Spennandi fyrir mig en gæti verið erfitt fyrir konuna mína Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2015 06:00 Hörður Axel Vilhjálmsson í leik með Íslandi á Eurobasket. Vísir/Valli Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, staldraði stutt við í Grikklandi. Hann var nýbúinn að spila sinn fyrsta heimaleik með Aries Trikala um helgina þegar fregnir bárust af því að hann hefði verið keyptur til tékknesku meistaranna í Nymburk. „Þetta er skref sem ég hef beðið eftir að taka lengi. Ég er ánægður og spenntur að fá loksins að taka það,“ sagði Hörður Axel í samtali við Fréttablaðið. Þessi 26 ára bakvörður er að fara að spila með sínu sjötta atvinnumannafélagi í fjórða landinu, auk þess að hafa spilað með þremur íslenskum félögum. CEZ Basketball Nymburk hefur orðið tvöfaldur meistari í heimalandinu undanfarin tólf tímabil í röð ef frá er talið vorið 2006.Þátttakan í Evrópukeppnunum heillar „Í fullri hreinskilni þá heillar tékkneska deildin mig ekkert,“ útskýrir Hörður hins vegar en það er þátttaka Nymburk í VTB- og Evrópudeildunum sem heillar. Í VTB-deildinni keppa lið frá sjö löndum. Hvíta-Rússland, Tékkland, Finnland, Eistland, Lettland og Kasakstan eiga hvert sinn fulltrúa en hin tíu liðin í deildinni eru öll rússnesk. VTB-deildin er í senn efsta deild í Rússlandi. Nymburk spilaði fyrst í VTB-deildinni árið 2011 og hafnaði í 14 sæti af 16 liðum á síðustu leiktíð. Nymburk leikur í FIBA Europe Cup í ár og er til að mynda í riðli með danska liðinu Bakken Bears. „Þetta er ný Evrópukeppni og þarna eru alvöru lið. Liðið ætlar sér stóra hluti í henni í vetur,“ segir Hörður Axel. „Mér skildist á umboðsmanni mínum að það gæti verið að ég yrði á ferðalagi í 8-9 daga í einu. Það er spennandi fyrir mig sem körfuboltamann að taka þátt í slíkum verkefnum en gæti verið erfitt fyrir konuna mína,“ segir hann.Líkaði vel vistin í Grikklandi Parinu líkaði vistin vel í Grikklandi og Hörður Axel sagði að það hefði verið erfitt að kveðja liðið, þrátt fyrir stutta dvöl þar. „Ég hef ekkert nema gott um félagið og fólkið hér að segja. Þeir reyndu allt sem þeir gátu til að halda mér, sem gerði það enn erfiðara að fara. En þetta er ákvörðun sem ég tók og ég verð að standa með henni.“ Forráðamenn Nymburk gengu hart eftir því að fá Hörð Axel sem er þó ekki kominn til Tékklands til að vera í stærra hlutverki en aðrir. „Það eru gerðar sömu kröfur til mín og allra annarra. Það eru allir með svipuð hlutverk og ég get í raun notið þess að detta inn í liðið og njóta þess einfaldlega að spila körfubolta, án þess að hugsa sérstaklega um stig eða stoðsendingar. Ég hef verið að leitast eftir þessu í langan tíma og nú er maður loksins kominn til liðs þar sem maður getur einfaldlega notið þess að spila,“ segir Hörður Axel en hann var með klásúlu í samningi sínum sem auðveldaði honum að fara.Stoltur af því að þer keyptu upp samninginn minn „En þetta félag hefði auðveldlega getað fundið einhvern annan leikmann sem væri einfaldlega á lausu. Ég er stoltur af því að þeir keyptu upp samninginn minn og lögðu svo mikla áherslu á að fá mig. Það sýnir að þeir bera ákveðið traust til mín,“ segir hann og bætir við að hann hafði vonast til að fá svona tækifæri. „En að það hafi komið jafn snemma og raunin varð – eftir aðeins fjórar vikur í Grikklandi – óraði mig ekki fyrir.“ Hörður Axel samdi út tímabilið eins og algengt er í körfuboltanum í Evrópu. „Þetta er ákveðinn lífsstíll sem maður verður að tileinka sér en við njótum þess að búa hér úti og reynum að gera gott úr öllu saman. Þetta bar allt saman afar brátt að en ég vona að það komi ekkert óvænt upp og að ég klári tímabilið með Nymburk," sagði Hörður Axel. Körfubolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, staldraði stutt við í Grikklandi. Hann var nýbúinn að spila sinn fyrsta heimaleik með Aries Trikala um helgina þegar fregnir bárust af því að hann hefði verið keyptur til tékknesku meistaranna í Nymburk. „Þetta er skref sem ég hef beðið eftir að taka lengi. Ég er ánægður og spenntur að fá loksins að taka það,“ sagði Hörður Axel í samtali við Fréttablaðið. Þessi 26 ára bakvörður er að fara að spila með sínu sjötta atvinnumannafélagi í fjórða landinu, auk þess að hafa spilað með þremur íslenskum félögum. CEZ Basketball Nymburk hefur orðið tvöfaldur meistari í heimalandinu undanfarin tólf tímabil í röð ef frá er talið vorið 2006.Þátttakan í Evrópukeppnunum heillar „Í fullri hreinskilni þá heillar tékkneska deildin mig ekkert,“ útskýrir Hörður hins vegar en það er þátttaka Nymburk í VTB- og Evrópudeildunum sem heillar. Í VTB-deildinni keppa lið frá sjö löndum. Hvíta-Rússland, Tékkland, Finnland, Eistland, Lettland og Kasakstan eiga hvert sinn fulltrúa en hin tíu liðin í deildinni eru öll rússnesk. VTB-deildin er í senn efsta deild í Rússlandi. Nymburk spilaði fyrst í VTB-deildinni árið 2011 og hafnaði í 14 sæti af 16 liðum á síðustu leiktíð. Nymburk leikur í FIBA Europe Cup í ár og er til að mynda í riðli með danska liðinu Bakken Bears. „Þetta er ný Evrópukeppni og þarna eru alvöru lið. Liðið ætlar sér stóra hluti í henni í vetur,“ segir Hörður Axel. „Mér skildist á umboðsmanni mínum að það gæti verið að ég yrði á ferðalagi í 8-9 daga í einu. Það er spennandi fyrir mig sem körfuboltamann að taka þátt í slíkum verkefnum en gæti verið erfitt fyrir konuna mína,“ segir hann.Líkaði vel vistin í Grikklandi Parinu líkaði vistin vel í Grikklandi og Hörður Axel sagði að það hefði verið erfitt að kveðja liðið, þrátt fyrir stutta dvöl þar. „Ég hef ekkert nema gott um félagið og fólkið hér að segja. Þeir reyndu allt sem þeir gátu til að halda mér, sem gerði það enn erfiðara að fara. En þetta er ákvörðun sem ég tók og ég verð að standa með henni.“ Forráðamenn Nymburk gengu hart eftir því að fá Hörð Axel sem er þó ekki kominn til Tékklands til að vera í stærra hlutverki en aðrir. „Það eru gerðar sömu kröfur til mín og allra annarra. Það eru allir með svipuð hlutverk og ég get í raun notið þess að detta inn í liðið og njóta þess einfaldlega að spila körfubolta, án þess að hugsa sérstaklega um stig eða stoðsendingar. Ég hef verið að leitast eftir þessu í langan tíma og nú er maður loksins kominn til liðs þar sem maður getur einfaldlega notið þess að spila,“ segir Hörður Axel en hann var með klásúlu í samningi sínum sem auðveldaði honum að fara.Stoltur af því að þer keyptu upp samninginn minn „En þetta félag hefði auðveldlega getað fundið einhvern annan leikmann sem væri einfaldlega á lausu. Ég er stoltur af því að þeir keyptu upp samninginn minn og lögðu svo mikla áherslu á að fá mig. Það sýnir að þeir bera ákveðið traust til mín,“ segir hann og bætir við að hann hafði vonast til að fá svona tækifæri. „En að það hafi komið jafn snemma og raunin varð – eftir aðeins fjórar vikur í Grikklandi – óraði mig ekki fyrir.“ Hörður Axel samdi út tímabilið eins og algengt er í körfuboltanum í Evrópu. „Þetta er ákveðinn lífsstíll sem maður verður að tileinka sér en við njótum þess að búa hér úti og reynum að gera gott úr öllu saman. Þetta bar allt saman afar brátt að en ég vona að það komi ekkert óvænt upp og að ég klári tímabilið með Nymburk," sagði Hörður Axel.
Körfubolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira