verða fyrir misnotkun sem börn eða fullorðnir – fækkað þeim, þó ekki sé nema um einn, sem hverfa inn í heim vímuefnaneyslu – eða hlífa, þó ekki sé nema einu barni, við því að verða enn einu sinni vitni að átökum foreldra. Nái ég þessum árangri held ég að ég haldi áfram við það sem ég geri, þó ég hafi vafalaust eitthvað betra að gera. Til viðbótar tel ég að það besta sem maður geri á lífsleiðinni sé ekki endilega það merkilegasta, stærsta eða það sem maður á að vera að gera. Það gæti jafnvel verið það minnsta. Hugsanlega ein blaðra til að gleðja sorgmætt andlit, eitt handtak, stakt orð eða mínútu þögn til að hlusta.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar