Segir ríkisstjórnarflokkana eiga Íslandsmet í spillingu við sölu ríkisbanka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2015 14:12 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. vísir/andri marinó Tillögur kröfuhafa Glitnis um að ríkið eignist Íslandsbanka hafa vakið mikla athygli í dag en fjármálaráðuneytið setti frétt þess efnis inn á vef sinn um klukkan 4 í nótt. Tillögurnar eru nú meðal annars ræddar á Alþingi þar sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði mikil tíðindi felast í þeim. „Það leggur okkur miklar skyldur á herðar, ef að Íslandsbanki færist í hendur ríkisins, sérstaklega þegar við völd situr ríkisstjórn þeirra flokka sem eiga Íslandsmet, kannski Evrópumet eða heimsmet í spillingu við sölu ríkisbanka,“ sagði Árni Páll. Þá viðraði hann áhyggjur sínar af því að ríkið tæki á sig meiri ábyrgð í bankarekstri sem væri ekki áhættulaus rekstur, eins og sagan hefði sýnt. Árni Páll sagði jafnframt að það væri ekkert grín að selja hluti í tveimur ríkisbönkum, og annan til fulls, þegar við blasi að bankakerfið sé alltof stórt. „Eftir er síðan að skýra hvers vegna ríkisstjórn Íslands er eins og útspýtt hundskinn um allar koppagrundir að elta erlenda kröfuhafa til að hjálpa þeim við að losna að greiða þann stöðugleikaskatt sem myndi skila almenningi mörg hundruð milljörðum meira en raun ber vitni ef af stöðugleikaframlögunum verður.“Þakkaði Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið við losun hafta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi svo ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi hvað varðar tillögur kröfuhafa Glitnis. „Í gær fékk ég boð á samráðsfund um losun hafta. Síðan kveikti ég á útvarpinu í morgun, eins og kona gerir, og þar var Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður, sem sagði mér það að ég væri að fara á samráðsfund um það að kröfuhafar Glitnis vildu leggja Íslandsbanka inn sem hluta af sínu stöðugleikaframlagi. Ég þakka bara Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið því svo sannarlega voru það ekki stjórnvöld sem höfðu samráð þó að hér hefði lengi verið kallað eftir fundi í samráðshópi um losun hafta.“ Katrín sagði það svo mikilvægt að þingmenn væru nú vel yfir það hvaða staða væri uppi varðandi stöðugleikaframlögin. Hún sagði jafnframt að það ætti að vera metnaður stjórnvalda að tryggja sem opnasta og gagnsæja umræðu svo almenningi væri ljóst um hvað málið snúist. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Tillögur kröfuhafa Glitnis um að ríkið eignist Íslandsbanka hafa vakið mikla athygli í dag en fjármálaráðuneytið setti frétt þess efnis inn á vef sinn um klukkan 4 í nótt. Tillögurnar eru nú meðal annars ræddar á Alþingi þar sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði mikil tíðindi felast í þeim. „Það leggur okkur miklar skyldur á herðar, ef að Íslandsbanki færist í hendur ríkisins, sérstaklega þegar við völd situr ríkisstjórn þeirra flokka sem eiga Íslandsmet, kannski Evrópumet eða heimsmet í spillingu við sölu ríkisbanka,“ sagði Árni Páll. Þá viðraði hann áhyggjur sínar af því að ríkið tæki á sig meiri ábyrgð í bankarekstri sem væri ekki áhættulaus rekstur, eins og sagan hefði sýnt. Árni Páll sagði jafnframt að það væri ekkert grín að selja hluti í tveimur ríkisbönkum, og annan til fulls, þegar við blasi að bankakerfið sé alltof stórt. „Eftir er síðan að skýra hvers vegna ríkisstjórn Íslands er eins og útspýtt hundskinn um allar koppagrundir að elta erlenda kröfuhafa til að hjálpa þeim við að losna að greiða þann stöðugleikaskatt sem myndi skila almenningi mörg hundruð milljörðum meira en raun ber vitni ef af stöðugleikaframlögunum verður.“Þakkaði Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið við losun hafta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi svo ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi hvað varðar tillögur kröfuhafa Glitnis. „Í gær fékk ég boð á samráðsfund um losun hafta. Síðan kveikti ég á útvarpinu í morgun, eins og kona gerir, og þar var Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður, sem sagði mér það að ég væri að fara á samráðsfund um það að kröfuhafar Glitnis vildu leggja Íslandsbanka inn sem hluta af sínu stöðugleikaframlagi. Ég þakka bara Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið því svo sannarlega voru það ekki stjórnvöld sem höfðu samráð þó að hér hefði lengi verið kallað eftir fundi í samráðshópi um losun hafta.“ Katrín sagði það svo mikilvægt að þingmenn væru nú vel yfir það hvaða staða væri uppi varðandi stöðugleikaframlögin. Hún sagði jafnframt að það ætti að vera metnaður stjórnvalda að tryggja sem opnasta og gagnsæja umræðu svo almenningi væri ljóst um hvað málið snúist.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09
Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51