Dirk Nowitzki kallaður inn í Stjörnuleikinn á síðustu stundu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2015 19:15 Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Dirk Nowitzki, framherji Dallas Mavericks, verður með í Stjörnuleik NBA-deildarinnar á sunnudagskvöldið þrátt fyrir að hvorki áhugafólkið eða þjálfararnir hafi valið hann. Anthony Davis, framherji New Orleans Pelicans, getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, valdi Dirk Nowitzki í hans stað. Þetta verður þrettándi Stjörnuleikurinn hjá Dirk Nowitzki á ferlinum en þýski framherjinn sem er orðinn 36 ára gamall er með 18,3 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Þetta er annað árið í röð sem hann er með í leiknum en hann var búinn að taka þátt í ellefu Stjörnuleikjum í röð þegar hann var ekki valinn árið 2013. Steve Kerr, þjálfari Vesturdeildarinnar, hefur einnig tilkynnt um hvaða leikmenn koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Kobe Bryant og Blake Griffin. Bryant og Griffin voru kosnir í byrjunarliðið en geta ekki spilað vegna meiðsla. Adam Silver hafði áður valið þá DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings og Damian Lillard hjá Portland Trail Blazers til að taka sæti þeirra Kobe Bryant og Blake Griffin í liði Vesturdeildarinnar. Kerr ákvað að þeir Klay Thompson hjá Golden State Warriors og James Harden hjá Houston Rockets byrji leikinn í þeirra stað en báðir hafa þeir átt frábært tímabil með liðum sínum. Harden er meðal annars stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,7 stig í leik og Thompson er með 22,1 stig í leik og 44 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Steve Kerr á enn eftir að velja hvaða leikmaður kemur inn í byrjunarliðið fyrir Anthony Davis en nú eru bara eftir tveir leikmenn í byrjunarliðinu sem voru kosnir þangað af almenningi en það eru þeir Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Marc Gasol hjá Memphis Grizzlies. NBA Tengdar fréttir Cousins inn fyrir Kobe DaMarcus Cousins tekur sæti Kobe Bryant í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar. 31. janúar 2015 23:30 Skvettubræður og Kyle Korver í þriggja stiga keppninni í ár Þriggja stiga skotkeppnin á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta verður stjörnum prýdd en nú er orðið ljóst hvaða leikmenn ætla að taka þátt að þessu sinni. 6. febrúar 2015 23:15 Allt byrjunarlið Atlanta Hawks valið „leikmaður" mánaðarins Atlanta Hawks varð í janúar fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að vinna alla sautján leiki sína í einum mánuði og í gær skrifaði liðið einnig nýjan kafla í söguna þegar NBA-deildin valdi alla fimm byrjunarliðsleikmenn liðsins besta leikmenn Austurdeildarinnar í mánuðinum. 5. febrúar 2015 12:45 Hvernig getur þessi ekki verið Stjörnuleikmaður í NBA? | Myndband Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, mætti reiður til leiks í nótt og átti eina svakalega troðslu yfir einn af risunum í NBA-deildinni í körfubolta. 4. febrúar 2015 23:00 NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. 30. janúar 2015 10:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Dirk Nowitzki, framherji Dallas Mavericks, verður með í Stjörnuleik NBA-deildarinnar á sunnudagskvöldið þrátt fyrir að hvorki áhugafólkið eða þjálfararnir hafi valið hann. Anthony Davis, framherji New Orleans Pelicans, getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, valdi Dirk Nowitzki í hans stað. Þetta verður þrettándi Stjörnuleikurinn hjá Dirk Nowitzki á ferlinum en þýski framherjinn sem er orðinn 36 ára gamall er með 18,3 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Þetta er annað árið í röð sem hann er með í leiknum en hann var búinn að taka þátt í ellefu Stjörnuleikjum í röð þegar hann var ekki valinn árið 2013. Steve Kerr, þjálfari Vesturdeildarinnar, hefur einnig tilkynnt um hvaða leikmenn koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Kobe Bryant og Blake Griffin. Bryant og Griffin voru kosnir í byrjunarliðið en geta ekki spilað vegna meiðsla. Adam Silver hafði áður valið þá DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings og Damian Lillard hjá Portland Trail Blazers til að taka sæti þeirra Kobe Bryant og Blake Griffin í liði Vesturdeildarinnar. Kerr ákvað að þeir Klay Thompson hjá Golden State Warriors og James Harden hjá Houston Rockets byrji leikinn í þeirra stað en báðir hafa þeir átt frábært tímabil með liðum sínum. Harden er meðal annars stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,7 stig í leik og Thompson er með 22,1 stig í leik og 44 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Steve Kerr á enn eftir að velja hvaða leikmaður kemur inn í byrjunarliðið fyrir Anthony Davis en nú eru bara eftir tveir leikmenn í byrjunarliðinu sem voru kosnir þangað af almenningi en það eru þeir Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Marc Gasol hjá Memphis Grizzlies.
NBA Tengdar fréttir Cousins inn fyrir Kobe DaMarcus Cousins tekur sæti Kobe Bryant í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar. 31. janúar 2015 23:30 Skvettubræður og Kyle Korver í þriggja stiga keppninni í ár Þriggja stiga skotkeppnin á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta verður stjörnum prýdd en nú er orðið ljóst hvaða leikmenn ætla að taka þátt að þessu sinni. 6. febrúar 2015 23:15 Allt byrjunarlið Atlanta Hawks valið „leikmaður" mánaðarins Atlanta Hawks varð í janúar fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að vinna alla sautján leiki sína í einum mánuði og í gær skrifaði liðið einnig nýjan kafla í söguna þegar NBA-deildin valdi alla fimm byrjunarliðsleikmenn liðsins besta leikmenn Austurdeildarinnar í mánuðinum. 5. febrúar 2015 12:45 Hvernig getur þessi ekki verið Stjörnuleikmaður í NBA? | Myndband Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, mætti reiður til leiks í nótt og átti eina svakalega troðslu yfir einn af risunum í NBA-deildinni í körfubolta. 4. febrúar 2015 23:00 NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. 30. janúar 2015 10:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Cousins inn fyrir Kobe DaMarcus Cousins tekur sæti Kobe Bryant í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar. 31. janúar 2015 23:30
Skvettubræður og Kyle Korver í þriggja stiga keppninni í ár Þriggja stiga skotkeppnin á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta verður stjörnum prýdd en nú er orðið ljóst hvaða leikmenn ætla að taka þátt að þessu sinni. 6. febrúar 2015 23:15
Allt byrjunarlið Atlanta Hawks valið „leikmaður" mánaðarins Atlanta Hawks varð í janúar fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að vinna alla sautján leiki sína í einum mánuði og í gær skrifaði liðið einnig nýjan kafla í söguna þegar NBA-deildin valdi alla fimm byrjunarliðsleikmenn liðsins besta leikmenn Austurdeildarinnar í mánuðinum. 5. febrúar 2015 12:45
Hvernig getur þessi ekki verið Stjörnuleikmaður í NBA? | Myndband Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, mætti reiður til leiks í nótt og átti eina svakalega troðslu yfir einn af risunum í NBA-deildinni í körfubolta. 4. febrúar 2015 23:00
NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. 30. janúar 2015 10:00