Bitlaus kjarabarátta Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 29. september 2015 07:00 Við lögreglumenn erum nú í kjarabaráttu verandi ein þeirra stétta sem setið hafa á hakanum í leiðréttingu launa. Ekki er útlitið bjart þegar litið er til framtíðar því án verkfallsréttar er kjarabarátta okkar bitlaus. Síðastliðinn vetur lagði ég fram frumvarp til Alþingis ásamt Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996 sem varðar endurvakningu verkfallsréttarins. Því miður var lítill vilji innan allsherjarnefndar Alþingis með Vilhjám Árnason, fyrrverandi lögreglumann og núverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins í fararbroddi. Hlaut frumvarpið ekki framgang og eru það vonbrigði að ríkisvaldið meti ekki störf lögreglumanna að verðleikum. Grunnlaun lögreglumanna eru undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins og því þurfa þeir að reiða sig á álagsgreiðslur og yfirvinnu, bakvaktir o.s.frv. Hafa verður í huga að ekki geta allir bætt við sig vinnu eða starfað á öllum tímum sólarhringsins. Slíkt getur t.d. reynst erfitt fyrir einstæða foreldra eða konur sem nýlega hafa lokið fæðingarorlofi. Þetta skapar ójafnvægi í launum kynjanna. Þess utan er vinnuvika sem fer fram úr 40 tímum ekki fjölskylduvæn og svo hafa rannsóknir sýnt fram á skaðsemi vaktavinnu fyrir fólk. Það er því bæði jafnréttis- og mannréttindamál að grunnlaun lögreglumanna séu hærri en þau eru svo þeir geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Þessu til viðbótar er starfsumhverfi lögreglumanna slæmt. Sífelldar sparnaðarkröfur á embættin, bæði í efnahagslegum stöðugleika og niðurskurði, hafa skilað sér í fráhrindandi vinnuumhverfi. Menntun, fræðsla og almenn tækifæri til eflingar innan starfa lögreglumanna eru fá og þakka má fyrir ef skrifstofustóllinn er nokkuð óslitinn.Launin endurspegla ekki störfin Sé litið til þessara þátta sem vega þungt varðandi starfsánægju og framlag lögreglumanna er ekki annað hægt en að velta fyrir sér hvort ríkisvaldinu sé sama hverjir sinni þessu mikilvæga starfi. Er ekki vilji til að halda í gott og hæft fólk? Fólk með mismunandi þekkingu og menntun, fólk sem er ósérhlífið og getur brugðist við öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem lögreglan þarf að sinna samhliða því að standa undir þeim miklu kröfum og skyldum sem ríkið leggur á lögreglumenn. Nú stefnir í nýja efnahagslega uppsveiflu, ef marka má fyrirsagnir fjölmiðla, þar sem atvinnuleysi er spáð undir 3%. Á síðasta góðæristímabili var mikil hreyfing á lögreglumönnum þar sem auðvelt var að sækja á ný og aflameiri mið. Slíkt hlýtur að veikja lögregluna sem stofnun þar sem reynslumiklir aðilar hverfa frá. Lögreglumenn hljóta að spyrja sig að því hvort nú sé lag að skipta um starfsvettvang og fá betra kaup og bætt kjör annars staðar. Núverandi laun endurspegla ekki störf lögreglumannsins né taka þau mið af vaxandi fjölda verkefna. Sem dæmi má nefna mikla fjölgun ferðamanna og helst sú fjölgun í hendur við vaxandi fjölda verkefna lögreglunnar. Á sama tíma hefur lögreglumönnum á landsvísu fækkað um 100 sl. áratug. Það má því velta fyrir sér hver eigi að sinna þessum auknu verkefnum í framtíðinni og hvað ríkið ætli að gera til þess að laða að gott og hæft fólk í lögregluna á meðan stjórnarliðar koma í veg fyrir það að lögreglumenn geti brýnt hnífinn í komandi kjarabaráttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Við lögreglumenn erum nú í kjarabaráttu verandi ein þeirra stétta sem setið hafa á hakanum í leiðréttingu launa. Ekki er útlitið bjart þegar litið er til framtíðar því án verkfallsréttar er kjarabarátta okkar bitlaus. Síðastliðinn vetur lagði ég fram frumvarp til Alþingis ásamt Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996 sem varðar endurvakningu verkfallsréttarins. Því miður var lítill vilji innan allsherjarnefndar Alþingis með Vilhjám Árnason, fyrrverandi lögreglumann og núverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins í fararbroddi. Hlaut frumvarpið ekki framgang og eru það vonbrigði að ríkisvaldið meti ekki störf lögreglumanna að verðleikum. Grunnlaun lögreglumanna eru undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins og því þurfa þeir að reiða sig á álagsgreiðslur og yfirvinnu, bakvaktir o.s.frv. Hafa verður í huga að ekki geta allir bætt við sig vinnu eða starfað á öllum tímum sólarhringsins. Slíkt getur t.d. reynst erfitt fyrir einstæða foreldra eða konur sem nýlega hafa lokið fæðingarorlofi. Þetta skapar ójafnvægi í launum kynjanna. Þess utan er vinnuvika sem fer fram úr 40 tímum ekki fjölskylduvæn og svo hafa rannsóknir sýnt fram á skaðsemi vaktavinnu fyrir fólk. Það er því bæði jafnréttis- og mannréttindamál að grunnlaun lögreglumanna séu hærri en þau eru svo þeir geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Þessu til viðbótar er starfsumhverfi lögreglumanna slæmt. Sífelldar sparnaðarkröfur á embættin, bæði í efnahagslegum stöðugleika og niðurskurði, hafa skilað sér í fráhrindandi vinnuumhverfi. Menntun, fræðsla og almenn tækifæri til eflingar innan starfa lögreglumanna eru fá og þakka má fyrir ef skrifstofustóllinn er nokkuð óslitinn.Launin endurspegla ekki störfin Sé litið til þessara þátta sem vega þungt varðandi starfsánægju og framlag lögreglumanna er ekki annað hægt en að velta fyrir sér hvort ríkisvaldinu sé sama hverjir sinni þessu mikilvæga starfi. Er ekki vilji til að halda í gott og hæft fólk? Fólk með mismunandi þekkingu og menntun, fólk sem er ósérhlífið og getur brugðist við öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem lögreglan þarf að sinna samhliða því að standa undir þeim miklu kröfum og skyldum sem ríkið leggur á lögreglumenn. Nú stefnir í nýja efnahagslega uppsveiflu, ef marka má fyrirsagnir fjölmiðla, þar sem atvinnuleysi er spáð undir 3%. Á síðasta góðæristímabili var mikil hreyfing á lögreglumönnum þar sem auðvelt var að sækja á ný og aflameiri mið. Slíkt hlýtur að veikja lögregluna sem stofnun þar sem reynslumiklir aðilar hverfa frá. Lögreglumenn hljóta að spyrja sig að því hvort nú sé lag að skipta um starfsvettvang og fá betra kaup og bætt kjör annars staðar. Núverandi laun endurspegla ekki störf lögreglumannsins né taka þau mið af vaxandi fjölda verkefna. Sem dæmi má nefna mikla fjölgun ferðamanna og helst sú fjölgun í hendur við vaxandi fjölda verkefna lögreglunnar. Á sama tíma hefur lögreglumönnum á landsvísu fækkað um 100 sl. áratug. Það má því velta fyrir sér hver eigi að sinna þessum auknu verkefnum í framtíðinni og hvað ríkið ætli að gera til þess að laða að gott og hæft fólk í lögregluna á meðan stjórnarliðar koma í veg fyrir það að lögreglumenn geti brýnt hnífinn í komandi kjarabaráttum.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar