Hallar á kennslu í norrænum tungumálum í grunnskóla Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 14:00 Birta Rakel Óskarsdóttir og Embla Eir Haraldsdóttir í verkefnavinnu í Tungumálaveri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Upplýsingar frá skólastjórnendum í 92 grunnskólum í landinu sýna að verulega hallar á kennslu í norrænum tungumálum í skólum landsins. Þetta segir Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers sem þjónar grunnskólanemendum sem læra sænsku, norsku og pólsku. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá sem birt er í aðalnámskrá eru 1.380 mínútur ætlaðar hverjum nemanda í kennslu í erlendu tungumáli á viku, ensku og dönsku. Niðurstöður könnunar á vegum Tungumálavers sýna að innan við 40 prósent þess tíma eru nýtt til kennslu í norrænu tungumáli. „Tuttugu og þrír skólar af 92 bjóða nemendum 110 til 150 mínútna minni kennslu í norrænum tungumálum á viku en viðmiðunarstundaskrá segir til um. Það er alltaf verið að tala um að börn læri svo mikla ensku af því að hún er svo mikil í umhverfinu. Í stað þess að jafna stöðuna virðast skólarnir hafa látið nemendur fá færri tíma í dönsku.“ Brynhildur segist ekki vera að atast út í ensku, eins og hún orðar það. „Það er hins vegar ástæða til að skoða þennan halla. Í námskrá er gert ráð fyrir að við lok grunnskóla hafi nemendur náð hæfni á þriðja stigi í bæðu ensku og dönsku eða öðru Norðurlandamáli. Sömu kröfur eru gerðar til allra nemenda en það er illmögulegt að verða við þeim ef börnin fá ekki jafn mikla kennslu. Það getur munað þremur til fjórum kennslustundum á viku.“Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers sem þjónar grunnskólanemendum sem læra sænsku, norsku og pólsku.Tungumálaver hefur einnig, í samvinnu við Færeyinga og Grænlendinga, kannað viðhorf 10. bekkinga til náms í dönsku. „Af þeim sem svöruðu finnst 63 prósentum gott að hafa dönsku sem fag. Yfir 70 prósent telja mjög líklegt að þau þurfi að nota dönsku við störf og nám í framtíðinni,“ greinir Brynhildur frá. Þeir grunnskólanemendur sem hafa bakgrunn í norsku og sænsku eiga rétt á að fá kennslu í þessum tungumálum. „Níundu og tíundu bekkingar eru í fjarnámi og fara í tölvu þegar aðrir nemendur fara í dönskutíma. Í Reykjavík hittast nemendur í fimmta til áttunda bekk á níu stöðum einu sinni í viku. Þau eru á okkar vegum en það er reynt að láta þau koma saman í skóla sem er sem næst þeirra eigin skóla til að þeir verði fyrir sem minnstu raski.“ Nú fá um 400 nemendur einstaklingskennslu í tungumálaverinu, að sögn Brynhildar. „Breiddin er gríðarlega mikil og eru kennarar meðvitaðir um það.“ Til þess að geta fengið kennslu í norsku og sænsku í stað dönsku þurfa nemendur að uppfylla ákveðin skilyrði. „Þeir þurfa að geta talað viðkomandi tungumál og lesið bækur fyrir sinn aldurshóp. Þeir þurfa einnig að geta verið í samskiptum án teljandi erfiðleika.“ Hvað er Tungumálaverið?Tungumálaverið er þjónustustofnun þar sem veitt er ráðgjöf í norsku og sænsku til skóla og sveitarfélaga um allt land og er ætluð til stuðnings nemendum sem ekki hafa aldur til að stunda netnám. Staðbundin kennsla í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Boðið er upp á netnám í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 9. og 10. bekk innan bæjar og utan. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Upplýsingar frá skólastjórnendum í 92 grunnskólum í landinu sýna að verulega hallar á kennslu í norrænum tungumálum í skólum landsins. Þetta segir Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers sem þjónar grunnskólanemendum sem læra sænsku, norsku og pólsku. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá sem birt er í aðalnámskrá eru 1.380 mínútur ætlaðar hverjum nemanda í kennslu í erlendu tungumáli á viku, ensku og dönsku. Niðurstöður könnunar á vegum Tungumálavers sýna að innan við 40 prósent þess tíma eru nýtt til kennslu í norrænu tungumáli. „Tuttugu og þrír skólar af 92 bjóða nemendum 110 til 150 mínútna minni kennslu í norrænum tungumálum á viku en viðmiðunarstundaskrá segir til um. Það er alltaf verið að tala um að börn læri svo mikla ensku af því að hún er svo mikil í umhverfinu. Í stað þess að jafna stöðuna virðast skólarnir hafa látið nemendur fá færri tíma í dönsku.“ Brynhildur segist ekki vera að atast út í ensku, eins og hún orðar það. „Það er hins vegar ástæða til að skoða þennan halla. Í námskrá er gert ráð fyrir að við lok grunnskóla hafi nemendur náð hæfni á þriðja stigi í bæðu ensku og dönsku eða öðru Norðurlandamáli. Sömu kröfur eru gerðar til allra nemenda en það er illmögulegt að verða við þeim ef börnin fá ekki jafn mikla kennslu. Það getur munað þremur til fjórum kennslustundum á viku.“Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers sem þjónar grunnskólanemendum sem læra sænsku, norsku og pólsku.Tungumálaver hefur einnig, í samvinnu við Færeyinga og Grænlendinga, kannað viðhorf 10. bekkinga til náms í dönsku. „Af þeim sem svöruðu finnst 63 prósentum gott að hafa dönsku sem fag. Yfir 70 prósent telja mjög líklegt að þau þurfi að nota dönsku við störf og nám í framtíðinni,“ greinir Brynhildur frá. Þeir grunnskólanemendur sem hafa bakgrunn í norsku og sænsku eiga rétt á að fá kennslu í þessum tungumálum. „Níundu og tíundu bekkingar eru í fjarnámi og fara í tölvu þegar aðrir nemendur fara í dönskutíma. Í Reykjavík hittast nemendur í fimmta til áttunda bekk á níu stöðum einu sinni í viku. Þau eru á okkar vegum en það er reynt að láta þau koma saman í skóla sem er sem næst þeirra eigin skóla til að þeir verði fyrir sem minnstu raski.“ Nú fá um 400 nemendur einstaklingskennslu í tungumálaverinu, að sögn Brynhildar. „Breiddin er gríðarlega mikil og eru kennarar meðvitaðir um það.“ Til þess að geta fengið kennslu í norsku og sænsku í stað dönsku þurfa nemendur að uppfylla ákveðin skilyrði. „Þeir þurfa að geta talað viðkomandi tungumál og lesið bækur fyrir sinn aldurshóp. Þeir þurfa einnig að geta verið í samskiptum án teljandi erfiðleika.“ Hvað er Tungumálaverið?Tungumálaverið er þjónustustofnun þar sem veitt er ráðgjöf í norsku og sænsku til skóla og sveitarfélaga um allt land og er ætluð til stuðnings nemendum sem ekki hafa aldur til að stunda netnám. Staðbundin kennsla í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Boðið er upp á netnám í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 9. og 10. bekk innan bæjar og utan.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira