Rondo frábær gegn gömlu félögunum | Myndbönd Anton Ingi Leifsson skrifar 3. janúar 2015 11:00 Rondo í leiknum í nótt. Vísir/Getty Tíu leikir voru í NBA-körfuboltanum í dag, en þar bar hæst að Golden State Warriors vann enn einn leikinn og Cleveland rétt marði Charlotte. LeBron James var ekki í liði Cleveland í nótt sem rétt marði Charlotte, 91-87. Kevin Love fór fyrir liði Cleveland en hann skoraði 27 stig. Næstur kom Kyrie Irving með 23 stig. Stigaskor dreifðist vel hjá Charlotte, en stigahæsti maður var með tólf stig. Þriðji sigurleikur Cleveland í röð, en fimmti tapleikur Charlotte. Rajon Rondo lék á alls oddi í liði Dallas gegn sínum gömlu félögum í Boston, en Dallas vann með átján stiga mun, 119-101. Rondo skoraði 29 stig og tók fimm fráköst í liði Dallas sem var að vinna snin fjórða leik í röð. Avery Bradley var stigahæstur hjá Boston með 22 stig. Kevin Durant skoraði 34 stig fyrir Oklahoma City sem vann Washington á heimavelli, 109-102. Durant tók að auki átta fráköst. Bradley Beal skoraði 21 stig fyrir Washingtok og tók tíu fráköst. Golden State Warriors heldur áfram að vinna sína leiki en þeir unnu sinn 26 leik í nótt af þeim 31 sem búnir eru. Í nótt lögðu þeir Torono að velli, 126-105. Stephen Curry var stigahæstur með 32 stig, en Greivis Vasquez var stigahæstur hjá Toronto. Los Angeles Lakers tapaði á heimavelli gegn Memphis í nótt í spennandi leik. Lokatölur 109-106, en þetta var 23. tapleikur Lakers í vetur. Mike Conley skoraði nítján stig fyrir Memphis og gaf níu stoðsendingar. Jeremy Lin og Ed Davis voru stigahæstir hjá Lakers með 20 stig hvor.Öll úrslit næturinnar: Cleveland - Charlotte 91-87 Houston - New Orleans 83-111 Atlanta - Utah 98-92 Brooklyn - Orlando 100-98 Washington - Oklahoma City 102-109 Toronto - Golden State 105-126 Dallas - Boston 119-101 Indiana - Milwaukee 94-91 Memphis - Los Angeles Lakers 109-106 Detriot - New York 97-81 Philadelphia - Phoenix 96-112Jeremy Lin gefst ekki upp: Topp 10 næturinnar: Durant var góður í nótt: Svakaleg troðsla: NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Tíu leikir voru í NBA-körfuboltanum í dag, en þar bar hæst að Golden State Warriors vann enn einn leikinn og Cleveland rétt marði Charlotte. LeBron James var ekki í liði Cleveland í nótt sem rétt marði Charlotte, 91-87. Kevin Love fór fyrir liði Cleveland en hann skoraði 27 stig. Næstur kom Kyrie Irving með 23 stig. Stigaskor dreifðist vel hjá Charlotte, en stigahæsti maður var með tólf stig. Þriðji sigurleikur Cleveland í röð, en fimmti tapleikur Charlotte. Rajon Rondo lék á alls oddi í liði Dallas gegn sínum gömlu félögum í Boston, en Dallas vann með átján stiga mun, 119-101. Rondo skoraði 29 stig og tók fimm fráköst í liði Dallas sem var að vinna snin fjórða leik í röð. Avery Bradley var stigahæstur hjá Boston með 22 stig. Kevin Durant skoraði 34 stig fyrir Oklahoma City sem vann Washington á heimavelli, 109-102. Durant tók að auki átta fráköst. Bradley Beal skoraði 21 stig fyrir Washingtok og tók tíu fráköst. Golden State Warriors heldur áfram að vinna sína leiki en þeir unnu sinn 26 leik í nótt af þeim 31 sem búnir eru. Í nótt lögðu þeir Torono að velli, 126-105. Stephen Curry var stigahæstur með 32 stig, en Greivis Vasquez var stigahæstur hjá Toronto. Los Angeles Lakers tapaði á heimavelli gegn Memphis í nótt í spennandi leik. Lokatölur 109-106, en þetta var 23. tapleikur Lakers í vetur. Mike Conley skoraði nítján stig fyrir Memphis og gaf níu stoðsendingar. Jeremy Lin og Ed Davis voru stigahæstir hjá Lakers með 20 stig hvor.Öll úrslit næturinnar: Cleveland - Charlotte 91-87 Houston - New Orleans 83-111 Atlanta - Utah 98-92 Brooklyn - Orlando 100-98 Washington - Oklahoma City 102-109 Toronto - Golden State 105-126 Dallas - Boston 119-101 Indiana - Milwaukee 94-91 Memphis - Los Angeles Lakers 109-106 Detriot - New York 97-81 Philadelphia - Phoenix 96-112Jeremy Lin gefst ekki upp: Topp 10 næturinnar: Durant var góður í nótt: Svakaleg troðsla:
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira