Matur

Ómótstæðilegt Mac and cheese

Í síðasta þætti af Matargleði útbjó Eva ómótstæðilegt Mac and Cheese með beikoni í ljúffengri rjómasósu. 

Lúxus Mac and Cheese

250 g makkarónupasta

1 msk ólífuolía

150 g beikon, smátt skorið

300 g sveppir

1 rauð paprika

1 msk smátt söxuð steinselja

1 msk smátt saxað tímían

2 msk smjör

1 laukur, sneiddur 

500 ml matreiðslurjómi

200 ml grænmetissoð (soðið vatn + einn græntmetisteningur)

100 g rifinn Parmesan ostur

100 g rifinn Cheddar ostur

1 msk smátt söxuð steinseljasalt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Sjóðið makkarónupasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Hellið vatninu af og setjið pastað í eldfast mót.
  3. Hitið olíu á pönnu og steikið beikonið í nokkrar mínútur, bætið sveppum og papriku út á pönnu og steikið. Kryddið til með salti og pipar. Saxið niður ferskar kryddjurtir og dreifið yfir.
  4. Blandið beikonblöndunni saman við makkarónupastað.  
  5. Hitið smjör á pönnu, sneiðið niður einn lauk og steikið upp úr smjörinu í nokkrar mínútur við vægan hita eða þar til laukurinn verður mjúkur í gegn.
  6. Hellið matreiðslurjómanum og grænmetissoðinu saman við og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur.
  7. Rífið niður Parmesan ost og Cheddar, setjið út í sósuna og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum. Kryddið til með salti og pipar.
  8. Hellið sósunni yfir pastað og blandið saman með skeið.
  9. Rífið niður nóg af osti t.d. Mozzarella og Cheddar og dreifið yfir formið. 

Ekki missa af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2. 


Tengdar fréttir

Stökkir kjúklingabitar í Kornflexmulningi

Eitt af því besta sem ég fæ eru stökkir kjúklingabitar með góðri sósu. Það er fátt sem jafnast á við safaríka, stökka og bragðmikla kjúklingabita sem færa manni gleði við hvern bita.

Æðislegt grænmetislasagna að hætti Evu Laufeyjar

Ný þáttaröð með Evu Laufeyju fór í loftið á fimmtudaginn síðastliðin á Stöð 2. Hún kann svo sannarlega sitt fag en hér að neðan kennir hún fólki að ótrúlega girnilegt grænmetislasagna.

Ítalskt salat að hætti Evu Laufeyjar

Þetta salat inniheldur kannski ekki mörg hráefni en engu að síður er þetta algjör veisla fyrir bragðlaukana. Það er nefnilega þannig að þegar góð hráefni eiga í hlut þá er algjör óþarfi að flækja málin. Einfalt, fljótleg og ómótstæðilega gott.

Mexíkósk matargerð

Í þriðja þætti af Matargleði útbjó Eva sannkallaða mexíkóska veislu. Litríkir og bragðmiklir réttir sem eru vinsælir víða um heim og ekki er það að ástæðulausu. Algjört lostæti.

Ómótstæðilegir amerískir réttir

Eva Laufey er mjög hrifin af amerískri matargerð og var sú matargerð innblástur í síðasta þætti af Matargleði Evu.

Klassískir og góðir réttir: Spaghetti Bolognese

Í síðasta þætti af Matargleði lagði Eva áherslu á klassíska rétti sem flestir kannast við. Létt og gott salat með basilíkupestói og spaghetti bolognese með einföldu hvítlauksbrauði.

Tryllingslega gott karamellupæ

Í síðasta þætti af Matargleði skellti ég í þetta ofureinfalda og bragðgóða karamellupæ með þeyttum rjóma og súkkulaði.

Spaghetti Bolognese

Í síðasta þætti lagði ég áherslu á klassíska rétti og Spaghetti Bolognese er svo sannarlega einn af þeim. Bragðmikill hakkréttur með tómötum, ferskum kryddjurtum og að sjálfsögðu góðu pasta.

Ofnbakað mac & cheese með beikoni

Í síðasta þætti lagði ég áherslu á rétti sem koma frá Bandaríkjunum og makkarónur með osti er einn þekktasti réttur Bandaríkjamanna og það er ekki að ástæðulausu. Pasta með beikoni, kryddjurtum, osti, meiri osti og rjóma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.