Westbrook með 43 stig í fjarveru Durants | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 08:02 Russell Westbrook var magnaður í nótt. vísir/getty Russell Westbrook fór hamförum gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, en hann skoraði 43 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar í 110-103 sigri sinna manna. Rétt eins og á síðasta tímabili er hann að taka völdin í sínar hendur í fjarveru Kevin Durants, en ofurstjarna Oklahoma-liðsins er meidd þessa dagana. New Orleans Pelicans heldur áfram ömurlegri byrjun sinni á tímabilinu, en þetta skemmtilega lið sem spáð var góðu gengi hefur aðeins unnið einn leik af tólf á þessu tímabili og tapað öllum sjö útileikjum sínum. Pelíkanarnir eru að spila án Anthony Davis sem er frá vegna axlarmeiðsla en í fjarveru hans skoraði Ryan Anderson 30 stig í nótt og tók sjö fráköst. Westbrook fer á kostum: James Harden átti svipaðan leik og Westbrook fyrir Houston Rockets sem vann fimm stiga útisigur í framlengingu gegn Portland, 108-103. Harden skoraði 45 stig, tók ellefu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hann tók nóg af skotum og hitti aðeins úr fjórum af fimmtán skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Damian Lillard var stigahæstur heimamanna í porland með 23 stig, en Portland-liðið er með fjóra sigra og níu töp en Houston fimm sigra og sjö töp. Enginn getur stöðvað Harden: San Antonio Spurs-vélin heldur áfram að malla en liðið vann fimmta heimasigurinn í röð í nótt og níunda sigurinn í heildina í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins þegar það lagði Denver Nuggets að velli, 109-98. Franski herforinginn Tony Parker var stigahæstur heimamanna með 25 stig en Kawhi Leonard bætti við 20 stigum og átta fráköstum. Nikola Jokic kom sterkur inn af bekknum hjá Portland og skoraði 23 stig og tók 12 fráköst.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 116-111 Orlando Magic - Minnesota Timberwolves 104-101 Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 85-112 Boston Celtics - Dallas Mavericks 102-106 Atlanta Hawks - Sacramento Kings 103-97 Houston Rockets - Portland Trail Blazers 108-103 OKC Thunder - New Orleans Pelicans 110-103 San Antonio Spurs - Denver Nuggets 109-98 Utah Jazz - Toronto Raptors 93-89 Phoenix Suns - Chicago Bulls 97-103Flottustu tilþrif næturinnar: NBA Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Russell Westbrook fór hamförum gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, en hann skoraði 43 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar í 110-103 sigri sinna manna. Rétt eins og á síðasta tímabili er hann að taka völdin í sínar hendur í fjarveru Kevin Durants, en ofurstjarna Oklahoma-liðsins er meidd þessa dagana. New Orleans Pelicans heldur áfram ömurlegri byrjun sinni á tímabilinu, en þetta skemmtilega lið sem spáð var góðu gengi hefur aðeins unnið einn leik af tólf á þessu tímabili og tapað öllum sjö útileikjum sínum. Pelíkanarnir eru að spila án Anthony Davis sem er frá vegna axlarmeiðsla en í fjarveru hans skoraði Ryan Anderson 30 stig í nótt og tók sjö fráköst. Westbrook fer á kostum: James Harden átti svipaðan leik og Westbrook fyrir Houston Rockets sem vann fimm stiga útisigur í framlengingu gegn Portland, 108-103. Harden skoraði 45 stig, tók ellefu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hann tók nóg af skotum og hitti aðeins úr fjórum af fimmtán skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Damian Lillard var stigahæstur heimamanna í porland með 23 stig, en Portland-liðið er með fjóra sigra og níu töp en Houston fimm sigra og sjö töp. Enginn getur stöðvað Harden: San Antonio Spurs-vélin heldur áfram að malla en liðið vann fimmta heimasigurinn í röð í nótt og níunda sigurinn í heildina í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins þegar það lagði Denver Nuggets að velli, 109-98. Franski herforinginn Tony Parker var stigahæstur heimamanna með 25 stig en Kawhi Leonard bætti við 20 stigum og átta fráköstum. Nikola Jokic kom sterkur inn af bekknum hjá Portland og skoraði 23 stig og tók 12 fráköst.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 116-111 Orlando Magic - Minnesota Timberwolves 104-101 Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 85-112 Boston Celtics - Dallas Mavericks 102-106 Atlanta Hawks - Sacramento Kings 103-97 Houston Rockets - Portland Trail Blazers 108-103 OKC Thunder - New Orleans Pelicans 110-103 San Antonio Spurs - Denver Nuggets 109-98 Utah Jazz - Toronto Raptors 93-89 Phoenix Suns - Chicago Bulls 97-103Flottustu tilþrif næturinnar:
NBA Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn